Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 88
ÁRNI BERGMANN
RITMENNT
Þeir sem í Rússlandi skrifuðu um verk
Halldórs létu flestir sem ekkert hefði gerst
og kannski vissu þeir ekki betur. Aðrir
drógu sem mest þeir máttu úr þeim breyt-
ingum sem höfðu orðið á mati skáldsins á
Sovétríkjunum. Árið 1970 kom út bók um
ævi og verk Halldórs Laxness eftir þau
Krymovu og A. Pogodin sem áður var til
vitnað. Þar er reynt að fara bil beggja. Hald-
ið er til streitu mörgu af fyrri pólitískum út-
listunum á verkum skáldsins og vitnað í
vinsamleg ummæli þess um Sovétríkin. En
það er líka játað með semingi að Halldór
hafi í Skáldatíma „hrifist með öldu von-
brigða" (bls. 86) með Sovétríkin eins og
ýmsir aðrir menntamenn á Vesturlöndum
og viðurkennt að hann hafi haft gildar
ástæður til þess, en síðan er farið út í aðra
sálma. Hitt er svo annað mál, að á seinni
árum Sovéttímans er lofið um verk Hall-
dórs ekki jafn fyrirvaralaust og áður. í bók
Krymovu og Pogodins er m.a. rætt um það
að Halldór fari stundum villur vegar vegna
„árekstra milli raunsæis og módernískra til-
hneiginga" (bls. 195). Auk þess gæti hjá
Halldóri pólitískrar þreytu, honum hætti til
að skoða deilumál úr írónískri fjarlægð, í
ritgerðum hans fari töluvert fyrir „háðsleg-
um snobbisma, óvissu í málflutningi sem
og röngu mati og skoðunum, bæði um póli-
tísk og listræn efni" (bls. 204). Svetlana
Nedeljajeva segir í formála að þrem skáld-
sögum Halldórs sem út komu 1977 t.d. um
íslandsbersa í Guðsgjafaþulu að „Viðleitni
til að gera manneskju úr miljónamæringn-
um, til að draga fjöður yfir stéttaandstæður,
dregur úr lýðræðisanda þessa annars mjög
listræna verks."30 Með svipuðum hætti er
slegið nokkuð úr og í í riti Neústrojevs um
B03BPAlUEHHblM
PAM
Titilblaó í bók scm byrjar á Atómstööinni - iítg. 1977.
Margir rússneskir gagnrýnendur hafa orð á því að
heimur seinni skáldsagna Halldórs sé fullur af mjög
einkennilegum mönnum og þetta titilblað á Paradísar-
heimt (1977) eins og undirstrikar þetta.
Norðurlandabókmenntir sem fyrr var nefnt.
En allir ljúka þessir höfundar máli sínu á
því að slá á mjög jákvæða strengi um Hall-
dór Laxness sem þann mann sem ávallt hafi
boðað „hugsjónir húmanisma", hafnað
„borgaralegum viðhorfum" og siðgæði og
kunnað að gera verk sín nauðsynleg og skilj-
anleg alþýðu.31
30 Formáli að Halldor Laxness. Moskva 1977, bls. 16.
31 Krymova og Pogodin, bls. 215; Nedeljaeva, bls. 17;
Neústrojev, bls. 267.
84