Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 58

Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 58
Frá vinstri, Anna Þóra, Eddi, Sigrún, Ása Björk, Þóra Lovísa, Hrafnhildur og Hannes. Fyrir framan er Hallur. Bomsurnar göngu- og ferðahópur kvenna. ^pÖDÍp Vísir að skemmtilegum kvennaferðahópi varð til í lok sumarnámskeiðs sem hald- ið van í Danmörku árið 1988. Þar kynntust nokkrir íslenskir myndmenntakenn- arar, þær Ása Björk, Anna Þóra, Sigrún, Þóra Lovísa og Hrafnhildur, hressar kon- ur á fertugs- og fimmtugs aldri. Að námskeiðinu loknu áttu þær stöllur nokkra frí- daga í Danmörku áður en heim skyldi haldið. Þá fékk Ása Björk Snorradóttir þá hugmynd að leigður yrði bíla- leigubíll og haldið í skoðunar- ferð um Danmörku. Þetta varð stórskemmtileg ferð, og vísir að öflugu ferðafé- lagi, Bomsunum, sem nú hefur starfað hérlendis í rúm 10 ár. Næsta ferð, á eftir Danmerkurreisunni, var skipulögð eftir að einn af Dönun- um frá námskeiðinu hafði samband við Þóru Lovísu. Hann vantaði jeppa í Is- landsferð og gat Ása Björg bjargað því, því hún á jeppa. í þá ferð slógust líka áðurnefnd- ar konur ásamt nokkrum Bandaríkjamönn- Ása Björk Snorradóttir á dráttarvéi fyrir utan kirkjuna í Flatey. um. Þar með voru Bomsurnar aftur komnar á ferð, fimm konur ásamt fylgifiskum. Það er reyndar saga að segja frá því hvernig nafngift hópsins kom til. Bomsu- nafnið er nefnilega ekki bara út í bláinn. Eig- inmaður einnar úr hópnum, frekar fótnettur náungi, leit eitt sinn við hjá Hvannbergs- bræðrum og spurði um bomsur. Hann keypti stærsta parið sem fékkst, nr. 48, afgreiðslu- konunni tii mikillar undrunar. Bomsan var gerð að tákni félagsins, hún er látin ganga á milli meðlima og sú sem er með bomsuna hjá sér hverju sinni á að skipuleggja næstu ferð. En án jeppans hennar Ásu Bjarkar, hans Alexanders Mencikoff, hefði félagið aldrei orðið jafn öflugt og raun ber vitni. Á þessum góða rússajeppa, árgerð 1987, var fyrsta ferð félagsins farin hérlendis og allar götur síðan hefur hann verið helsti fararskjótinn. Oft hafa fleiri ökutæki slegist í förina, en Al- exander er ávallt í fararbroddi og Ása Björk sjálf undir stýri. Henni finnst ásæðulaust að karlar aki alitaf þegar hjón þeysa um sveitir landsins. Hún veigrar sér ekki við að aka trukkinum yfir fjöll og firnindi, og ef eitthvað bilar getur hún oftast bjargað málunum. Enda eru Bomsurnar fyrst og fremst kvenna- félag og þær verða að geta bjargað sér. Karl- arnir þeirra og börnin fá að koma með, þeg- ar það hentar. Að jafnaði fer hópurinn í eitt gott ferðalag hvert sumar. Þær hafa víða farið, meðal ann- ars norður Kjöl og inn á Öræfin. Yfir vetrar- mánuðina hittast þær stöllur mánaðarlega. Þá er farið i góða dagsferð, út fyrir bæjar- mörkin, og áhersla lögð á góða útivist og hreyfingu. Gjarnan er farið saman í kaffi eða mat í dagslok. Stundum fara Bomsurnar líka í sumarbústað til að njóta samvista og hvíla sig. Ása Björk segir það ákaflega gefandi að tilheyra svona góðum ferðahópi. Hún segir að Bomsurnar séu trúnaðarvinkonur þó þær hittist yfirleitt bara í ferðunum. Einar á ferð úti í náttúrunni skrafa þær gjarnan um hugðar- efni líðandi stundar. Tími barneigna og barnauppeldis er liðinn og annað hefur tekið við. Sumar eiga aldraða foreldra sem þarfn- ast umönnunar, ein gekk í gegnum hjóna- skilnað, svo er það breytingaskeiðið, barna- börnin og ótal margt fleira. Ása Björk segir að ferð með Bomsunum jafnist á við með- ferð hjá sálfræðingi. Það sé svo gott að geta trúað góðum vinkonum fyrir því sem manni liggur á hjarta. Eftirminnilegasta ferð Bomsanna var farin sumarið 1989. Er saga ferðarinnar skrásett og fallega myndskreytt í dagbók félagsins, sem Ása Björk heldur. Þessi ferð átti upp- runalega að vera stutt helgarferð en endaði sem 14 daga ferðalag. Hópurinn taldi 18 manns i upphafi og áfangastaðurinn var Hveravellir. En suma langaði að halda áfram og það varð úr að Bomsukonur, ásamt einni lítilli fjölskyldu, héldu áfram norður Kjöl, til Akureyrar og þaðan óku þær Öræfin austur á firði. í dagbókinni segir frá áningu á fögrum stöðum, bátsferðum, böðum, göngum, mat- artilbúningi og ýmsu öðru skemmtilegu. Loks var ekið í vesturátt, heim á leið. í lok ferðarinnar fékk karlmaðurinn, sem ók á eftir Alexander alla leiðina, afhenta sérstaka við- urkenningu - „Alexandersorðuna”- fyrir ein- staka Ijúfmennsku á ferðalaginu. Af lestri dagbókarinnar má sjá að þarna var á ferð fólk sem kann að njóta lífsins, í fallegri sveit. Enda varla hægt að hugsa sér betri skemmt- un en góðan félagsskap í fallegu umhverfi. VERA óskar Bomsunum og jeppanum Alex- ander langlífis og góðrar ferðar á nýjum slóð- um. VSV 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.