Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 10
Geðheilsa kvenna
möguleikar, lægri laun og aðrar samfélagslegar aðstæður, þ.e. verri
staða kvenna i samfélaginu, jafnvel bein áhrif á geðheilsu kvenna?
„Það virðist í fljótu bragði líkleg skýring og sú sem við konur viljum helst
trúa. Hins vegar er flókið mál að sýna fram á þetta með óyggjandi hætti.
Sumir hafa bent á að það er mjög erfitt að vera nægilega hlutlaus í rann-
sóknum sem þessum. Sé rannsakandinn kona er það henni, og öðrum
konum, ef til vill í hag að sýna fram á að kúgun kvenna, lakari þjóðfélags-
staða, verri laun og minni virðing sé tengd aukinni tíðni þunglyndis hjá kon-
um. Sé hins vegar rannsakandinn karlmaður þá mætti hugsa sér að honum
þætti það hagstætt að sýna fram á að konur séu veikgeðja, taugaveiklaðar
og óútreiknanlegar vegna hormónabreytinga. Með þannig rök að vopni er
auðveldara að halda konum áfram í lægri stöðum, bjóða þeim lægri laun
eða halda þeim innan veggja heimilisins."
Þú nefnir líka hormónabúskap kvenna. Hefur pillan jafnvel áhrif á
þunglyndi?
„Hér vantar góðar rannsóknir. Fyrstu tegundir pillunnar gátu klárlega
stuðlað að þunglyndi en það er umdeilt hvort nýrri tegundir hafi þessi áhrif.
Stundum kvarta konur um að þær verði þunglyndar á pillunni og þá er oft
reynt að skipta um tegund eða jafnvel að hætta töku hennar. Við þyrftum
að vita miklu meira um þetta með vissu og einnig hvaða áhrif það hefur að
nota samtímis geðlyf og pilluna eða önnur lyf sem innihalda kvenhormóna.
Hvað varðar kvenhormóna sem gefnir eru á breytingaskeiðinu, þá gefa
■ A Meltingarfæralyf
■ B Blóðlyf
■ C Hjarta-og æðalyf
■ DHúðlyf
G Þvagfæralyf
■ H Hormónalyf
■ J Sýkingalyf
L Æxlishemjandi lyf
■ M Vöðva-og beinal>
■ N Tauga- og geðlyf
■ P Sníklalyf
R Öndunarfæralyf
S Augn-og eyrnalyf
■ V Ýmis lyf
læknar þessi hormónalyf gjarnan við vægum þunglyndisein-
kennum hjá miðaldra konum þótt það sé ósannað mál hver
gagnsemin er. Hér áður fyrr var talið að breytingaskeiðið, og
þá væntanlega lækkandi blóðþéttni kvenhormóna, gæti
stuðlað að þunglyndi hjá konum. En nú er orðið Ijóst að svo
er ekki.”
Eru einkenni þunglyndis mismunandi eftir kyni?
„Flest einkenni eru þau sömu: depurð, áhugaleysi, þreyta, of
lítil eða of mikil matarlyst, svefntruflanir eða ofsvefn, eirðar-
leysi og spenna eða hægar hreyfingar og tal, skert einbeit-
ing, vanmetakennd eða sektarkennd, vonleysi, uppgjöf og
dauða- eða sjálfsvígshugsanir. Sum einkenni eru heldur al-
gengari hjá konum, til dæmis aukin matarlyst og þyngdar-
aukning, ofsvefn, kvíði og pirringur. Einnig er heldur algeng-
ara að konur kvarti um ýmis konar líkamleg einkenni samfara
þunglyndi, eins og höfuðverki, bakverki og verki í útlimum.”
Nú er sjálfsvigstíðni karla hærri en kvenna. Er þunglyndi
þeirra kannski duldara en hjá konum?
„Þetta er góð spurning. Það má hins vegar benda á að kon-
ur gera oftar sjálfsvígstilraunir en karlar og þær eru oftar með
það sem við köllum sjálfseyðileggjandi atferli, eins og það að
vera stöðugt að skera sig og meiða á annan hátt. Þetta með
dulda þunglyndið er hins vegar erfiðara að spá í. Eins og ég
sagði áðan þá er heildartíðni geðraskana svipuð hjá konum
og körlum. Þótt við konurnar séum þunglyndari þá eiga karl-
arnir oftar við áfengissýki að stríða og andfélagslegt atferli er
mun algengara hjá þeim. Kannski liggur eitthvað af „þung-
lyndi” karla þar falið. Hér má nefna að það eru vægari teg-
undir þunglyndis sem eru algengari hjá konum. Vægt þung-
lyndi leiðir síður til innlagna og felur í sér minni röskun á lík-
amsstarfsemi, eins og svefni eða matarlyst. Vægt þunglyndi
getur þó valdið töluvert mikilli vanlíðan og röskun á lífi fólks
og verið afar hamlandi fyrir þann sem verður fyrir því.”
10