Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 38
SVEINN EINARSSON
RITMENNT
innar á Strompleiknum í Þjóðleikhúsinu í olctóber 1961, og því
ekki sýningar Grímu á einþáttungum Odds Björnssonar, Við
lestur framhaldssögunnar, Partí, Kóngurlóin síðar það sama leik-
ár sem Hart í bak „sló í gegn"?
Þessir einþáttungar Odds Björnssonar voru hreinræktuðustu
afsprengi fáránleikastefnunnar sem til þess höfðu birst úr penna
íslensks höfundar. Og nálega enginn þeirra höfunda, sem
kvöddu sér hljóðs á leiksviðinu þennan áratug, var ósnortinn af
þeirri stefnu. Það átti við um Jölcul sem yfirgaf raunsæið og fór
sínar eigin leiðir líkt og Pinter, það á við um Guðmund Steins-
son sem einnig fann sinn eigin stíl, það á við um Erling E. Hall-
dórsson sem líkt og Adamov reyndi að brúa bil hins absúrda rit-
máta og pólitísks inntaks, líkt og reyndar Svava Jakobsdóttir
gerði síðar á sinn persónulega liátt og sem mikilvægt innlegg í
umræðuna um stöðu lconunnar í samfélaginu. Það átti við um
Birgi Engilberts í frumlegum leikjum hans og að sumu leyti
Nínu Björk Árnadóttur, þó að lýrískur tónn hennar lýsti sál-
fræðilegri reynslu oftast fremur en táltnlegri eða heimspekilegri.
Og það á við um Halldór Laxness í Strompleiknum og í þeim
leiltjum sem nú fylgdu, Prjónastofunni Sólinni og Dúfnaveisl-
unni. Aðeins tveir höfundar í þeirri forystusveit leiltsltálda, sem
þarna varð til, voru áfram mótaðir af hinu sálfræðilega drama -
á léttum eða alvarlegum nótum, Jónas Árnason og Birgir Sig-
urðsson. Og svo auðvitað Agnar Þórðarson.
Aðstæður þeirra þriggja sltálda sem lrér um ræðir, Halldórs
Kiljans Laxness, Jökuls Jakobssonar og Odds Björnssonar, voru
ólíltar upp úr 1960 og verk þeirra voru dæmd út frá ólíkum for-
sendum. Einþáttungar, sem voru frumraun ungs höfundar, voru
sýndir litlum hópi innvígðra áhugamanna um nýjungar og hlutu
þar þær jákvæðu viðtölcur sem þeir áttu slcilið. Sigur Hart í balc
var slíkur að næstu verk Jökuls áttu erfitt uppdráttar og það var
ekki fyrr en með Dómínó sem menn skikl u til fulls að þarna var
komið höfuðskáld með harla persónulegan penna. Höfundur
Strompleilcsins sat í hæsta sessi bólcmenntanna og bauð nú
frumsýningargestum Þjóðleikhússins, sem ekki voru þar
kannski allir saman lcomnir af brennandi áhuga fyrir nýjungum
í leilcritun, upp á leilcrit sem þeir hotnuðu elclci verulega vel í.
„Þótt undarlegt lcunni að virðast tólcu frumsýningargestir sýn-
ingunni fremur fálega," segir Ásgeir Hjartarson í leilcrýni sinni,
34