Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 40
SVEINN EINARSSON
RITMENNT
veginn, frændi organistans, Björns í Brekkukoti, séra Jóns
Prímusar og pressarans í Dúfnaveislunni og þó ekki náskyldari
en svo að eitthvað á hann sameiginlegt með Sine Manibus í
Prjónastofunni. En á því herrans ári 1961 er það með öðrum orð-
um hinn Brechtski þáttur, pólitíska ádeilan, sem leilcrýnirinn
Ásgeir Hjartarson festir sig við í Strompleiknum fremur en ein-
kenni absúrdismans, táknleg framsetningin og það sem í raun-
inni mætti kalla formbyltingu, ef vísað er til hins aristótelíska
skilnings á dramatúrgíu.
Um þessar mundir voru umbrot í huga skáldsins; annars veg-
ar höfðu lífsviðhorf þess tekið stakkaskiptum, hins vegar var
eins konar uppstolckun í slcáldskapnum. I frægri ritgerð, Per-
sónulegar minnisgreinar um skáldsögur og leilcrit, sem prentuð
er í ritgerðasafninu Upphaf mannúðarstefnu, komst Halldór svo
að orði: „Leingi hefur sú spurníng strítt á þann sem hér heldur á
penna, hversu farið slculi með mann nokkurn sem við skulum
kalla Plús Ex. Hver er Plús Ex? Það er sú boðflenna með aungu
nafni og óglöggu vegabréfi sem ævinlega er viðstödd líkt og
gluggagægir hvar sem gripið er ofaní skáldsögu. Þessi herra er
aldrei svo smáþægur að setjast aftastur í persónuröðinni, heldur
sættir sig ekki við annað en öndvegi nær miðju frásagnarinnar,
jafnvel í sögu þar sem höfundur gerir sér þó alt far um að sam-
sama eklci sjálfan sig sögumanninum."3
Með öðrum orðum, það er heiðarlegra að liggja undir rúmi og
hlýða á hvað persónurnar segja sjálfar, eins og í leikritunum
(þessi líking er einnig frá Halldóri). En það eru elcki aðeins slík-
ar grundvallarspurningar um eðlismun skáldskaparforms, leik-
ritsins og skáldsögunnar, sem Halldór er að velta fyrir sér á þess-
um árum, hin fagurfræðilega spurning hefur einnig tilvistarlega
merkingu. Og henni svarar hann í sinni næstu stóru skáldsögu,
Kristnihaldi undir Jökli. í skýrslunni sem Umbi á að gera á eldd
að vera neinn Plús Ex. En það reynist ekki hægt, það er eldci
hægt að vera stikkfrí í tilverunni. „Viljið þér elclci heldur reyna
að taka þátt í heimsku manna, góðurinn minn? Það er öruggara,"
segir Úa við Umba.4 Hlutleysi er sem sagt heldur elclci að finna í
leilcritun fremur en í lífinu.
3 Upphaf mannúðaistefnu, bls. 73.
4 Kristnihald undh fökli, bls. 306.
36