Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 54
Matur og næring
eftir Önnu Elísabetu Ólafsdóttur
Grillaður matur
Fyrir páska kom Elísabet Þor-
geirsdóttir ritsjóri Veru að
máli við mig og spurði hvort
ég væri tilbúin að skrifa
nokkra pistla um mat og nær-
ingu í Veru. Eftir smá um-
hugsun ákvað ég að láta slag
standa og og skrifa nokkra
pistla. Það er margt sem hægt
er að skrifa um hvað varðar
mat og næringu og oftar en
ekki erfiðara að ákveða um
hvað skuli fjalla en að taka á
efninu sjálfu. Ef það er eitt-
hvað ákveðið efni sem les-
endur hafa áhuga á að fjallað
verði um þá hvet ég til að því
verði komið á framfæri til
Veru og mun ég þá reyna að
taka tillit til þess þegar pistla-
efni er valið.
essi árstími er minn uppáhalds tími.
Daginn er farið að lengja, sólin
lengur á lofti, hitinn að hækka og
grillþefinn farið að leggja oftar um ná-
grennið. í tilefni af þessu ákvað ég að
skrifa minn fyrsta pistil um grillaðan mat.
Ástæðan er einkum sú að mér finnst
skorta á fjölbreytni á grillmat hjá okkur (s-
lendingum. Kjöt, nýtt eða marínerað, er
algengt á grillið með bökuðum kartöflum,
salati og sósum. í rauninni er það býsna
margt annað sem maður getur sett á
grillið. Mat sem má grilla má flokka í kjöt,
fisk, grænmeti, ávexti og brauð og mun
ég hér á eftir fara nokkrum orðum um
þessa matflokka.
Kjöt
Feitt kjöt er ekki gott á grillið. í fyrsta lagi
er kjötfita ekki holl fita þar sem hlutur
harðrar fitu er stór en hörð fita veldur
hækkun á kólesteróli í blóði. í öðru lagi er
fitan orkurík og margir með það litla orku-
þörf að þeir þurfa að gæta sína á að borða
ekki of mikið af fitu. í þriðja lagi þá kvikn-
ar gjarnan I fitunni þegar við grillum feitan
mat. Við hitann lekur fita niður í kolin og
eldur blossar upp. Við brunann verða til
ýmis óholl efni á yfirborði kjötsins sem við
síðan borðum. Því meiri sem bruninn er
þeim mun óhollara.
Að grilla magurt kjöt s.s. hryggvöðva af
lambi, svíni, nauti eða bringur af kjúkling
eða öðrum fugli, eða magurt hakkað kjöt í
borgara, er hinsvegar góður kostur. Kjöt-
ið má grilla ókryddað eða kryddlegið. (
kryddlegi ætti ekki að vera mikið af matar-
olíu því þá eru meiri líkur á bruna eins og
áður sagði. Ekki er gott að salta kjöt fyrir
grillun því saltið dregur safann úr kjötinu
og gerir það þurrara. Þá er flestum orðið
kunnugt um að mikil saltneysla er slæm
fyrir heilsuna. Salt bindur vökva í líkaman-
um og eykur líkur á bjúg og hækkuðum
blóðþrýstingi. Saltþörf manns er 1- 2 g á
dag en ekki er óalgengt að saltneysla
fólks sé 10-12 g á dag. Ýmis krydd önn-
ur eru til s.s. karrý, kóríander, engifer,
graslaukur, hvítlaukur, venjulegur laukur,
steinselja, majoram o.s.frv.
Fiskur
Fiskur er fínn á grill bæði beint á grillið eða
í álþaþþlr og þá gjarnan með kryddjurtum
og ýmsu grænmeti. Ef fiskur er settur
beint á grillið er best að setja hann í fisk-
grind því þá festist hann ekki á grillinu
sjálfu. Fisk má gjarnan láta liggja í krydd-
legi m/sítrónusafa í nokkra stund áður en
grillað er. Sé fiskur grillaður í stórum
stykkjum er gott að skera raufir I fiskinn til
Andlitslyftins með
í: >
&
NOVAFON
- hreint frábœr
Viðbrögð taugaenda húðar, setja í gang blóðstreymi í háræðum. Næringar og súrefnisaukning
ásamt úthreinsun á úrgangsefnum, gerir húðina sléttari, fallegri og mýkri á skömmum tíma.
Að auki vinnur Novafónninn á gigt og vöðvabólgu.
Yfir 500 þúsund ánægðir Danir vitna um það ásamt möri
ÞUMALINA
Snyrli- ng beiIsitvöruihild■
Póslhússtræti I3 v/ Skólabrú sírni 55I 2I36
54