Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 42

Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 42
eráðlega ganga íslendingar til kosninga og kjósa 63 alþingismenn sem munu stjórna landinu næstu fjögur árin. Ýmsu er lofað í kosningabaráttunni - oft því sama og var lofað fyrir síðustu kosningar en gleymdist bara að efna. Jóhanna Á. H. Jóhannsdóttir ræddi við nokkrar konur og spurði hverju þeim fyndist mikilvægast að breyta í lands- málunum. Það eru þær Oddrún Vala Jóns- dóttir á fréttastofu Ríkisútvarpsins, Sigríður Einarsdóttir í Múlakaffi, Solveig Magnúsdóttir starfskona á skammtímavistun fatlaðra barna, Þorbjörg Kristjánsdóttir fiskvinnslukona í Granda og Lena Hákonardóttir félagsmála- stjóri aldraðra að Hæðargarði. Oddrún Vala jónsdóttír fulltrúi á fréttastofu Ríkisútvarpsins Marmsæmandi heilbrigðiskerfi, menntakerfi og félagsþjónusta Oddrún Vala Jónsdóttir er 35 ára gömul og hefur starfað sem fulltrúi á fréttastofu Ríkisút- varpsins í 10 ár. í hennar starfi felst almenn skrifstofuvinna, að vera fréttamönnum til aðstoðar, „Ég vil sjá breytingar eftir kosningar í vor. Við verðum að snúa við blaðinu í heilbrigðis- og menntamálum. Sjúkrahús eiga að vera opin veiku fólki sem þarf á þjónustu að halda. Sjúkrahús á ekki að reka sem einhvern 9-5 vinnustað, fólk verður veikt á öllum tímum sólarhrings. Þar eiga sjúklingar að fá bestu hugsanlega þjónustu. Sjúkrahús hafa verið rekin sem einhvers konar geymsla fyrir fár- veikt fólk. Ég bý í samfélagi og greiði með glöðu geði mína skatta og skyldur. Fyrir þá peninga vil ég fá mannsæmandi heilbrigðis- kerfi, menntakerfi og félagsþjónustu. Þar á ég við að aldraðir, sem hafa skilað sínu til samfélagsins, og öryrkjar geti lifað af þeim launum sem þeim eru ætluð. Varðandi aldr- aða þarf að gera stórátak í þjónustu við þá sem þurfa á leguplássum að halda. Það á ekki að flytja fólk hreppaflutningum af því að það á ekki aðgang að þjónustu í sinni heimabyggð. Það þarf að gera meira en tala raða upp efni fyrir fréttir og ým- islegt sem fellur til. Oddrún er ógift og barnlaus. Hún býr í eig- in húsnæði með systur sinni og systurdóttur. um slíkt í hátíðarræðum. Mér finnst alltof mikil áhersla hafi verið lögð á einkavæðingu og hlutabréf að undan- förnu. Hvað með þá sem ekki geta keypt þessi bréf af því þeir eiga rétt fyrir nauð- þurftum ? Jarðgöng eru sjálfsagt nauðsynleg fyrir íbúa landsbyggðarinnar en að mínu mati þarf að hugsa fyrir öðru fyrst. Það þarf hugarfarsbreytingu þar sem manneskjan er í fyrirrúmi, fjölskyldur og börn. Mér sýnist að stjórnmálaflokkar hafi flestir þessi markmið en það er minna um efndir. Ég er herstöðvaandstæðingur og andvíg veru Islands í Nato. Á síðustu vikum höfum við séð rétt eðli Nato sem kallað hefur verið friðarbandalag hin síðari ár. Nú fer það með meiri ófriði en hitt. Ég hef ekki gert upp hug minn um hvað ég mun kjósa í vor en ég kýs þann flokk sem hefur eitthvað af mínum hugmyndum á stefnuskrá sinni.” 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.