Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 46
SVEINN EINARSSON
RITMENNT
sæilega framsetningu í mynd eða máli og finna samræmda stíl-
færslu sem nái yfir alla þá margvíslegu þætti sem leikirnir eru
ofnir úr.
Það hefur varla vafist fyrir neinum að allan sinn feril var Hall-
dór Kiljan Laxness metnaðarfullur höfundur og djarfur. Það er
bæði metnaður og dirfska sem þarf til fyrir mann sem hefur hlot-
ið viðurkenningu sem eitt helsta sagnaskáld álfunnar um sína
daga að leggja til atlögu við lögmál og leyndardóma sviðsins, það
er mikill metnaður og rnikil dirfska að gera það með þeim hætti
sem Halldór Kiljan Laxness gerði í þann heila áratug, hinn sjö-
unda, þegar hann sinnti nær eingöngu leikritun (Kristnihald er
að hluta í samtalsformi og kannski hljóp skáldið þar á rnilli
akreina).
Hér hefur verið ýjað að því, að Halldór hafi fylgst býsna vel
með því sem efst var á baugi í leikritun á árunum milli 1950
og 1970 og sjáist þess merki í leikritum hans sem séu í senn
heimsósómakvæði, ekki síður en verk Brechts, og táknlegt upp-
gjör við tilvist mannanna og merkingu þeirra orða sem notuð eru
til að fóta sig í þeirri tilvist, í anda fáránleikahöfundanna. Og
eigi að síður fer höfundur „sem áður eigin leiðir", eins og Ás-
geir Hjartarson orðaði það í umsögn sinni, og er það eðli góðra
skálda. Leikritun Halldórs er þannig reist á fimm verkum, ef frá
er talin smásagan Jón í Brauðhúsum sem flutt var í leikformi í
sjónvarpi og deildu þar postularnir um augnlit frelsarans líkt og
persónurnar í Sköllóttu söngkonunni hjá Ionesco sannreyna að
sitthvað er orð og athugun. Fjögur verkanna, frá Silfurtúngli til
Dúfnaveislu, verða til á þessu samfellda leiksmíðarskeiði
skáldsins og bera í senn sterk höfundareinkenni Halldórs og lýsa
um leið þróun. Má segja að í þremur síðustu verkunum hafi
Halldóri telcist að vinna úr þeim áhrifum sem áður voru nefnd
úr leikritun samtímans og búa sér til eigin hát; niá líta á þessa
leiki sem þríleik ef vill. Og þessir sjónleikir eru ólíkir öllum öðr-
um sjónleikjum, bæði innlendum og erlendum og óneitanlega
frumlegt framlag til leikritunar þessara ára. En nú er frumleiki
eða nýstárleiki eklci nema einn mælikvarði á ágæti verka (þetta
vill ýmsum skjótast yfir). Og það verður að segjast eins og er, að
dramatúrgía nútímans er öl 1 býsna miklu lausari í reipunum en
sú klassíska sem kennd er við Aristóteles og rekja má allt til
okkar daga í þaulsmíðuðum verkum eins og Afturgöngum Ib-
42