Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 14

Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 14
Geðheilsa ca c; c; Q) Sálfræðingar hafa lengi barist fyrir því að meðferð hjá þeim verði niðurgreidd af Tryggingastofnun, eins og viðtöl við geðlækna, og ný- lega féll dómur þeim í hag varðandi það mál þar sem vísað var til samkeppnislaga. Telur Ása að þessi dómur muni auðvelda sálfræð- ingum að fá þjónustu sína niðurgreidda? „Ég held að ekki sé búið að leysa það mál en sálfræðingar gera sér vonir um að með dómnum muni komast skriður á málin og þeir sem hafa sérleyfi í klínískri sálfræði geti sótt um að komast að hjá Trygg- ingastofnun. Stofnunin greiðir niður lækniskostnað sem fer yfir 12.000 krónur og þá myndi það gilda um sálfræðiviðtöl eins og við- töl hjá geðlækni. Nú er algengt að tími hjá sálfræðingi kosti um 4.000 krónur en tími hjá geðlækni 3.200 krónur.” Þarf að styrkja sjálfsmynd kvenna Ása telur að til þess að minnka neyslu geðdeyfðarlyfja sé hægt að efla fyrirbyggjandi starf og þá skipti miklu að efla sjálfstraust kvenna. „Rannsóknir sýna að sjálfsmynd kvenna skiptir meira máli en fé- lagslegar aðstæður þeirra. Konur með lágt sjálfsmat festast oft í öm- urlegum aðstæðum og sjá ekki leiðir út úr ástandinu. Þær gera minni kröfur í makavali, festast í erfiðum sambúðum og barneignum og finnst ekki að þær geti staðið á eigin fótum og sagt stopp. Þær hafa lítil úrræði, láta t.d. sameiginlegar skuldir hindra sig í að komast út úr erfiðri sambúð. Þær konur sem ég hef verið að rannsaka nota áfengi til að byggja upp sjálfstraust og upplifa sig frjálsari. Lágt sjálfsmat er líka stærsti vandi annarra hópa kvenna sem leita sér aðstoðar. Vinátta kvenna getur verið mjög styrkjandi en það vekur athygli að konur sem leiðast snemma út í áfengisneyslu hafa ekki fengið félags- mótun í vinkvennahópi, þær hafa einangrast og eiga erfitt með að treysta öðrum konum. Samband við vinkonurnar getur styrkt konur í jafnréttisbaráttunni inni á heimilunum og komið í veg fyrir að þær Brosandi kona á hjóli Ég sat hjá heimilislækninum mínum og tjáði honum að ég væri ósátt við langvarandi ofþreytu og áhugaleysi fyrir því sem ég áður hafði haft mikinn áhuga á. Kvöldin færu oftar en ekki í sjón- varpsgláp sem væri mjög ólíkt mér og ég sinnti ekki lengur á- hugamálum mínum. Ég sóttist ekkert sérstaklega eftir félags- skap annara eða að eiga í samskiptum. En verst væri þessi of- þreyta og ég þráði að finna aftur til fyrri atorkusemi og lífsgleði sem ég vissi að ég ætti til. Viðbrögð læknisins stóðu ekki á sér. Hann dró fram bækling með mynd af konu á hjóli og sagði: „Viltu ekki vera eins og þessi kona? Sjáðu, hún brosir og hef- ur engar áhyggjur." Ég trúði vart mínum eigin augum og eyrum, að læknirinn væri að bjóða mér þunglyndislyf, bara si svona. Ég hafði aldrei vitað það að lækningin við ofþreytu væri fólgin í lyfjatöku við þung- lyndi. Ég varð svo hissa að ég dreif mig út og þakkaði fyrir. Mér fannst það með ólíkindum hvað læknirinn greip fljótt til þessa úrræðis, hann spurði einskis út í mínar aðstæður eða lífsstíl, en þó stóð ekki á „sjúkdómsgreiningunni”. Ég samþykkti ekki þessa lausn, og reyndar ekki lækninn heldur, eftir þessa heim- sókn. Ég fékk mér nýjan lækni sem hlustar betur á mfna sögu og leitar útskýringa. Honum get ég treyst betur og hann er ekki eins snöggur að teygja sig eftir lyfseðlaeyðublöðunum og fyrri heim- ilislæknirinn. Saga úr daglega lífinu. Grípa þarf til aðgerða til að draga úr þunglyndi Kristín Ástgeirsdóttir þingkona Kvennalista flutti þingsályktunartillögu á Alþingi á sl. ári um fyrirbyggjandi aðgerðir til að draga úr þung- lyndi kvenna. Er þar lagt til að heilbrigðisráð- herra verði falið að setja á fót nefnd sem hafi það hlutverk að kanna hvort og þá hvaða fyrir- byggjandi aðgerðir geti orðið til að draga úr þunglyndi meðal kvenna. Verði tillögum nefnd- arinnar síðan fylgt eftir með sérstöku átaki heil- brigðisyfirvalda. Tillagan var tekin fyrir af heil- brigðis- og trygginganefnd Alþingis sem vísaði henni til ríkisstjórnarinnar eftir að hafa fengið umsögn um hana frá nokkrum fagaðilum. Eftirfarandi greinargerð fylgdi tillögunni: Tillaga þessi var lögð fram á 122. löggjafarþingi en varð þá eigi útrædd. Á ráðstefnu heilbrigð- isráðuneytisins um heilsu kvenna, sem haldin var sl. vetur, kom fram að um 20% kvenna fá veruleg þunglyndiseinkenni einhvern tíma á ævinni meðan samsvarandi tala fyrir karla er um 10%. Erfið- lega hefur gengið að skýra þennan mikla mun og hafa margar kenn- ingar verið settar fram, svo sem um áhrif kvenhormóna, erfðir, önn- ur áhrif lyfja á konur en karla o.fl. Ljóst er að félagslegar aðstæður kvenna hafa mikil áhrif á líkamlegt og andlegt ástand þeirra, en svo sem kunnugt er þá eru félagslegar aðstæður kvenna að jafnaði verri en karla nánast alls staðar í heiminum. Kvenfyrirlitning sem m.a. birtist í lágum launum kvenna, miklu vinnuálagi, ábyrgð á heimili og börnum, heimilisofbeldi, skilnaðir og einvera með börnum, ásamt ýmiss konar áföllum í lífinu, allt hefur þetta áhrif í þá veru að gera margar konur kvíðnar og þunglyndar. Á fyrrnefndri ráðstefnu var því varpað fram af Halldóru Ólafsdótt- ur geðlækni hvort ekki væri ástæða til að grípa til fyrirbyggjandi að- gerða til að draga úr þunglyndi. Á sínum tíma hófst mikil herferð til að draga úr hjarta- og æðasjúkdómum með góðum árangri. Fólki var bent á hvernig breytt mataræði og aukin hreyfing gæti dregið úr hættu á slíkum sjúkdómum sem leiddi til þess að margir hugsa nú mun betur um heilsuna en áður. Með aukinni fræðslu um þunglyndi og einkenni þess, sem og bættum rannsóknum á áhættuþáttum og ráðleggingum um æskileg viðbrögð, mætti án efa draga úr þung- lyndi meðal kvenna og karla og þar með bæta heilsu og líðan og minnka lyfjanotkun og kostnað í heilbrigðiskerfinu. Öllum má Ijóst vera að það er ekki á valdi heilbrigðisráðherra að bæta félagslega stöðu kvenna, nema hvað varðar tryggingabætur og aðgang að heilbrigðisþjónustu. Þar þurfa aðrar og víðtækari að- gerðir að koma til. Heilbrigðisyfirvöld geta þó lagt sitt af mörkum til að draga úr þunglyndi kvenna með því að efla rannsóknir og efna til fræðsluherferðar sem einkum yrði beint að konum og fjölskyld- um þeirra. Það er tilgangur þessarar tillögu að fá heilbrigðisyfirvöld til að grípa nú þegar til aðgerða þannig að draga megi verulega úr þeim hörmulegu afleiðingum sem þunglyndi hefur á líf þeirra sem við það stríða, sem og aðstandenda þeirra og samfélagið allt. _____________________________________________________________________J 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.