Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 11

Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 11
Alls engin töfralyf Nú hefur mikið verið rætt undanfarið um hin nýju geðdeyfðarlyf, t.d. prozac. Komið hefur i Ijós að notkun geðdeyfðarlyfja hefur aukist gífurlega undanfarin ár. Hvaða reynsla er komin á þessi nýju geðdeyfðarlyf? „Á þessi lyf er komin áratugsreynsla sem er almennt nokkuð hag- stæð og konur virðast reyndar svara þessum lyfjum betur en karlar. Þetta eru þó alls engin töfralyf. Þau eru álíka gagnleg við þunglyndi og eldri lyfin og ekki allra meina bót, eins og stundum er haldið fram í blaðagreinum og sjónvarpi. Þau hafa sína kosti og galla og eru alls ekki laus við aukaverkanir. Aukaverkanir nýju lyfjanna eru þó öðruvísi en af gömlu lyfjunum. Svo að dæmi sé tekið eru þau síður líkleg til þess að valda sleni og þyngdaraukningu og eru hættulítil í of- skömmtum. Áfengisneysla gat verið stórhættuleg með gömlu þung- lyndislyfjunum en minni hætta er á milliverkunum við áfengi af þeim nýju. Nýju lyfin bæta hins vegar ekki svefninn jafn vel og þau gömlu og eru ekki jafn kvíðastillandi í upphafi meðferðar. Algengar auka- verkanir eru meltingartruflanir, ógleði, höfuðverkur, spenna og kyndeyfð. Það er hins vegar íhugunarefni hvers vegna notkun geð- deyfðarlyfja hefur aukist svona mikið. Hér á landi er mun meiri neysla á geðdeyfðarlyfjum en í nágrannalöndunum en þó er ekki að sjá að þunglyndi sé neitt algengara hjá okkur. Kannski meðhöndlum við þunglyndið betur en nágrannar okkar. Kannski gefum við of mik- ið af lyfjum.” Eru heimilislæknar kannski of fljótir á sér að gefa þessi lyf? Væri ekki betra að reyna aðrar aðferðir fyrst? „Ég veit það ekki. Þeir gefa hins vegar út mikinn meirihluta þessara ás „Eðlilegt þunglyndi stafar af sárum tilfinningum við áföll, ástvinamissi, vonbrigði eða annað mótlæti í lífinu. Það líður hjá og lagast af sjálfu sér, oft með stuðningi ættingja og vina til dæm- is í sorg. Eiginlegt þunglyndi eða geðlægð þróast yfirleitt út frá þessum eðlilegu viðbrögðum við mótlæti en getur þó lika komið án framkallandi þátta i umhverfi. Það „einkennist af mikilli van- líðan sem sjúkiingurinn lýsir oftast sem dapurleika en getur birst sem algert áhugaleysi á lífinu. Önnur einkenni dæmigerð fyrir geðlægð fylgja með, svo sem breytingar á matarlyst og svefni, eirðarleysi og spenna eða seinkun á hugsunum, tali og hreyfing- um, mikil þreyta, léleg einþeiting og óákveðni, sektarkennd og/eða vanmetakennd, dauðahugsanir og /eða sjálfsvígshugsan- ir. Samkvæmt bandarísku greiningarkerfi (DSM-IV) sem læknar styðjast oft við, þarf einstaklingur að hafa haft a.m.k. fimm af áð- urgreindum einkennum í tvær vikur samfleytt til að greinast með geðlægð.” Úr grein Halldóru Ólafsdóttur geðlæknis í ritinu Heilsufar kvenna. lyfja, allt að 80%. Ef til vill erum við læknar almennt of fljót á okkur og gefum okkur of lítinn tíma til að huga að öðrum leiðum. Það er svo auðvelt að taka bara um lyfseðlablokkina. Margar vægari teg- undir þunglyndis koma í kjölfar áfalla, langvinns álags eða annarra erfiðleika í lífinu. Sum þessi köst ganga yfir af sjálfu sér með stuðn- ingi ættingja og vina og aðrir geta fengið mjög góða bót með viðtöl- um við fagfólk. Því má samt ekki gleyma að lyfin eru afar gagnleg fyrir mikinn fjölda fólks og ekki síst þegar þunglyndi er alvarlegt, Þanhig notar bú endurvinnsluslöft ópóiitískt Þannlg á aö o Timbur flokka úrgang Q Dagblöð, tímarit, skrifstofupappír O Bylgjupappi () Fernur 0 Málmar 0 Garöaúrgangur O Grjót, gler og burðarhæfur jarðvegur Q Nytjahlutir o Hjólbarðar (£) Teppi, dýnur (D Grófur, óbagganlegur úrgangur © Annar bagganlegur heimilisúrgangur © Kælitæki © Vörubretti © Skilagjaldsumbúðir © Klæði © Skór © Spilliefni Þú ferð með forflokkaðan úrgang á rampa aö gám sem merktur er úrganginum sem þú ætlar að losa. Ef þú ert með fleiri tegundir úrgangs losar þú hverja fyrir sig í gáma merkta þeim úrgangi. Atvinnulifið greiðir fyrir allan úrgang. Úrgangur frá almenningi er gjaldfrír með undantekningum af • úrgangi frá byggingu og breytingu húsa • úrgangi frá húsdýrahaldi • lagerum yfirteknum við húsakaup. Greiðsluskyldur úrgangur er mældur upp og þú greiðir fyrir þjónustuna að lokinni afgreiðslu. flokkakerfi Vissir þú að 70% af úrgangnum sem kemur inn á endurvinnslustöðvar SORPU fer til endurnotkunar og/eða endurvinnslu. Upplýsingar um afgreiðslutíma endurvinnslustöðvanna er að finna í simaskránni, dagbók Morgunblaðsins og Gulu Línunni. Upplýsingabæklingar SORPU liggja frammi á endurvinnslustöðvum. Hvenær er oplö? Á veturna: 16. ág. -15. maí kl. 12:30 -19:30 Á sumrin: 16. maí -15. ág. kl. 12:30-21:00 Að auki eru stöðvarnar við Ánanaust, Sævarhöfða og í Garðabæ opnar frá kl. 08:00 á virkum dögum. SORPEYÐING HÖFUOBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi • Box 12100 • 132 Reykjavík Slmi 520 2200 • Bréfasími 520 2209 • www.sorpa.is 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.