Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 52

Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 52
eftir líkt og undan öflugri vindhviðu og léttilega svignar hún á grönnum leggjum sínum og hallar sér þéttar upp að stólpanum. í fyrstu starir hún beint í augu hans eins og hún geti ekki litið undan. Svo drúpir hún höfði. Hún gengur á undan að skúrnum handan við húsið. Enn heldur hún bókunum létt að mjöðminni og hann hvessir augun er þau fylgja eftir litlum grunnum sporum hennar í rykinu. Dökk húð hennar fær á sig koparblæ og handleggirnir eru sem ílangir, gullnir ávextir sem taka á sig og varpa frá sér litbrigðum sökkvandi sólar. Vægðarlaust rekur hann hana framhjá siginni fjalahurðinni, harðneskjulega hrindir hann henni niður í rykið. Hún er sem ungur, rótlaus pílviður í höndum hans, veitir ekki viðnám og því lemur hann hana lengi með beisli úr hesthúsinu og þar sem sylgjurnar skella sprettur upp blóð sem ber við gulbrúna húð hennar, flæðir svo yfir og liðast niður í rykið á gólfinu. Hann staulast máttvana í skugga trjánna í átt að húsinu, reynir að líta biðjandi til stjarnanna en himininn er alskýjaður og regnið streymir um eyru hans og hann er gegndrepa þegar hann kemur að tröppunum bak við húsið. Hundarnir hlaupa hamslausir og hungraðir á blautum pallinum og þótt hann gefi þeim að éta víkja þeir sér allir undan er hann gerir fálmandi tilraun til að klóra þeim. Áhugaiaus horfir hann á þá éta og hlustar á vindinn hvína í trjátoppunum. Skjálfandi af kulda gengur hann í gegnum húsið út á veröndina og tekur upp blauta byssuna og sest með hana í kjöltuna og ruggar henni fram og aftur á hnjám sér líkt og barni. Það er gegnvott en hann getur greint „Ég elska þig” skrifað styrkri hendi yfir bláa síðu bréfsins. Hann hatar jafnvel sjálft bréfsefnið og krumpar það saman í lófanum. Regnvot vindhviöa lyftir því létt og heldur því samanhnoðuðu upp að strekktu, silfurlitu flugnanetinu á veröndinni. Hann verður feginn þegar vindurinn yfirgefur það og skilur það eftir vatnssósa og linkulegt á hálum blautum fjölunum undir fótum hans. Hann hvílir hálsinn þunglega á stólbakinu. Orð bréfsins - bréfs hennar til hvíta djöfulsins sem hefur hafnað henni til að giftast einni af eigin kynstofni - renna í gegnum huga hans. „Afbrýðisemi er það að vera óöruggur vegna einhvers sem aldrei hefur og mun líklega aldrei tilheyra þér.” Votur dvínandi máni þekur himininn áður en hann dottar. Tíðar kirkjuferðir breyttu ekki háttum hennar. Bænir gátu ekki svalað hennar innri þorsta. Falleg og þögul, en svipt eðlislægri von ef ekki hæfileikanum til að elska, virtist hún lifa í heimi tvöfaldra mynda líkt og hún sæi hann ávallt með tárvotum augum. Er kristin trú flæddi yfir ómótaðar hugsanir hennar, skerpti hún liti þeirra og gaf þeim form en hinn forherti grófleiki Suðurríkjanna, sem í trúnni bjó, féll í grýttan jarðveg og angistarfullri eigingirninni tókst ekki að smjúga inn í hina djúpu undirheima huga hennar. Þegar hún var beðin um að láta af saklausum háttum sínum að skoða látlaus blóm, gat hún aðeins þráð þeim mun heitar að snerta glóandi blómhnappana sem lifðu og dóu í laufskrúðinu í fjarska, sem risu og hnigu eins og stjörnurnar sem hún heyrði um, sem komu, voru og fóru aftur, ávallt utan seilingar. Hún einblíndi oft og ákaft inn í fílabeinshvít hjörtu fallinna magnolíublóma og leitaði svars við spurningunni sem hafði í raun aldrei verið skilgreind, þótt ætlast væri til að hún þekkti hana, en hún lærði aðeins af þessu að hið fallna blóm er einna ákafast hatað, auðsærðast. Seiðandi angan blóma Sólin Næsta morgun vaknar hann limastirður eftir svefninn, sér að heimurinn er nýbaðaður en samur við sig, reikar um húsið og skoðar gamlar Ijósmyndir. ( möttum, gylltum ramma er andlit hennar með ávölum línum ferskjunnar, stór, líflaus augu hinnar fallegu Dóttur, hans fyrstu ástar. í fyrsta sinn leggur hann myndina niður og eigrar síðan hugsi um húsið eins og svefngengill. Við bakdyrnar rennir hann fingrunum yfir langt blaðið á vasahníf sínum og stingur honum, varfærinn og yfirbugaður, í vasa sinn. Líkt og maður, sem bíður endaloka sinna, sem verða að lúta fornum lögmálum vitfirringar, veit hann að uppgjöf er eins konar dauðdagi. Aðdragandi hinnar hinstu stundar. Hann gengur af stað í áttina að skúrnum. Augu hans stara með örvæntingarfullri rósemi fiska sem dregnir eru úr vatni og berjast hamstola um á þurru landi með líkama sínum en ekki augum. Hann finnur hana vakandi í skúrnum og hún liggur lengi í sömu stellingu og áður, dökk augu hennar endurspegla himininn um opnar dyrnar. Þegar hún lítur á hann sér hann ekki hatur, en það er ekki heldur uppgjöf sem hann les í andliti hennar. Þögul bið gærdagsins er horfin og þrátt fyrir blóðið er hún sterkleg að sjá og svart, rakt hárið, sem flæðir óbundið á moldargólfinu, æsir hann og óttinn sem hún hefur fundið til um nóttina jafnast ekkert á við það sem hún les nú úr þöndum augum hans. Þegar það rennur upp fyrir honum að hún er dóttir hans en ekki Dóttir, hans fyrsta ást, biður hann hana rámur að afneita bréfinu. Afneita bréfinu; pappírinn étinn og blekið drukkið, orðin aldrei endurheimt. Munnur hennar geiflast í glott Dóttur. Hún segir lágt nei. Nei, einfaldlega, tómlega, endanlega. Nei. Kvalin rís hún hægt á fætur og nálgast hann ógnandi en hefur varla fyrir því að líta á hann, hún endurspeglar hann hljóðlaust, miskunnarlaust með svörtum tjörnum augna sinna. „Er að fara,” segir hún, eins og hún sé þar þegar, og hjarta hans bugast. Hans eina ráð er að berja hana og hún hendist enn einu sinni á jörðina. Óbuguð horfir hún á hann og hann sér að blússa hennar, rennandi blaut af regninu, hefur runnið alveg af öxlunum og stinn, ung brjóstin eru nakin. Hann grípur fyllingu þeirra milli fingra sér og kreistir hægt. Gelt hundanna ærir hann og skyndilega brennur hann af forboðinni girnd. [ angist sinni ýtir hann stúlkunni frá sér eins og maður sem slitur af sér eigin handlegg og með snöggum ristum hnífsins skilur hann eftir tvo blæðandi gíga á stærð við greipaldin á berri, gullinni bringu hennar og fleygir því sem hann finnur í höndum sér til ýlfrandi hundanna. Minningar síðan þá stöðugar og þöglar líkt og spegill endurkasti í dag húkir hann í sama stólnum andspænis veginum. Guli skólabíllinn þyrlar upp rauðum rykskýjum á leið sinni. Ef hann bærir á sér þá getur það verið vegna Dóttur sem dregur fæturna léttilega eftir rauðum, rykugum veginum, dökkt hárið niður á bak og augu hennar horfa íhugandi á brennisóleyjar og stakar, svarteygar súsönnur á leiðinni. Ef hann bærir á sér getur verið að hann sjái sitt eigið barn, svarteyga súsönnu sprottna upp úr jarðveginum sem hún gengur á. Fíngert, fallegt blóm sem vex hvar sem er og blóm sverja engum manni hollustu sína. Ef hann bærir á sér gæti hann séð fornan draum verða að veruleika, sína eigin martröð; svar við spurningu sem enn liggur í loftinu, óskilgreind. Ef hann bærir á sér gæti hann fundið kraftmikinn þyt vespna í kringum höfuð sitt og hugsað um blómlega síðsumardaga og þá tíð er ilmur fyllir loftið grósku. Ef hann bærir á sér gæti hann þurrkað rykið frá flugunum úr líflausum augum sínum. Ef hann bærir á sér gæti hann tekið upp þunga, óhlaðna byssuna og róið henni fram og aftur á hnjám sér, líkt og barni. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.