Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 26
blaðanna er miklu sjálfstæðari; hún er oftast á leiðinni að marki öðru en því
að ná í mann, þó það falli að sjálfsögðu einnig inn í áætlanir hennar. Þarna
var konan oftlega sýnd sem stefnufestan dæmigerð og skapgerðarein-
kenni hennar voru rétt eins mikilvæg og sjálft útlitið. Síðan fer myndin að
breytast; viðhorf þjóðsögunnar um konuna taka að breiðast út, blönduð
gömlum fordómum og notalegum erfðavenjum sem láta fortíðina ná eins-
konar steinbítstaki á framtíðinni. Þjóðsagan segir að uppfylling hins kven-
lega hlutverks hverrar konu sé mikilvægasta inntakið í lífi hverrar konu og
það sé helgasta skylda hennar að rækja það. Það kunni aldrei góðri lukku
O^omon
ITALSKIR GÖNGUSKÓR
CrtetsMu
Leður.
Sympatex vatnsvarðir
Þyngd 840 gr. parið.
Sterkir, léttir,
góðir í lengri göngur.
Jura
Rússkinn.Sympatex.
Léttir, fóðraðir og
einstaklega þægilegir.
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
Eyjaslóð 7 Reykjavík s. 5 I I 2200
að stýra að víkja af þeirri braut. Undirrót og orsök vanda-
mála kvenna sé að þær hafi reynt að líkjast karlmanninum,
feta-sömu slóð og hann í stað þess að lifa í samræmi við
sitt eigið kvenlega eðli. Þjóðsagan verður sumsé einskonar *
uppskrift eða munstur fyrir líf kvennanna, sem þeim ber svo
að laga sig að.
Betty Friedan rifjar það upp er hún var að hefja störf sín
og ritmennsku við vikublöðin kringum 1950 að þá hafi rit-
stjórarnir, sem oftast voru karlmenn, litið á það sem bein-
harða staðreynd að konur hefðu ekki áhuga á neinu sem
héti stjórnmál, alþjóðamál, listir, vísindi, heimspeki, fræði-
störf neinskonar eða yfirleitt á veröldinni utan heimilisins og
við þetta yrðu þeir að miða skrif sín sem framreiddu efnið
fyrir þær á síðum kvennablaðanna. Ætti á annað borð að
fjalla um einhverja abstrakt hugmynd, sem ekki þótti þó alt-
énd ráðlegt, yrði nauðsynlega að umskrifa hana niður í
áþreifanleg smáatriði, ef konur ættu að geta verið með á
nótunum. Vildi nú einhver vekja athygli þeirra á hættum
atómaldar, myndi grein sem héti „Barnsfæðing í neðanjarð-
arbyrgi” ná að vekja áhuga kvenna þar sem þær ættu svo
hægt með að setja sér öll smáatriði þar að lútandi fyrir hug-
skotssjónir, en þær áttu samkvæmt þessu ekki að vera fær-
ar um að tileinka sér hina abstrakt hugmynd um eyðingar-
mátt sprengjunnar, sem gæti útrýmt öllu mannkyni.
Væru skrifaðar greinar um efnahags- eða hagstjórnar-
mál, borgaraleg réttindamál eða kynþáttavandamál myndu
þær koma af fjöllum, hafandi ekki heyrt minnst á annað
eins, auk heldur að áhugi á slíku væri fyrir hendi. Hún telur
einnig að þetta efnisval blaðanna hafi breyst til hins verra á
fyrrgreindu tímabili. Áður birtu þessi sömu blöð greinar um
hin margvíslegustu efni varðandi veröldina utan heimilanna,
sömuleiðis sögur og ritgerðir eftir úrvals höfunda ameríska,
og þetta þótti ekki strembið lesefni úr hófi fram. Nú er aft-
ur á móti líkast því, segir hún, að hin nýja kvenlega ímynd
eigi að vera allsendis ófær um að tileinka sér lesefni sem
mótast af sannsögli, hreinskiptni, djúpt hugsuðum athug-
unum og mannlegum sannindum, sem eru aðal og kenni-
merki allrar vandaðrar ritmennsku og skáldskapar. Ef
dæma skal eftir hinum glæsilegu en innihaldssnauðu
kvennablöðum nútímans lítur helst út fyrir að öll ytri smáat-
riði í lífi kvenna séu stórum áhugaverðari en hugsanir þeirra
og skoðanir. Eða á allur þessi ytri glans einungis að hylja
tómleikann og leiðann sem fer sífellt vaxandi meðal hús-
mæðra, innihaldsleysið í tilveru þeirra?
ENDAS KIPTI
Hún rifjar einnig upp ræðu sem sjálfur Adlai Stevenson hélt
við skólaslit í Smith College árið 1955 og varsíðan birt í víð-
lesnu kvennablaði. Þar visar hann eindregið á bug þeirri
kröfu skólagenginna kvenna að eiga sjálfstæðan hlut að
vettvangi stjórnmálanna. „Hlutur nútímakonunnar og fram-
lag til stjórnmálanna á sér stað í stöðu hennar sem eigin-
kona og móðir,” sagði hinn frjálslyndi demókrati. „Það sem
vantar er bara að konan meti þessa aðstöðu sjálf, t.d. hve ■
vel menntaðar konur hafa einstaka möguleika til þess að
hafa heillavænleg áhrif á eiginmann og son.”
Það er augljóst, heldur rithöfundur áfram, að eigin innri
rök þjóðsögunnar hafa algerlega umsnúið viðhorfum
manna og haft endaskipti á vandamálum kvenna. Áður fyrr
var barist fyrir því að á konuna væri litið sem jafningja karl-
mannsins, og jafnir möguleikar henni til handa voru tak-
markið, sem stefnt var að. Þá voru hindranir á þeirri leið hin
raunverulegu vandamál sem bar að leysa. Nú á dögum er
aftur á móti langhelst litið á konuna innan þess ramma sem
26