Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 21

Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 21
HEILSUEFLING I BLÚÐBANKANUM - kvennablóð vantar <9 BLÓÐBANKINN Litla, dökka húsið sem stend- ur á horni Barónsstígs og Ei- ríksgötu lætur lítið yfir sér. Heiti þess - Blóðbankinn - er svolítið drungalegt en skond- ið í aðra röndina. Það minnir á Drakúla greifa og að blóð sé í banka bendir til þess að það sé vel geymt. Einnig sér mað- ur fyrir sér talsvert magn af þessum dularfulla, dýrmæta / vökva sem rennur í sífellu um æðar okkar og geymir mikla vitneskju um heilsufar. Ég viðurkenni hér með að það hefur aldrei hvarflað að mér að gefa blóð, þó að ég hafi fyrir löngu ákveðið að gerast líffæragjafi, (en þó ekki fyrr en ég verð orðin alveg meðvit- undariaus). Mér er frekar illa við sprautur og trúlega hef ég lifað í trausti þess að blóð- birgðir væru nógar og að ef ég þyrfti blóðgjafar við kæmi hún á færibandi. Hús Blóð- bankans er í mínu hverfi, í Þingholtunum í Reykjavík, og þó ég hafi ótal sinnum gengið framhjá því hef ég í raun aldrei hugleitt hve merkilegt starf fer þar fram. Inafni VERU knúði ég svo dyra á dögun- um. Þar tóku á móti mér tvær hlýlegar konur, hjúkrunarfræðingarnir Sigríður Ósk Lárusdóttir og Hildur Ragnarsdóttir. Þær stöllur sögðu mér margt fróðlegt um starfsemi Blóðbankans og heilsueflingu hjá þeim. Það kom mér á óvart hve þörfin fyrir fleiri blóðgjafa er brýn og einnig sú stað- reynd að konur eru í miklum minnihluta þeirra sem gefa blóð. Blóðbankinn hefur starfað samfleytt frá árinu 1953. Þá voru starfsmenn hans sex en nú eru þeir orðnir 39. Litla húsið er fyrir löngu orðið of þröngt og þar er hver fermetri ger- nýttur. En tækjabúnaður og starfsemi Blóð- bankans er fyrsta flokks og starfað er sam- kvæmt stöðlum frá Evrópuráðinu. Blóðbanki er einnig starfræktur á Akureyri en til að anna eftirspurn þurfa starfsmenn í Reykjavík að fara reglulega út á land til að safna blóði. Þörfin fyrir blóðgjafir hefur vaxið jafnt og þétt samfara þróun læknisfræðinnar. Við skurð- lækningar, vegna slysa og blæðinga eru blóðgjafir lífsnauðsynlegar, en krabbameins- sjúklingar þurfa einnig mikið á blóðgjöf að halda. Fyrstu árin var að jafnaði safnað um 1000 einingum af blóði, en árið 1998 voru þær orðnar 14.000. Einungis 3-4% íslend- inga eru nú blóðgjafar og því verður hver og einn að gefa oft blóð til að fullnægja megi þörfinni. Það er bæði tímafrekt og kostnað- arsamt fyrir Blóðbankann að útvega blóð- gjafa og nú eru að jafnaði send út u.þ.b. 200 bréf daglega til að hvetja fólk til að koma. Þörfin fyrir nýja blóðgjafa er greinilega afar brýn. 90% blóðgjafa eru karlmenn Hérlendis eru 90% blóðgjafa karlmenn en konur aðeins 10%. Járnbirgðir kvenna eru að vísu minni en karla en hér ríkir hróplegt misræmi í hlutfalli kynjanna við blóðgjafir. Það er athyglisvert því að t.d. í Noregi og Finnlandi eru konur meirihluti gefenda. Af einhverjum ástæðum hafa konurnar þar van- ist því að gefa blóð. Hérlendis virðist hins vegar ríkja sú hefð að það sé karlmannlegt að gefa blóð og margir halda e.t.v. að konur séu ekki aflögufærar vegna tíðablæðinga. En því er hreint ekki svo farið. Þær Hildur og Sigríður segja mér að það sé beinlínis hollt báðum kynjum að gefa blóð. Við blóðtöku örvi líkaminn beinmerg til starfa og að við séum fljót að vinna upp það blóð sem við missum við gjöf, (450 ml í senn). Allar hraustar og hressar konur á aldrinum 18-60 ára, sem ekki taka lyf, ættu að geta gefið blóð, að barnshafandi konum undanskildum því þær þurfa á öllu sínu að halda á með- göngunni og í eitt ár eftir fæðingu. Að sjálf- sögðu er heilsufarssaga allra blóðgjafa skoðuð fyrir blóðtöku og allt blóð er vand- lega rannsakað áður en það er gefið öðrum. Konur mega að jafnaði gefa blóð með þriggja mánaða miilibili, en karlar með fjög- urra mánaða bili. Sjálf blóðgjöfin tekur að- eins 5-8 mfnútur og eftir á er boðið upp á hressingu á kaffistofunni þar sem fólki er ráðlagt að jafna sig í 10 - 15 mínútur eftir hverja gjöf. Að vekja til umhugsunar um eigin lífsstíl Nú eru 30.000 blóðgjafar á skrá hjá Blóð- bankanum en aðeins 9.000 þeirra eru fasta- gestir. Við hin stöndum í mikilli þakkarskuld við þá. Um þessar mundir stendur yfir heilsuefling í Blóðbankanum. Um er að ræða samvinnuverkefni við landlæknis- embættið og heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytið. Verkefnið byggir á íslensku heil- brigðisáætluninni og tekur mið af markmið- um alþjóða heilbrigðisáætlunar innar um „bætt heilbrigði fyrir alla árið 2000.” Tilgang- ur verkefnisins er m.a. að sýna blóðgjöfum þakklæti fyrir framlag þeirra. Með verkefn- inu er ætlunin að stuðla að forvörnum varð- andi heilsufar og að bættum lífsháttum, að vekja gesti og starfsfólk Blóðbankans til um- hugsunar um eigin lífsstíl og að vekja athygli á starfseminni. Markmiðið er að sjálfsögðu einnig að stuðla að stöðugleika blóðbirgða. Ýmis tilboð frá líkamsræktarstöðvum, sund- stöðum og matsölustöðum ásamt heilsu- fræðibæklingum, liggja nú frammi hjá Blóð- bankanum. Vikuna 16.-21. maí verður síð- an efnt til sérstakrar heilsuviku. Hefst hún með Blóðbankahlaupi, þ.e. skemmtiskokki. Þá verður opið hús í Blóðbankanum þar sem boðið verður upp á blóðþrýstings- og blóð- rauðamælingu. Einnig verða sérlega góðar og hollar veitingar á boðstólum þessa daga. Vonandi á heilsuefling Blóðbankans eftir að takast vel. Þetta er vissulega þarft fram- tak og ágóðinn, betri birgðir Blóðbankans, er ávinningur allra landsmanna. Ég hvet alla sem telja sig efnilega blóðgjafa til að taka þátt í heilsuátakinu og heimsækja Blóðbank- ann. Hraustar konur ættu ekki að liggja á liði sínu og gefa blóð ef þær geta. Það hlýtur að vera góð tilfinning að vita að í manni renni gott blóð sem getur bjargað heilsu annarra. VSV 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.