Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 47
Almenningur á (slandi fékk við og við fréttir
af framgangi stríðsins, ekki lengur á forsíð-
unni heldur mitt inni í blaðinu, innan um all-
ar hinar fréttirnar frá útlöndum. Vesturlanda-
búar höfðu ekki lengur áhuga á stríðinu.
Stríðið í fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu
var orðið hversdagslegt og ekki lengur frétt-
næmt. Fólk gafst upp á að reyna að fylgjast
með því hver lýsti yfir sjálfstæði hvenær og
hver var að berjast við hvern um hvað.
Stríðinu lauk við lítinn áhuga vestrænna
fréttastofa árið 1995. Samið var um frið
með tilstilli bandarískra sendinefnda og
þóttu fréttir um pólitískar tilfæringar friðar-
nefndanna lítið áhugaverð lesning. Síðan þá
hefur lítið heyrst frá ástandinu í fyrrverandi
Júgóslavíu. Reglulega fá íslendingar send-
an lítinn hóp flóttamanna til að fylla upp í
færiböndin í frystihúsunum úti á landi en
annars minnir fátt okkur á stríðið hér á klak-
anum.
Hrund Gunnsteinsdóttir útskrifaðist í vet-
ur með BA í mannfræði frá Háskóla (slands
og fjallaði lokaritgerð hennar, sem hún skrif-
aði undir leiðsögn Sigríðar Dúnu Krist-
mundsdóttur, um óformlega andspyrnu í
fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu. Þar segir
hún frá því sem fjölmiðlar áttu erfitt með að
miðla til okkar á sínum tíma. Hún segir frá
andspyrnu, bæði hópa og einstaklinga, og
frá einstöku hugrekki íbúa fyrrverandi
Júgóslavíu eftir að líf þeirra hrundi skyndi-
lega í ársbyrjun 1991. Fyrir þessa ritgerð,
„H/ð falda handrit:" Óformleg andspyrna í
stríðinu í fyrrverandi Júgóslavíu fékk Hrund
verkefnastyrk Félagsstofnunar stúdenta
sem ætlaður er til að hvetja stúdenta til að
skrifa metnaðarfyllri ritgerðir. Vera tók
Hrund máli og spurði hana nánar út í efni
ritgerðarinnar.
Ritgerð Hrundar var mjög óvenjuleg að
því leyti að öll upplýsingaöflun fór fram á
Internetinu eða fyrir tilstuðlan Netsins. „Ég
fékk kannski eitt veffang þegar ég var að
skoða heimasíðu, skrifaði þeim aðila og
bað um að þeir skrifuðu til baka. Flestir tóku
þessu mjög vel og dreifðu jafnvel veffang-
inu mínu til annarra aðila. Fólk, sem ég hafði
kannski aldrei heyrt um, sendi mér bréf,
upplýsingar og ábendingar um heimildir.
Flestir voru mjög áhugasamir um þessa rit-
gerð og það hjálpaði mér mjög mikið hve
tilbúið fólk var til að hjálpa.” Þessi ritgerð
hefur hlotið athygli hér á landi fyrir það að
vera skrifuð nær eingöngu fyrir tilstuðlan
Netsins. „Það mætti jafnvel kalla hana raf-
ræna ritgerð."
Hrund ákvað að hafa frásögnina af and-
spyrnunni persónulega. Hún nefnir yfirleitt
ekki tölur í ritgerðinni. „Flestum sem ég tal-
aði við eða las um fannst tölurnar ekki
skipta máli. Þegar fólk lendir í þvílíkum
hremmingum sem stríðið í fyrrverandi
Júgóslavíu var, skiptir það ekki máli að svo
og svo margir dóu þennan daginn eða hinn.
Hver einasti einstaklingur í fyrrverandi
Júgóslavíu hefur sína eigin sögu að segja.
Ég vildi því tala út frá einstaklingnum. Þeg-
ar ég skrifaði um andspyrnuhreyfingar þá
ákvað ég að skrifa út frá einstaklingnum
innan hreyfingarinnar. Ég vildi hafa ritgerð-
ina mína persónulega en jafnframt lýsandi
fyrir andspyrnuhreyfinguna í heild sinni.
Stundum kom það síðan fyrir að ég þurfti að
fara heim og taka pásu eftir að hafa lesið
um átakanlegustu atvikin.”
Mannréttindahópar
Berjast GEGN HeiLA-
ÞVOTT I
Ritgerð Hrundar fjallar um óformlega and-
spyrnu í fyrrverandi lýðveldum Júgóslavíu.
Skilgreiningin á óformlegri andspyrnu er sú
andspyrna sem á sér stað meðal fólks sem
hefur ekki lögbundið vald í höndum. Fólk
sem veitti andspyrnu var af öllum stéttum,
trúarbrögðum og þjóðerni. „Allir sem veittu
andspyrnu og ég fékk spurnir af eru á móti
þjóðernisrembingi. Þegar stríðið milli fyrr-
verandi lýðvelda Júgóslavíu hófst, hófu rík-
isstjórnirnar mikla áróðursherferð.
Serbneska ríkisstjórnin sagði Serbum að
Króatar væru óvinir og króatíska stjórnin að
Serbar væru óvinir, o.s.frv. Á sama tíma voru
samskiptin milli lýðveldanna stórlega heft
Tákn heilagrar
þrenningar
KROSSINN
Núfáanlegnr sem bindisnœla.
Til styrktar blindum
Fœst um allt land
Dreifingaraðili:
BLINDRAFELAGIÐ
SAMTÖK BLINDRA OG SJÓNSKERTRA Á ÍSLANDI
Hiimrahlíð 17. Reykjavik
S. 525-0000
Skínandi fögur
• S 1 • <• />
jolagjoj
47