Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 12

Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 12
Geðheilsa kvenna DDD/IOOOIb /dag langvinnt eöa síendurtekið. Alvarlegt þunglyndi ætti reyndar alltaf að lækna með lyfjum þótt viðtöl geti reynst þar gagnleg sem hluti af meðferö.” Er nóg að fara til heimilislæknis og segjast líða illa til að fá geð- deyfðarlyf? „Ég vona að það sé ekki nóg. Flestum líður illa af og til, sérstaklega ef eitthvað bjátar á í lífinu. Menn geta fundið fyrir depurð, kvíða, sorg og leiða án þess að um þunglyndi sé að ræða. Það er mikilvægt að greina þessi eðlilegu viðbrögð frá eiginlegu þunglyndi. Hins vegar geta þessi eðlilegu viðbrögð stundum þróast yfir I þunglyndi fái ein- staklingurinn enga aðstoð þegar hann leitar eftir hjálp. Það getur því haft fyrirbyggjandi gildi að auðvelda sjúklingnum að tjá sig um sín vandamál og vinna að úrlausn þeirra, jafnvel þó hann sé ekki talinn vera þunglyndur. Örugglega miklu gagnlegra heldur en að gefa þunglyndislyf þegar ekki er um eiginlegt þunglyndi að ræða. Á hinn bóginn fer greining á þunglyndi eftir ákveðnum skilmerkjum sem eru mjög skýr. Stundum geta þó líkamlegir sjúkdómar villt sýn, svo sem röskun á skjaldkirtli eða aðrar geðraskanir eins og áfengissýki. Ef um áfengisvandamál er að ræða samhliða þunglyndinu svara sjúklingar meðferðinni treglega og þurfa að hætta drykkju til þess að lyfin komi að fullu gagni.” Hversu lengi standa lyfjameðferðir yfirleitt? Er ekki erfitt að hætta? Getur myndast vitahringur? „Algengast er að fólk fái þunglyndisköst. Ef sjúklingur svarar lyfja- meðferð á hann að vera áfram á lyfjunum í 6-12 mánuði eftir að hann er orðinn nokkuð góður. Stundum taka einkenni sig upp ef reynt er að hætta og þá þarf að lengja tímann um nokkra mánuði eða jafnvel eitt til tvö ár. Ef um endurtekin köst er að ræða getur þurft að taka lyfin til langframa. Það hefur ekki verið nógu vel rannsakað enn sem komið er hvort það myndast einhver vítahringur við töku nýrri lyfjanna sem gerir fólki illmögulegt að hætta töku þeirra. Flestar rannsóknir til þessa hafa aðeins litið á notkun lyfjanna í stuttan tíma, nokkra mán- uði. í praxis virðist oft vera erfitt að hætta þótt þessi lyf séu á engan hátt ávanabindandi. Skammtar fara hins vegar ekki stigvaxandi þótt stundum þurfi að auka skammta I byrjun meðferðar eða eftir fáeina mánuði ef svörun er ekki nægileg.” Nú kemur fram í grein þinni að helmingi fleiri konur en karlar fá lyfjameðferð gegn þunglyndi en að flestar rannsóknir á þessum lyfjum hafa verið gerðar á körlum. Skiptir þetta máli? „Já, það skiptir máli, þar sem frásog, umbrot, dreifing og niðurbrot lyfja getur verið með öðrum hætti hjá konum. Aðalástæðan fyrir að menn hafa verið tregir að rannsaka ný lyf á konum er að verði þær þungaðar á meðan á rannsókn stendur verður fóstrið óhjákvæmilega útsett fyrir lyfinu. Það er hins vegar vaxandi áhugi á að kanna sér- staklega áhrif geðdeyfðarlyfja á konur og við vitum örugglega meira um þetta svið eftir fáein ár.” Hvað finnst þér um að unglingar séu settir á þunglyndislyf? „Ég er ekki sérfræðingur í barna- og unglingageðlækningum en mér hefur samt skilist að börn og unglingar svari þessum lyfjum ekki á jafn sannfærandi hátt og fullorðnir. Tilhneigingin hefur samt verið að setja yngra og yngra fólk á þunglyndislyfjameðferð. Við erum hins vegar að greina þunglyndi hjá yngra og yngra fólki. Sumir telja að fyrsta þunglyndiskast komi nú orðið fyrr á ævinni heldur en það gerði fyrir 40 - 50 árum síðan og sé tengt örum þjóðfélagsbreytingum. Hins vegar getur verið að þetta tengist breyttum greiningaraðferðum, kannski er þunglyndi greint á skilvirkari hátt hjá unglingunum, eða á annan hátt.” Fyrirbyggjandi aðgerðir æskilegar Fyrirbyggjandi aðgerðir, hverjar gætu þær verið? „Það væri æskilegt að geta á einhvern hátt dregið úr tíðni þunglynd- is í samfélaginu eða að minnsta kosti úr afleiðingum þess. Þunglyndi veldur miklum einstaklingsbundnum þjáningum, dregur úr lífsgæð- um, er streituvaldur í fjölskyldum, ekki síst fyrir börn þunglyndra, og dregur meira úr vinnugetu en margir aðrir sjúkdómar. Sumir ná sér ekki að fullu, einkum þeir sem hafa fengið síendurtekin köst. Á sein- Notkun geðdeyfðarlyfja 1989-1998 (ársfjórðungstölur) ■ N06AB03 Flúoxetín 45 ' N06AB05 Paroxetfn ■ N06AB04 Cítalópram ■ N06AB06 Sertralín ■ N06AX03 Míanserín N06AX16 Venlafaxín 40 N06AQ02 Móklóbemiö ■ N06AX11 Mirtazapín ■ N06AF01 Ísókartxixasíð ustu áratugum hefur til dæmis tekist að draga úr tíðni dauðsfalla af völdum hjarta- og æðasjúkdóma, að hluta til vegna fyrirbyggjandi aðgerða í samfélaginu. Ættum við ekki að stefna að því líka að fyrir- byggja þunglyndi að einhverju leyti? Það má hugsa sér fyrirbyggj- andi aðgerðir gegn þunglyndi á tvennan hátt. Annars vegar að grípa snemma inn í og stöðva þróun þar sem væg streitu-, depurðar- og kvíðaeinkenni eru til staðar. Hins vegar að reyna að koma við fyrir- byggjandi meðferð á hópum sem eru í sérstakri hættu að fá þung- lyndi og þá ef til vill sérstaklega hjá börnum og unglingum. Vitað er að börn þunglyndra eru í sérstökum áhættuhóp. Sama á við um þau börn og unglinga sem hafa lítið sjálfstraust, eru neikvæð í hugsun, sérstaklega varðandi allt sem snertir þau sjálf (ég er ómöguleg, ég get ekkert, þýðir ekki fyrir mig að reyna). Fræðilega séð ætti að vera mögulegt að hluta til að draga úr seinni tíma þunglyndi hjá þessum krökkum með því að kenna þeim jákvæðari og hagstæðari afstöðu til lífsins og auka færni þeirra í samskiptum við aðra og í því að nota virk úrræði til lausnar vandamála, í stað þess að bíða þess að ógæf- an dynji yfir. Þess má geta að stúlkur strax við 10-11 ára aldurinn hafa minna sjálfstraust en strákar, treysta sér síður til hlutanna og eru ólíklegri til að trúa því að þær geti sjálfar haft áhrif á gang mála ef eitthvað erfitt kemur upp. Margir telja að þessi afstaða stuðli að þunglyndi síðar í lífinu þegar einstaklingur þarf að fara að takast á við hina ýmsu erfiðleika og mótlæti lífsins.” En hvað er hægt að gera við vægum streitueinkennum, kviða, leiða, áhyggjum og svefnleysi? „Ég hef þegar minnst á mikilvægi þess að fá nægan stuðning frá vin- um og vandamönnum og leita eftir honum, sé ekki einhver sem býð- ur sig fram að fyrra bragði. Allt sem losar um streitu og dreifir hug- anum virðist einnig til bóta. Hæfileg hreyfing og áreynsla, slökun, áhugamál, að skipuleggja eitthvað skemmtilegt, sökkva sér niður í eitthvað sem tekur upp hugann. Gagnstætt því sem margir halda virðist ekki gagn að því að velta sér endalaust upp úr áhyggjum, heldur reynist almennt betur að reyna að finna einhver ráð til úrbóta á núverandi aðstæðum þótt oft sé það ekki hægt nema að einhverju leyti. Þetta er eins og þeir segja í AA fræðunum: breyta því sem maður getur breytt en sætta sig við afganginn.” Hvar getur maður leitað sér hjálpar við þunglyndi? „Hjá heimilislæknum, geðlæknum á stofum út í bæ eða á göngu- deildum spítala og hjá sálfræðingum.” 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.