Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 86
ÁRNI BERGMANN
RITMENNT
verlc Halldórs að húmanisminn er í þeirra
umhverfi venjulega talinn varhugaverður ef
hann er „abstrakt".
Umsögnin í Novyj mir og aðrar viðtökur
Brekkulcotsannáls segja nokkra sögu af því
sem fram fór í hugum rússneskra mennta-
manna á þeim tíma. Þeir voru orðnir lang-
þreyttir á bragðlausum og ofnotuðum al-
hæfingum um stéttbundna hegðun persóna
og öðrum pólitískum formúlum um bók-
menntir. Þeir sækjast eftir lesendareynslu
sem væri öðruvísi en fá mátti af þeim sam-
tímaverkum sem mest var haldið að þeim
og því hrífast þeir af heimi Brekkukots þar
sem allt er undarlegt og engu líkt. Þeir sækj-
ast eftir einlægni og upprunaleika og já-
kvæðu endurmati á því lífi sem var.
Nokkrum árum síðar gerðist það reyndar í
Sovétríkjunum sjálfum að nokkrir ágætir
höfundir fóru í verkum sínum að rifja upp
með eftirsjá mannlíf í byggðum Rússlands
fyrir daga byltingar og tæknitrúar. Um leið
stilltu þeir viðhorfum sem á íslandi hafa
verið nefnd „heimspeki ömmunnar" - gild-
ismati og lífsvisku gamalla kvenna sem lif-
að hafa tíma tvenna - upp sem jákvæðri
andstæðu við freka sovéska framfaradýrkun
og nytjahyggju.28
Auk þess hefur það fyrr og síðar fallið í
góðan jarðveg hjá rússneskum mennta-
mönnum að haldið sé fram frelsunarhlut-
verki lista, lausnarorði hins „hreina tóns"
sem er eitt helsta stefið í Brekkukotsannál.
Því fáar þjóðir hafa lagt á það jafnmikið
kapp og Rússar að gera listir og bókmenntir
aö einhverskonar veraldlegri kirkju, að
helgum vettvangi hins góða í hörðum
heimi. Zlobina fer einmitt hlýlegum orðum
um mildi og ósérplægni hjartahreinna í
Brekkukoti. í sama streng taka þau
Krymova og Pogodin í bók sinni um Halldór
Laxness (bls. 196-98). Fleiri dæmi má finna
um að sovéskir lesendur leggi sérstaka
áherslu á manngæslcu í ritum Halldórs, ef
til vill vegna þess hve mjög hafði verið hald-
ið að þeim nauðsyn þess að sjá í hverri per-
sónu skáldsagna fyrst og fremst þátttakanda
í grimmri baráttu og þá helst stéttastríði.
í viðtökum verka Halldórs Laxness koma
sarnan rnargir þættir. í fyrstu fer mikið fyrir
viðleitni til að lcoma íslenskum rithöfundi
fyrir innan ramma hinnar sovésku bók-
menntaumræðu með tilheyrandi pólitísk-
um áherslum. En þegar fram í sækir lætur
æ meir að sér kveða sú elskulega freisting
sem furðu margir Rússar féllu í þegar þeir
stungu niður penna um ísland. Hún er sú að
finna sér á íslandi einskonar útópíu, þar
sem lífseigur draumur menntamanna um
farsæla sambúð bókmennta, lista og alþýðu
hefur ræst,29 gæla við þá hugmynd að til sé
samfélag sem ekki endilcga fylgi efnahags-
legri eða pólitískri nauðsyn þeirra pólitísku
kerfa sem tókust á um heimsbyggðina held-
ur trúi á frelsandi og lífgefandi áhrif hinnar
miklu listar og geri sér skáldið og lista-
manninn að sínum æðsta höfðingja.
Sérstaða Rússlands hverfur
Skáldatími kom út hér á landi árið 1963. Þar
tekur Halldór Laxness, eins og kunnugt er,
aftur margt af jákvæðum niðurstöðum sín-
um um Sovétríkin sem finna má í Gerska
28 Um þessi „sveitaskáld" sjá: Árni Bergmann: Hláka,
frosthörkur, endurskoðun. Tímaiit Máls og menn-
ingai, 4, 1987.
29 Sjá nánar: Árni Bergmann 1998, bls. 56-57.
82