Ritmennt - 01.01.2002, Page 90
RITMENNT 7 (2002) 86-104
SB
Árni Heimir Ingólfsson
Og fuglinn sýngur
Tónlistin við ljóð Halldórs Laxness
í þessari grein er fjallað stuttlega um helstu tónverk sem samin hafa verið við ljóð
Halldórs Laxness. Þar ber eðlilega hæst hlut íslenskra tónskálda, bæði af kynslóð
Halldórs sjálfs sem og yngri tónsmiða. Auk þess hafa nokkur erlend tónskáld samið
verk við ljóð Halldórs þótt þeim hafi fram til þessa ekki verið mikill gaumur gefinn.
Þá fylgir greininni yfirlit yfir þau tónverk sem samin hafa verið við ljóð Nóbels-
skáldsins.
/
Islensk tónskáld hafa sótt innblástur í
ljóð Halldórs Laxness um langt árabil.
Tónverk við kvæði hans eru orðin á annað
hundrað talsins, og þótt sum þeirra séu lítt
kunn og noklcur hafi reyndar aldrei verið
flutt eru hin þó einnig mörg sem hafa unn-
ið sér fastan sess meðal íslenskra einsöngv-
ara, kóra, og jafnvel í hugum íslensku þjóð-
arinnar sjálfrar. Vitanlega hafa þó ekki öll
kvæði Halldórs verið tónsett, enda sum lítt
til þess fallin. Prósaljóðið Dsjambúl kasaka-
skáld, lofsöngurinn um Borodín og kvæða-
bálkurinn Alþingishátíðin (sem raunar bar
yfirskriftina Alþingiskantata til söngs 1930
í fyrstu útgáfu Kvæðakvers sama ár) eru
meðal þeirra ljóða hans sem eklci hafa enn
borist um á vængjum söngsins. Hin eru þó
mun fleiri sem til eru eitt eða fleiri lög við,
og þess eru dæmi að allt að sex tónskáld
hafi samið lög við sama kvæði skáldsins frá
Laxnesi. Það er há tala í íslenskri tónlistar-
sögu, og hlýtur að teljast einstakt að jafn
fjölbreytt safn tónlistar, og jafn dýrt að gæð-
um, hafi orðið til við ljóð skálds sem þó var
eklci ljóðskáld nema í hjáverkum. Fer þó
engu að síður vel á því að Nóbelsskáldið
sjálft sé meðal þeirra sem tónsmiðir þjóðar-
innar leita hvað oftast til, þótt ekki talcist
honum að velta Jónasi Hallgrímssyni úr
sessi sem ástsælasta ljóðahöfundi íslenslcra
tónskálda.
Fyrstu lögin
Tónsköpun við ljóð Halldórs var eðlilega
lítil að vöxtum þar til Kvæðakver hans var
gefið út í fyrsta sinn 1930. Vitað er til að tvö
tónskáld hafi tónsett ljóð Halldórs í hand-
riti fyrir þann tíma, en þau voru bæði góðir
vinir skáldsins og í a.m.lc. öðru tilfellinu var
um eiginlega samvinnu að ræða. Magnús A.
Arnason myndlistarmaður hélt til San
Francisco árið 1918 og stundaði nám bæði í
myndlist og tónlist við California School of
Fine Arts og Arrillaga Musical College. í
San Francisco lágu leiðir þeirra Halldórs