Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 51
Hann situr á veröndinni og byssan hallast að
handriðinu innan seilingar. Ef hann getur
ekki hrætt hana til dyggðar með rödd sinni
mun hann ógna henni með byssunni.
Taugaóstyrkur kemur hann sér fyrir í stólnum
og bíður. Hann fylgist með henni frá þeirri
stund er hún stígur út úr gula skólabílnum.
Hann sér hana bera hönd fyrir augu sér til að
hlífa þeim við heitri sólinni og líta yfir
baðmullarlimgerðin sem teygja sig og nær
snerta hann þar sem hann situr. Hann sér
augnaráð hennar og þekkir svipmót þess
ævinlega og orðalaust, veit að hún veit að
hann hefur bréfið.
í sperrunum fyrir ofan hann í nokkrum
svölum skotum, í skjóli fyrir síðdegissólinni,
suða moldarflugur. Og iðnar vespur byggja
tylft hólfa eða fleiri á pappahús sín. Seint um
sumarið, þegar börnin eru að verða nógu
stór til að fljúga, verður hann að kveikja á
pappakyndlum og brenna pappahúsin,
svíða vængi ungu vespnanna áður en þær fá
tækifæri til að fljúga burt eða stinga hann þar
sem hann situr í kvöldsvalanum og les í
Biblíunni sinni.
Með hálflokuð augu horfir hann á hana
koma, fætur hennar huldir lausu, rauðu
rykinu upp á ökkla. Undir suði iðjusamra
skordýranna fyrir ofan hann, telur hann hvert
skref, metur hverja töf. Hann sér hana
grandskoða litskrúðugan blómaflekkinn.
Hún er nógu nálægt til þess að hann geti
greinilega séð afslappaða stöðu handleggs
hennar sem heldur skólabókunum að
mjöðminni. Síða, dökka hárið fellur í fléttum
niður bakið og lausir lokkar liðast um eyru
hennar. Senn mun hann geta séð augu
hennar, fullkomnar svarteygar súsönnur.
Endurkasta brotum af honum. Endurspegla
huga hans.
Minningar áranna
Óþekkjanlegar konur-
eiginkonur
tálsýnir sálar
Þegar hann var strákur átti hann systur
sem kölluð var „Dóttir”. Hún var sem
hunang, gullin, villt og Ijúf. Hún var örlát
stúlka og lagleg og hann mundi ekki eftir
nokkurri stund er hann hafði ekki elskað
hana ákaft, af öllu sínu hjarta. Hún gaf
honum allt sem hún átti, gaf hverjum sem
var allt sem hún átti. Henni hélst ekki á
fjármunum, fötum, heilsu. Hún virtist ekki
heldur kæra sig um auðfengna ást. Þegar
hann sárbændi hana að fara ekki út, að vera
hjá sér, hló hún að honum og hélt sina leið,
svaf hér, svaf þar. Hvar sem hennar var þörf,
sagði hún og hló. En það gat ekki gengið
endalaust; þegar hún kom aftur eftir nokkra
mánuði með eiginmanni annarrar konu virtist
hennar eigin hugur hafa brotið hana niður.
Hann var niðurbrotinn líka og grét margar
nætur í rúmi sínu; því hún hafði kosið að
gefa ást sína einmitt þeim manni sem hann,
bróðir hennar, vann fyrir á miskunnarlausum,
heitum og einmanalegum ökrunum. Ekki
farið með hann sem mann, naumast jafn vel
og fátækur maður fer með skepnur sínar.
Minningar áranna
Óþekkjanlegar konur-
systur
eiginkonur
tálsýnir sálar
Þegar hún kom aftur var allt síða, þykka
hárið hennar farið, tennur hennar jöguðust í
gómnum þegar hún borðaði og hún bar ekki
kennsl á neinn. Daga og nætur söng hún og
hljóðaði og sagði þeim að hún logaði öll.
Hann var enn drengur þegar hún fór að
koma sér í mjúkinn hjá honum á sinn lævísa
hátt, enn á ný að færa sér ást hans í nyt. Tár
sáust aldrei á andliti hans og hann leyfði
henni að berja sig ástleitnum augum,
augnaháralausum, og strjúka kinnar sínar
með veikburða höndum líkum klóm. Bundin
á rúminu var hún á valdi allra í húsinu. Þau
köstuðu svikum hennar að henni líkt og
hvössum steinum þar til þau höfðu sannfært
sig um að hún gæti ekki lengur skynjað sinn
eigin sársauka eða útskúfun þeirra. Smám
saman, er þeim varð Ijóst að hún ætlaði ekki
að deyja, fóru þau að fleygja matnum til
hennar rétt eins og hún væri dýr og á
nóttunni þegar hún gólaði á skuggana sem
máninn kastaði yfir rúm hennar reis faðir
hans upp og hýddi hana með belti sínu þar
til hún þagnaði.
Dag einn þegar hún virtist nærri því með
sjálfri sér, sárbændi hún hann að leysa sig úr
rúminu. Hann hélt að ef hann frelsaði hana
myndi hún hlaupast á brott inn í skóginn og
aldrei snúa aftur. Ást hans á henni hafði
breyst í stöðugan, daufan viðbjóðsverk og
hann dreymdi skelfilega óræða drauma um
grimmilega hefnd á hvíta elskhuganum sem
hafði smánað þau öll. En þegar Dóttir skreið
út úr rúminu eins og lævíst dýr sló hún hann
og hann féll rænulaus á gólfið og nóttin fann
hana stjaksetta á stálfleini girðingar í
nágrenni hússins.
Það sem gerði útslagið var að hún skyldi
hafa gefið sjálfa sig herra hans eigin
þrældóms! Og að hún væri brotin niður á
þennan hátt! Hann gat ekki fyrirgefið henni
ást hennar sem gerði engan greinarmun á
húsbónda og þræli. Því þó að sársauki
hennar væri bitur og að lokum banvænn bar
hann einnig sár allt sitt líf sem smám saman
eitraði út frá sér. í veröld þar sem sakleysi og
sekt urðu sífellt óræðari vegna spurninga um
hörundslit og kynþátt, var hann óöruggur og
þreyttur á að lifa líkt og allur heimurinn væri
að reyna að leika á hann. Hans eina vörn
gegn þeirri blekkingu sem hann trúði að lífið
bæri í skauti sér var vissa um að böl og
blekking myndu vitja hans; og vilji til að
gjalda í sömu mynt.
Konurnar í lífi hans mættu myrkri
fyrirstöðu vantrausts og hatursfullrar hæðni.
Hann virtist ekki geta annað en hatað jafnvel
þær sem elskuðu hann og hló hæst að þeim
sem báru umhyggju fyrir honum, líkt og þær
væru kjánar. Eiginkonan, sem hann barði til
óbóta til að hindra hana í að endurgjalda
ímyndaða áleitni hvíta landeigandans, svipti
sig Iffi á meðan hún var enn nógu ung og
nógu sterk til að flýja hann. En hún lét eftir
sig barn, stúlku, dóttur; eftirmynd Dóttur,
látnu systur hans. Eftirmynd á allan hátt.
Minningar síðan þá
líkt og spegill endurkasti-
allri von, öllum missi
Hendur hans skjálfa og hann krafsar út í
loftið framan við andlit sitt. Hún gengur yfir
grasflötina undir sedrusviðnum, Ijóslifandi
sýn í bláu og hvítu. Hún nemur staðar við
lága grein magnolíutrésins og virðist skoða
skínandi gljáa keilulagaðra blómanna
handan seilingar. f hendinni fjær byssunni er
opið bréfið. Hann heldur þétt um horn þess.
Lófar hans eru þvalir, háls hans er þurr. Hann
kyngir ósjálfrátt og depiar ákaft augum.
Gráar fjalirnar dúa undan léttu fótataki
hennar sem sendir bylgjur eftir veröndinni.
Augu hennar hvarfla eftir honum og nema
staðar á opnu bréfinu. Sjálfkrafa lyftir hönd
hans bréfinu örlítið þó að hann finni, þegar
hann lítur í kynleg, kunnugleg augu hennar,
að hann getur ekki enn talað.
Án sýnilegrar forvitni færast augu
stúlkunnar frá bréfinu að byssunni sem
hallast að handriðinu til móts við andlit hans
sem hann finnur að verður dekkra og
strekktara líkt og það sé gríma sem storknar
að fullu og fellur svo af. Næstum
kæruleysislega hallar hún sér aftur að
verandarstólpanum, lítur á hann og lítur öðru
hverju yfir höfuð hans á bjartan
síðdegishimininn. Augu hans leita þunglega
niður grannan, ávalan líkamann, án þess að
það sé ætlun hans, og nema staðar á
fórnargjöfum hennar til elskhugans í bréfinu.
Hann setur rauðan, roðinn undir svörtu
hörundinu glóir purpurarauður og það
slaknar á fjötrum reiðinnar sem hefta tungu
hans.
„Dræsa!” hvæsir hann að henni um
herptar varir og samanbitnar tennur. „Og
með hvítum manni!” Líkami hennar gefur
51