Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 23

Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 23
U M K 0 N U N A í fyrsta útvarpserindinu kynnti Soffía Betty Friedan og sagdi frá innihaldi formála hennar að bókinni The Feminine Mystiqe. í þessu blaði birtum við hluta frásagnar hennar af formálanum og fyrstu kaflana sem nefnast Nafnlaus vandi. Tómleikinn, Kvennablöð og Endaskipti. Betty Friedan á fundi hj; um þegar hún kom hing 1990. [ sófanum situr M Schram. Betty Friedan* bandarísk, fædd í Peoria í lllinois árið 1921. Hún lauk prófi frá Smith College árið 1942 með ágætiseinkunn og stundaði síðan nám í sálarfræði við háskólann í Berkeley I Kali- forníu 1942-43. Hún hefur starfað sem sál- fræðingur og félagsfræðingur. Einnig hefur hún lagt stund á blaðamennsku og skrifað fjölda greina I ýmis bandarísk tímarit, bæði um sálfræðileg efni og félagsfræðileg, svo og um málefni er lúta að stöðu kvenna I þjóðfélaginu. Þá hefur hún stundað félags- legar rannsóknir, og í bók þeirri sem hér um ræðir birtast einmitt niðurstöður rannsóknar er hún framkvæmdi á árunum 1957-63 varð- andi stöðu kvenna I bandarísku þjóðfélagi. Bókin kom út I Bandaríkjunum árið 1963. I bók þessari lýsir höfundur m.a. þeim al- geru umskiptum sem verða I Ameríku á eft- irstríðsárunum, þegar heil kynslóð faglega menntaðra kvenna er beinlínis send heim, þótt um væri að ræða ágætlega hæfan vinnukraft. Þá upphófst furðuleg dýrkun á hinni kvenlegu hlédrægni, hinu óvirka ósjálf- stæði. Hún lýsir allýtarlega þessu nýja and- rúmslofti og styður frásögn sína einatt mörg- um dæmum. Það kemur skýrt frám að þessi heimsend- ing skeður einmitt samtímis því að heill her- skari af hermönnum kemur heim úr stríðinu og tekur aftur til við fyrri borgaraleg störf. Hið blómlega efnahagslíf stríðsáranna með fulla atvinnu og mikla eftirspurn eftir fram- leiðslu sinni varð nú að miðast við friðartíma og taka þurfti með I reikninginn möguleikana á efnahagslegri stöðnun og atvinnuleysi. Bandaríkin voru eina auðuga landið í heimin- um, önnur lönd voru meira og minna í sárum og rústum eftir styrjöldina. Þá upphefst meiri háttar auglýsingaherferð með það að mark- miði að skapa heimamarkað þar sem neyt- endur krefðust stöðugt nýrrar og nýrrar neysluvöru og héldu þannig framleiðslunni gangandi. Konurnar voru reyndar helstu neytendurnir og smámsaman þokuðust þær út af vinnumarkaðinum. Þar með skeði ná- kvæmlega það sama og I öðrum löndum auðvaldsheimsins á krepputímunum eftir 1930 og yfirleitt eftir að stríð hefur verið háð, þá þoka konurnar burt af sviði atvinnulífsins og hverfa heim á leið. Fyrsta RANNSÓKN í forspjalli höfundar greinir frá því þegar augu hennar taka smámsaman að opnast fyrir því að það hljóti að vera meira en lítið bogið við það hvernig amerískar konur lifi lífi sínu. Það byrjar þannig að ýmsar spurningar taka að leita á hana varðandi hennar eigið líf. Hún var gift kona og þriggja barna móðir og notaði jafnframt menntun sína og hæfni til starfa er færðu hana burt frá heimilinu. Hún vann þessi störf nánast með sektartilfinn- ingu og þar af leiðandi ekki heils hugar, eig- inlega í trássi við sjálfa sig. Það eru þessar efasemdir, þetta spurning- armerki, sem stöðugt bærist hið innra með henni, knýr hana til þess að hefjast handa árið 1957 og gera skoðanakönnun og fé- lagslega rannsókn, sem byrjar meðal skóla- félaga hennar frá Smith College 15 árum eft- ir að hópurinn útskrifaðist þaðan. Hún fram- kvæmir þetta með víðtækum spurningalist- um og svo með persónulegum viðtölum. Rétt er að skjóta því hér inn í að spurning- ar hennar vörðuðu til dæmis fjölskyldu- stærð; voru þær giftar, ekkjur eða fráskildar, hafði þeim fundist skólagangan verða sér til 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.