Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 7
janúar 1999. Hlutur lyflækna og annarra sem ávísa lyfjunum er svip-
aður og því þykir Ijóst að ávísanir heilsugæslulækna skýra
magnaukninguna að mestu leyti.
Eggert Sigfússon deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu var starfs-
maður umræddrar nefndar. Hann sagði að neysla íslendinga á nýju
geðdeyfðarlyfjunum sé talsvert meiri en annarra Norðurlandaþjóða.
Helmingi fleiri konur en karlar neyta lyfjanna og hlutfallslega fleira
eldra fólk fær slíkar ávísanir, þrátt fyrir að sjúkdómsalgengið sé ekki
háð aldri. Nýju lyfin eru hrein viðbót við önnur geðlyf sem notuð eru
í landinu en ætla má að beinn kostnaður vegna þunglyndisraskana
hafi ekki verið undir 2,4 milljörðum króna á síðasta ári, þar af 700
milljónir vegna geðdeyfðarlyfja. Tryggingastofnun greiðir stóran hluta
lyfjakostnaðarins og er algegnt að hlutur sjúklings sé 1.700 krónur.
„Nefndinni var ætlað að kanna hvort þessi lyf séu rétt notuð og
hverjir ávísi þeim,“ segir Eggert. “Reynslan sýnir að það eru ekki sér-
fræðingar heldur heimilislæknar og lyflæknar sem skrifa upp á 80%
þeirra lyfseðla sem vísa á geðdeyfðarlyf. Sú staðreynd bendir til þess
að geðdeyfðin sé undirmeðhöndluð, þ.e. að of lítið sé um að fóik fái
meðferð við meintu þunglyndi áður en því er vísað á lyfin. Þessi lyf
eru mjög dýr og það var niðurstaða þeirra sérfræðinga sem í
nefndinni sátu, og reyndar margra fleiri, að nýju lyfin séu ekkert
árangursríkari en eldri lyf. Ýmsar aukaverkanir fylgja þeim og það er
hætta á að fólk sem byrjar að taka þau lendi í vítahring eftir ákveð-
inn tíma," segir Eggert.
Læknar jákvæðir gagnvart lyfjunum
Hans Jakob Beck sérfræðingur í lyflækningum gerði skoðanakönn-
un á meðal heimilislækna og geðlækna sem starfa utan sjúkrahúsa
hér á landi um notkun geðdeyfðarlyfja. Könnunin er liður í mastersrit-
gerð hans við nám í heilbrigðisfræðum í Hollandi og var svarhlutfall-
ið 75%. Könnunin leiðir í Ijós að viðhorf heimilislækna og geðlækna
til nýju geðdeyfðarlyfjanna er mjög líkt. Þeir eru jákvæðir gagnvart
lyfjunum og telja sig hafa góða reynslu af þeim. Þegar spurt var hvað
réði vali læknis þegar mismunandi geðdeyfðarlyf komu til greina,
sögðu langflestir að það væru aukaverkanir lyfsins en mjög fáir
nefndu kostnað.
„( langflestum tilfellum var þunglyndi ástæða þess að vísað var á
lyfin,” sagði Hans Jakob. „Oftar var vægara þungiyndi nefnt í svörum
heimilislæknanna en erfiðara þunglyndi þegar geðlæknarnir svöruðu,
eins og vænta mátti. Læknarnir sögðust greina þunglyndi oftar nú en
áður og töldu einnig að sjúklingar sínir nefndu þunglyndi að fyrra
bragði sem vandamál oftar nú en fyrir nokkrum árum.
Ég velti því fyrir mér hvort aukin umræða um nýju lyfin virki hvetj-
andi á þá sem leita læknis eða hefði jafnvel áhrif á viðhorf læknanna.
Ég spurði læknana hvaðan þeir teldu sig hafa fengið fræðslu um nýju
geðdeyfðarlyfin. Langflestir nefndu læknisfræðirit og óháða fræðslu-
fundi. Menn gerðu lítið úr áhrifum lyfjafyrirtækjanna og svo til enginn
nefndi fjölmiðla í þessu sambandi,” sagði Hans Jakob Beck.
HvaÖ er til ráða?
í skýrslu nefndar heilbrigðisráðuneytisins erfjallað um auglýsingar og
kynningar á lyfjum og vísað í norska athugun þar sem fram kemur
hve háum fjárhæðum er varið í lyfjakynningar þar í landi. Samsvar-
andi tölur hér á landi væru að um 500 milljónum króna væri eytt til
kynninga á lyfjum á hverju ári. „Lyfjafyrirtæki myndu ekki eyða svo
miklum fjármunum f lyfjaauglýsingar og kynningar ef þær hefðu ekki
áhrif. Kynningar á lyfjum eru einnig af viðskiptaástæðum gefnar út
sem fréttatilkynningar og/eða vísindagreinar í oft á tíðum virtum vís-
indatímaritum. Flestar vísindaráðstefnur eru fjármagnaðar af lyfjaiðn-
aðinum. Skilin milli áróðurs og hlutlausra upplýsinga eru ekki alltaf
skýr,” segir í skýrslunni.
En hvað er til ráða? Meðal þess sem nefndin leggur til er að fund-
ið verði út hver árangur þessarar miklu lyfjanotkunar er og leggur til
nokkrar rannsóknir í því efni, t.d. rannsókn á þunglyndis- og kvíða-
röskunum, eins og gert var 1984; rannsókn á ástæðum þeim sem
læknar hafa fyrir ávísunum á geðdeyfðarlyf og rannsókn á heilsu
þeirra sjúklinga sem fengið hafa ávísun á lyfin. Hvatt er til aukinnar
fræðslu um einkenni þunglyndisraskana og meðferðarmöguleika,
sérstaklega meðal ungs fólks sem ef til vill fær ónóga meðferð, þrátt
fyrir stóraukna notkun geðdeyfðarlyfja. Bent er á nauðsyn þess að
koma á samráði geðlækna og heilsugæslulækna til að setja fram
leiðbeiningar um hvaða meðferð skuli beitt við þunglyndis- og kvíða-
röskunum, hvaða lyf skuli valin, hvers vegna og í hvaða skömmtum.
Að lokum er bent á nauðsyn þess að ný meðferðarform verði kynnt
á vegum landlæknis en ekki eingöngu á vegum lyfjaframleiðenda.
„í þessu sambandi er vert að benda á að það er nokkurt áhyggju-
efni hversu mikið ýmis viðhaldsmenntun og nauðsynlegt ráðstefnu-
hald lækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna eru orðin háð fjárfram-
lögum lyfjaiðnaðarins,” segir í skýrslunni.
EÞ
7