Ritmennt - 01.01.2002, Síða 86

Ritmennt - 01.01.2002, Síða 86
ÁRNI BERGMANN RITMENNT verlc Halldórs að húmanisminn er í þeirra umhverfi venjulega talinn varhugaverður ef hann er „abstrakt". Umsögnin í Novyj mir og aðrar viðtökur Brekkulcotsannáls segja nokkra sögu af því sem fram fór í hugum rússneskra mennta- manna á þeim tíma. Þeir voru orðnir lang- þreyttir á bragðlausum og ofnotuðum al- hæfingum um stéttbundna hegðun persóna og öðrum pólitískum formúlum um bók- menntir. Þeir sækjast eftir lesendareynslu sem væri öðruvísi en fá mátti af þeim sam- tímaverkum sem mest var haldið að þeim og því hrífast þeir af heimi Brekkukots þar sem allt er undarlegt og engu líkt. Þeir sækj- ast eftir einlægni og upprunaleika og já- kvæðu endurmati á því lífi sem var. Nokkrum árum síðar gerðist það reyndar í Sovétríkjunum sjálfum að nokkrir ágætir höfundir fóru í verkum sínum að rifja upp með eftirsjá mannlíf í byggðum Rússlands fyrir daga byltingar og tæknitrúar. Um leið stilltu þeir viðhorfum sem á íslandi hafa verið nefnd „heimspeki ömmunnar" - gild- ismati og lífsvisku gamalla kvenna sem lif- að hafa tíma tvenna - upp sem jákvæðri andstæðu við freka sovéska framfaradýrkun og nytjahyggju.28 Auk þess hefur það fyrr og síðar fallið í góðan jarðveg hjá rússneskum mennta- mönnum að haldið sé fram frelsunarhlut- verki lista, lausnarorði hins „hreina tóns" sem er eitt helsta stefið í Brekkukotsannál. Því fáar þjóðir hafa lagt á það jafnmikið kapp og Rússar að gera listir og bókmenntir aö einhverskonar veraldlegri kirkju, að helgum vettvangi hins góða í hörðum heimi. Zlobina fer einmitt hlýlegum orðum um mildi og ósérplægni hjartahreinna í Brekkukoti. í sama streng taka þau Krymova og Pogodin í bók sinni um Halldór Laxness (bls. 196-98). Fleiri dæmi má finna um að sovéskir lesendur leggi sérstaka áherslu á manngæslcu í ritum Halldórs, ef til vill vegna þess hve mjög hafði verið hald- ið að þeim nauðsyn þess að sjá í hverri per- sónu skáldsagna fyrst og fremst þátttakanda í grimmri baráttu og þá helst stéttastríði. í viðtökum verka Halldórs Laxness koma sarnan rnargir þættir. í fyrstu fer mikið fyrir viðleitni til að lcoma íslenskum rithöfundi fyrir innan ramma hinnar sovésku bók- menntaumræðu með tilheyrandi pólitísk- um áherslum. En þegar fram í sækir lætur æ meir að sér kveða sú elskulega freisting sem furðu margir Rússar féllu í þegar þeir stungu niður penna um ísland. Hún er sú að finna sér á íslandi einskonar útópíu, þar sem lífseigur draumur menntamanna um farsæla sambúð bókmennta, lista og alþýðu hefur ræst,29 gæla við þá hugmynd að til sé samfélag sem ekki endilcga fylgi efnahags- legri eða pólitískri nauðsyn þeirra pólitísku kerfa sem tókust á um heimsbyggðina held- ur trúi á frelsandi og lífgefandi áhrif hinnar miklu listar og geri sér skáldið og lista- manninn að sínum æðsta höfðingja. Sérstaða Rússlands hverfur Skáldatími kom út hér á landi árið 1963. Þar tekur Halldór Laxness, eins og kunnugt er, aftur margt af jákvæðum niðurstöðum sín- um um Sovétríkin sem finna má í Gerska 28 Um þessi „sveitaskáld" sjá: Árni Bergmann: Hláka, frosthörkur, endurskoðun. Tímaiit Máls og menn- ingai, 4, 1987. 29 Sjá nánar: Árni Bergmann 1998, bls. 56-57. 82
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Ritmennt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.