Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 81
RITMENNT
UTAN VIÐ MARKAÐSLÖGMÁLIN
Og um leið er það fyrr og síðar skýrt tekið
fram að þessi „rétta" þróun Halldórs stað-
festist í því hvernig hann vinnur úr stórmál-
um tímans í verkum sínum. Atómstöðin
„afhjúpar miskunnarlaust upplausn og tóm-
leika borgaralegs samfélags," er um leið
„veigamikið framlag til málstaðar friðar-
ins" og andæfir viðleitni bandarískra ráða-
manna til heimsyfirráða.12 í Sjálfstæðu fólki
er dregin upp skýr og eftirminnileg mynd af
einyrkjanum Bjarti og „persóna hans er um
leið samnefnari bænda sem ekki fá lífsanda
dregið í viðjum kapítalismans".13 Ef eitt-
hvað er að finna í skáldsögunum sem talið
er framandi, óskiljanlegt eða vafasamt, er
það útskýrt sérstaklega - til dærnis leggur
Nína Krymova nokkuð á sig til að afsalta
það að organistinn í Atómstöðinni sé bæði
of bölsýnn og léttúðugur í siðferðismálum
og tekur það fram að „sovéskur lesandi get-
ur að sjálfsögðu ekki fallist á ... þá dökku
mynd sem hann dregur upp af endalokum
heimsmenningarinnar í atómstríði."14
Þessi dæmi tengd verkum Halldórs Lax-
ness draga það skýrt fram að í Sovétríkjun-
um var talið að minnsta kosti æskilegt, ef
ekki nauðsynlegt, að túlka verk merkra er-
lendra höfunda sem þar komu út á þann
veg, að þau þjónuðu svipuðum markmiðum
og sett voru í sovéskri alþjóðapólitík og
menningarstefnu. Verk Halldórs komu til
dæmis mjög við sögu í háskólanámskeið-
urn, greinum og ritgerðum sem fjölluðu um
hið sósíalistíska raunsæi sem hafði verið
opinber stefna í bókmenntum ríkisins allt
frá stofnum Sovéska rithöfundasambands-
ins 1934. Um 1950 voru þau viðhorf enn
ríkjandi að sósíalistíska raunsæið væri bein-
línis sprottið upp af samfélagsháttum í Sov-
X. K. AAKCHECC
Kápa fyrstu rússnesku útgáfu á Atómstöðinni (1954):
feitur borgari selur land sitt. Þessi bók, segir í formála,
hefur verið þýdd á mörg mál en hún er bönnuð í einu
landi, Bandaríkjunum.
étríkjunum og í eðli sínu „nýr áfangi í sögu
heimslistarinnar" vegna þess að í því kæmi
saman raunsæishefð og rómantík barátt-
unnar fyrir nýjum heimi og þar með væri
„unninn bugur á þeim takmörkunum sem
gamalli raunsæishefð voru settar". Sam-
herjar Sovétmanna í röðum erlendra rithöf-
unda (þeir sem Halldór Laxness flokkar
12 Formáli Sofronovs að Atomnaja stantsija. Moskva
1954, bls. 8.
13 Polevoj 1954, bls. 8.
14 Eftirmáli við Atonmaja stantsija, bls. 245.
77