Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 32
x
I 4
Viö skírn yngstu dótturinnar, Árdísar, 1979. Ásdís og Jón
Gústi Jónsson í Steinadal ásamt börnum sínum, f.v. Arnar
Snæberg, Hrafnhildur, Jóhanna, Jón, Svanhildur og Jón
GIsli.
Saknar sveitaballanna
Er lífsbaráttan ekki hörð á Ströndum?
„Jú, vissulega, einkum er barátta bændanna
hörð. Stjórnvöld búa mjög illa að bænda-
stéttinni og þeir sem eru kosnir til að vinna
að hagsmunum hennar virðast alveg missa
minnið, margir hverjir, þegar komið er að því
að þeir gætu hugsanlega haft einhver áhrif á
gang mála. Og jafnvel þeir sem gera sitt
þesta sjá lítinn árangur. Það sýnir bara hvað
það er mikið kjarnafólk í sveitum að það
skuli ekki allt hafa fælst þann stöðuga at-
vinnuróg sem á því dynur.
í þorpunum er þetta öðruvísi, en alls stað-
ar úti á landi er mjög mikið komið undir ein-
staklingnum sjálfum, bæði efnahagslega og
félagslega. Kannske er þar stærsti munurinn
á búsetusvæðunum. í stóru bæjunum á fólk
t.d. ekki á hættu að þessari eða hinni þjón-
ustu við það sé hætt af því að stjórnvöldum
finnst ekki þorga sig að halda henni úti fyrir
svona eða svona fáa eða marga.”
Og hvað með félagslífið?
„Félagslífið gengur svona í bylgjum.
Kannske þarf fólkið bara að hvíla sig öðru
hvoru því félagsstörf útheimta mikla vinnu.
Svo er sótt meira í stóru bæina síðan sam-
göngur bötnuðu, fólk fer í leikhús og á dans-
leiki þar. Sem gamall harmonikuleikari sé ég
eftir því að lítið er orðið um innansveitar-
dansleiki, hin raunverulegu sveitaböll. Það
eru eiginlega bara réttaböllin og þorrablótin
sem halda velli hér í Strandasýslu, ég veit
ekki um önnur héruð. Að hinu leytinu er mik-
ill tvískinnungur í skemmtanakerfinu. Til
dæmis banna ungmennafélögin vín á sínum
heimadansleikjum en taka svo þátt í versl-
unarmannahátíðum þar sem allt flýtur í á-
„Svo er rádid eitthvert
fólk af ödrum landshorn-
um í ábyrgdarstörfin, oft
fólk sem kemur bara med
því hugarfari ad næla sér
í pening á hinni hallæris-
legu landsbyggd svo þad
geti komid sér vel fyrir í
Reykjavík eda farid í fram-
haldsnám til útlanda. ”
fengi. Og svo þetta með aldurstakmarkanir -
hverjir eru að forðast hverja? Á ættarmótun-
um, sem nú eru í tísku og virðast að nokkru
hafa komið í staðinn fyrir sveitaböllin, geta
allir aldurshópar skemmt sér saman, það
þykir bara sjálfsagt mál.”
Of mikil minnimáttarkennd
heimafólks
Hvers vegna hefur landsbyggðin sett niður á
þessari öld, að þínum dómi?
„Ég held að það sé fyrst og fremst vegna
þess að samstöðuna þar hefur vantað. Það
verður að vera órofa samstaða ef einhver ár-
angur á að nást og bara til þess að tekið sé
mark á mönnum. Og svo má fólk ekki vera
að hníga niður af minnimáttarkennd og van-
trausti á sjálfu sér. Unga fólkið sem kann og
veit allt um störfin heima í þorpinu sínu, jafnt
stjórnunarstörf sem önnur störf og hefur
kannske oft unnið þau í forföllum, fæst ekki
til að ráða sig í þau. Svo er ráðið eitthvert
fólk af öðrum landshornum í ábyrgðarstörf-
in, oft fólk sem kemur bara með því hugar-
fari að næla sér í pening á hinni hallærislegu
landsbyggð svo það geti komið sér vel fyrir
í Reykjavík eða farið í framhaldsnám til út-
landa. Það hefur engra hagsmuna að gæta
á staðnum og litlar áhyggjur af framtíð hans.
Ég segi ekki að þetta sé alltaf svona, en
dæmin eru of mörg.”
Og hvað er þá til ráða?
„Ég veðja á ferðaþjónustuna,” segir Ásdís
og hér er hún komin að málefni sem hún
þekkir. Hún var meðal þeirra sem hleyptu af
stokkunum Hólmavíkurhátíðinni á 100 ára
verslunarafmæli staðarins fyrir nokkrum
árum. Þá náðist mikil og góð samstaða og
hátíðin varð glæsileg. Og einn af sonum Ás-
dísar hefur unnið mikið í ferðamálum
Strandamanna. „Ég held,” segir hún „að á
næstu áratugum verði ferðaþjónustan und-
irstöðuatvinnugrein á landsbyggðinni. Hin
eldri og hefðbundnari störf standa ekki und-
ir því lengur. Þá gætu líka hinir burtfluttu,
sem fá oft sting í samviskuna og aka á
hverju sumri í fleiri klukkutíma á misjöfnum
vegum til að komast „heim”, stuðlað að við-
gangi gamla byggðarlagsins síns með því
að nýta þessa þjónustu. Það er ekki vafi að
straumur erlendra ferðamanna mundi líka
aukast ef tekið yrði myndarlega á þessum
málum. Það vantar tilfinnanlega að minnsta
kosti þrjú stór hótel á Vestfirðina, eitt í hverja
sýslu, og þau yrðu að vera opin allt árið.
Þarna eru víða góð skíðasvæði.
Og eitt enn - til allra fréttamanna sem
þetta kunna að lesa: Hættið þessum nei-
kvæða og ömurlega fréttaflutningi af lands-
byggðinni. Ef fyrirtæki úti á landi fer á haus-
inn er þar strax mættur fréttamaður: Er fólk-
ið hér ekki slegið ótta og vonleysi? Er ekki
allt á niðurleið? Leggst byggðin ekki bráðum
af?
Það væri tilbreyting að heyra stundum
spurt á þessa leið: Hvað ætlið þið að gera í
ykkar málum? Finnst ykkur ekki mikið á sig
leggjandi til að geta búið á þessum yndis-
lega stað?
Sama hvað það kostar, hinni gatslitnu og
neikvæðu ímynd af landsbyggðinni verðum
við að hafna.”
Mér finnst nú reyndar að á meðan lands-
byggðin á eitthvað af konum eins og Ásdísi
Jónsdóttur sé ástandið ekki svo slæmt.
Fótsnyrtivörur
sem virka
32