Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 168
HELGA KRESS
RITMENNT
Iœlandic Whip sem hann síðar byggir á slcáldsöguna Sölku
Völku. Með frumstæðum lýsingum á mannlífi norðurhjarans
hefur Halldór ætlað sér að slá í gegn á svipaðan hátt og íslensk-
ir rithöfundar höfðu áður gert í Danmörku.46 „Uncultivated pas-
sions" einkenna líf persónanna sem eru „rude, naive and
primitive," og hundurinn Seifur heitir hér „Viking". Um tíma
virtist sem Metro-Goldwyn-Mayer hefði áhuga á myndinni um
Sölku Völku, en úr því varð ekkert.47
Halldór skrifar svo til ekkert á ensku meðan hann er í Kali-
forníu,48 en þeim mun fleiri pistla á íslenslcu fyrir vestur-ís-
lensku blöðin í Winnipeg. Tveir þeirra fjalla um íslendinga sem
báðir eru leikarar og hafa slegið í gegn í Hollywood. Annar er um
Bill Cody sem leilcur kúreka,49 og reynist vera íslendingur sem af
„verzlunarástæðum" hefur lcastað íslenska nafninu sínu og tek-
ið sér listamannsheitið Cody. Hann hefur kynnt sér „bæði forn-
sögurnar og íslenskar þjóðsögur" og eru skemmtilegustu endur-
minningar hans frá Islandi, en þangað var hann sendur „sjö vetra
gamall drengur, munaðarlaus". Hann dvaldist á annað ár í
Skagafirði, og þar lærir hann að sitja hest! Hann kunni líka ís-
lenslcu en er nú búinn að gleyma öllu nema „harðfislcur". Hinn
pistillinn er um Bjarna Björnsson „hermileikara",50 og er list
hans einnig komin frá íslandi. „Hermilistin," segir Halldór, er
nefnilega „einhver þjóðlegasta list, sem vjer eigum, en í meira
lagi sjaldgæf erlendis. T.d. er hún óþelct hjer í Bandaríkjunum."
Hann lýsir því hve undarlegt það hafi verið þegar hermileilcarinn
íslenski var kynntur honum sem „Mr. Barni Bronson the only
Icelandic comedian in Hollywood," og hvetur hann til að fara
46 Sjá Helga Kress, Guðmundur Kamban. Æskuverk og ádeilur (1970). Einkum
kaflann Væringjar.
47 Peter Hallberg segir ýtarlega frá handritunum og ferli þeirra í Húsi skáldsins
I, bls. 49-65. Sjá einnig grein hans Laxness og filmen.
48 Halldór birti aðeins tvær greinar á ensku, báðar uni ísland: Social Conditions
in Iceland, The Nation 11. september 1929, í dálkinum International
Relations Section, og Life and Letters in Iceland and United States—A Con-
trast, The Open Forum 19. október 1929.
49 Halldór Laxness, Bill Cody, Heimskringla 16. nóvember 1927. Greinin birt-
ist með mynd af kúrekanum.
50 Halldór Laxness, Bjarni Björnsson hermileikari, Heimskringla 18. janúar
1928 og Lesbók Morgunblaðsins 4. mars 1928.
164