Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 28
SVEINN EINARSSON
RITMENNT
húsum að fáu verður við jafnað, heldur og hitt að nokkur frum-
legustu og framsæknustu leikrit sem samin voru á íslensku á
sjötta og sjöunda áratugnum komu úr penna Halldórs.
Straumrof
Innreið Laxness í íslenslct leikhús gerðist snemma á rithöfund-
arferli hans: Straumrof var frumsýnt hjá Leilcfélagi Reykjavíkur
1934, þegar höfundur var 32 ára. Efnið fór fyrir brjóstið á ein-
hverjum góðborgurum og almenningshylli náði leikurinn ekki,
því að sýningar urðu aðeins fimm. Eigi að síður var það mál
manna, að aðalhlutverkið hefði gefið fremstu dramatískri
leikkonu leikhússins þá, Soffíu Guðlaugsdóttur, verðugt tæki-
færi til að sýna listhæfni sína. Af umsögnum er eklci gott að geta
sér til um leikmátann, en trúlega hefur hann verið í hefðbundn-
um raunsæislegum stíl, enda sá stíll mjög á færi og að skapi leik-
stjóranum, Gunnari Róbertssyni Hansen. Reyndar hefur lcomið
í leitirnar skrautleg lýsing af því hvernig sýningin lcom Erlendi í
Unuhúsi fyrir sjónir. Hann slcrifar Halldóri 15. desember 1934
(bréf varðveitt í Landsbókasafni) m.a.: „Straumrof. Það er nú
saga fyrir sig. Það má segja að flest hafi lcomið fram sem þú ótt-
aðist mest. Fyrst umgerðin. Mér brá þegar tjaldið var dregið upp.
Útsýnið úr gluggum Kaldanshjónanna var Tjarnarbrekkan með
Landakotshæðina og kirkjuna í baksýn. Stofan sjálf gerði allar
lýsingar, sem gefnar eru á íburði hennar, skrauti og ilmi, hlægi-
legar. Guði sé lof að hún lyktaði ekki fram í salinn. Stofan gaf
helst hugmynd um leiguíbúð tónlistarnemanda. Með þessu er
leikurinn lokaliseraður að þarflausu og fjarlægður þeirri stétt,
sem hann lýsir. Veiðiskálinn var milclu skárri þótt ljós og slcugg-
ar gerðu nolckra glennu á frumsýningunni eins og þú sérð getið
um í leikdómum. Leikendurnir. Auðvitað bar Soffía af þeim öll-
um. Leikur hennar í þriðja þætti er það besta, sem hún hefir gert
á síðari árum. Hún er upprunaleg, frumstæð. Maður sér að hún
er upprisin frá dauðanum, nývöknuð til lífsins. í fyrri þáttunum
fanst mér hún of hátíðleg, stilig. Henni, eins og flestum þarna,
hættir við að flytja áheyrendum það, sem hún á að segja við mót-
leilcendurna. Afleiðingin verður sú, að það sem hún segir um
umhyggju sína fyrir Öldu, ást sína og hjónabandstrygð, hljómar
stundum eins og vísvitandi hræsni. Hún var smekklega klædd,
24