Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 48
í HEILDINA HEFUR STAÐA
KVENNA í FYRRVERANDI
JÚGÓSLAVÍU VERSNAÐ í
KJÖLFAR STRÍÐSINS ÞVÍ N Ú
KVEÐA NÝJAR STE FNUR 0 G
LÖG R íKISSTJÓRNANNA Á UM
AUKNAR FEÐRAVELDI SHU G -
MYNDIR 0 G ÍHALDSSEMI ,
svo að almenningur heyrði ekki alltaf
mótrök gegn áróðri stjórnarinnar. Andspyrna
gekk mikið út á það að gera fólki grein fyrir
því að fréttaflutningurinn væri að miklu leyti
áróður. í Belgrad tóku t.d. námsmenn sig til
og stofnuðu útvarpsstöð, gáfu út fréttabréf
og héldu fyrirlestra.”
Þegar einræðisherrann Tító dó árið 1980,
eftir að hafa ríkt sem forseti sameinaðrar
Júgóslavíu síðan undir lok seinni heimstyrj-
aldarinnar, skapaðist ákveðin ringulreið í
stjórnmálum landsins. Smám saman fóru
peningar að þverra úr ríkiskassanum og deil-
ur milli lýðvelda Júgóslavíu að aukast. Þá
hófst áróðurinn innan lýðveldanna gegn hin-
um ríkjunum. Sífellt erfiðara varð fyrir al-
menning að hafa samband við vini og ætt-
ingja úr öðrum lýðveldum. Þegar stríðið
hófst síðan árið 1991 varð oft erfitt að hafa
samskipti þar á milli. Símalínur og vegir voru
eyðilagðir og fréttablöð stjórnarinnar
dembdu í sífellu út nýjum áróðri gagnvart
andstæðingunum í stríðinu.
Hrund rannsakaði andspyrnuna gegn
þessum áróðri. „Fjölmiðlar höfðu aðeins eitt
hlutverk að mati serbnesku ríkisstjórnarinn-
ar: að réttlæta hlið Serba í átökunum og
kenna öðrum lýðveldum um. Þetta átti líka
við í hinum lýðveldunum. Mannréttindahóp-
ar ákváðu að þeir yrðu að hefja samstarf sín
á milli til að berjast á móti þessum heila-
þvotti. Samtök í Króatíu og Serbíu mynduðu
árið 1992 saman Zamir Transnational
Network. Zamir ber nafn með rentu, því „za-
mir” þýðir á serbó-króatísku „fyrir friði”. ZTN
var upphaflega sett upp sem tölvupóstkerfi
til þess að fólk í þessum ríkjum gæti sest
niður og skrifast á og séð sjónarmið hvers
annars. Með því að auka samskipti milli lýð-
veldanna vildi ZTN berjast gegn fordómum.
Almenningi var veittur aðgangur að kerfinu
til þess að geta skrifað bréf til vina og ætt-
ingja. Síðan vatt kerfið upp á sig og varð að
Internetkerfi.
„Saga Zamir kerfisins er dramatísk. Það
reyndist ríkisstjómum lýðvelda Júgóslavíu
sterkt vopn að skerða streymið milli lýðveld-
anna. Því reyndu þær eins og þær gátu að
drepa Zamir kerfið. T.d. var reynt að skera á
símalínurnar svo að Zamir kerfið næði ekki til
hinna ríkjanna. Einu sinni þurftu starfsmenn
Zamirs að hlaupa með tölvurnar út úr húsi
sem sprakk þegar þeir voru nýkomnir út á
tröppurnar.” Hrund kemst að þeirri niður-
stöðu í ritgerð sinni að Internetið hafi orðið
að pólitísku tæki í stríðinu og segist telja að
þetta sé í fyrsta skipti sem Internetið sé not-
að á skipulagðan hátt sem andspyrnutæki í
stríði. Jafnvel Bandaríkjastjórn skoðaði
heimasíður Zamir kerfisins til að fá upplýs-
ingar um hvað væri að gerast í Júgóslavíu.
Zamir hefur nú minnkað gífurlega, aðallega
vegna fjárskorts.
Nauðganir NOTAÐAR SEM
HERNAÐARTÆKI
Fyrst við erum að tala um fyrstu skipti í hern-
aðarsögunni, má líklega gefa stríðinu í fyrr-
verandi lýðveldum Júgóslavíu þann vafa-
sama heiður að vera fyrsta stríðið þar sem
nauðgun var notuð sem skipulagt hernaðar-
tæki og þá í nafni þjóðernishyggjunnar.
Hrund fjallar einnig um þetta andlit stríðsins.
„Konum var nauðgað að skipan hersins.
Upp voru settar svokallaðar nauðgunarbúð-
ir. Konum var nauðgað og haldið í búðum i
5-7 mánuði eftir að þær urðu ófrískar svo
þær gætu ekki eytt fóstrinu. í hefðbundnum
samfélögum þar sem virðing fjölskyldunnar
byggist á hreinlífi konunnar eru eiginmenn,
bræður, feður og synir kvenna einnig niður-
lægðir þar sem nauðgun sýnir fram á að
karlmennirnir séu óhæfir til að vernda konur
sínar. Sem hluti af þjóðernishreinsunum var
tilgangurinn einnig að fá konur til að eignast
börn af blönduðu þjóðerni og brjóta þær
niður með því að „óhreinka” þær. Þannig
voru þær og fjölskyldur þeirra niðurlægðar,
auk þess sem þjóðerni þeirra var ekki
„hreint” lengur vegna barnanna sem fædd-
ust í kjölfarið. Serbar voru verstir í þessu, en
allir aðilar í stríðinu stunduðu nauðganir.
Þetta var skipulögð herferð til að brjóta nið-
ur þjóðerniskjarna og þjóðernisanda óvinar-
ins.”
í ritgerðinni segir Hrund sögu Enisu sem
flýr úr einum slíkum nauðgunarbúðum með
því að þykjast vera búin að missa vitið.
Serbneskir hermenn bundu fyrir augu En-
isu með sokkunum sínum. Hún ældi út af
lyktinni og þeir börðu hana þangað til hún
iærði að „serbneskir sokkar lykta ekki. ’’ Sjö
hetjur þjóðarinnar nauðguðu henni og börðu
í marga daga. í fyrstu sýndi hún mótþróa en
þeir börðu hana til hlýðni með því að kýla úr
henni tennurnar og kjálkabrjóta hana með
riffli. Er hún missti meðvitund dýfðu þeir
henni ofan i kalt vatn. Hún hélt hún væri að
missa vitið, en smám saman sá hún það sem
leið út. Hún fór að syngja serbnesk lög með
hárri raust, dansaði við chétnika [aðili í öfga-
hóp þjóðernissinnaðra Serba] sem líklega
var búinn að drepa eiginmann hennar. Her-
mennirnir vissu ekki hvernig þeir áttu að
bregðast við, þeir hótuðu að skera hana á
háls, en hún söng bara hærra. Smám saman
fóru hermennirnir að missa áhuga á henni
og trúðu því að hún væri orðin geðveik.
Henni tókst að flýja með því að fela sig í
kartöflupoka.
Um þessar raunir Enisu segir Hrund:
„Þetta er dæmi um falda andspyrnu. Því
meiri sem kúgunin er, því faldari er and-
spyrnan. I raun er erfitt að skilgreina hvað er
andspyrna og hvað ekki. Kannski er besta
leiðin sú að skilgreina hana ekki sem ná-
kvæmast. Því njörvaðri niður sem skilgrein-
ingin er, því meira sést manni yfir.” Ekki voru
þó allir karlmenn Júgóslavíu eins og her-
mennirnir sem nauðguðu Enisu. Andstaða
við stríðið var mikil meðal hermanna. Margir
hermenn og lögreglumenn neituðu að berj-
ast. Liðhlaup var mikið. „Margir neituðu að
skrá sig í herinn. Sumir af þeim voru líflátnir,
aðrir flúðu land eða voru í felum í eigin landi
og sumir voru neyddir til að fara í herinn. Oft
voru hermenn boðaðir á heræfingar sem
reyndust síðan vera alvöru bardagar. Þeir
48