Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 49
börðust því á fölskum forsendum.”
Karlmenn í ríkjum Júgóslavíu áttu tvo valkosti og var
hvorugur góður. Þeir sem neituðu að berjast áttu á
hættu að vera álitnir heiglar, en ef þeir börðust þá voru
þeir kallaðir morðingjar. „Sagan af Miroslav Milenkovic,
Serba sem framdi sjálfsmorð árið 1991, hefur orðið
táknræn fyrir þennan vanda sem júgóslavneskir karl-
menn stóðu frammi fyrir. Eitt sinn þegar hersveit
Miroslavs átti að fara að berjast við Króata klofnaði
hersveitin í tvennt. Einn flokkur hermannanna neitaði að
fara fram og berjast við Króata en hinn flokkurinn vildi
berjast. Fylkingarnar stóðu á móti hvor annarri, önnur
lagði frá sér vopnin en hin tók þau upp. Miroslav átti
vini og ættingja í báðum fylkingunum og gat ekki gert
upp hug sinn í hvorri fylkingunni hann vildi vera. Hann
gekk á milli þeirra og að lokum, þegar hann stóð mitt á
milli fylkinganna, dró hann upp byssu sína og skaut sig
í hausinn.”
Andspyrnuhreyfingin í HÖNDUM
KVENNA
Andspyrnuhreyfingin var að miklu leyti drifin áfram af
konum. Á meðan karlarnir voru sendir á vígvellina voru
konurnar eftir heima. Ein sterkustu andspyrnusamtök-
in voru stofnuð af Stösu í Belgrad í Serbíu við upphaf
stríðsins. Þetta voru samtökin Women in Black, eða
konur í svörtu. Hugmyndin var fengin frá samtökum í
Israel sem bera þetta nafn og berjast fyrir réttindum
palestínskra kvenna. Hrund segir frá þessum samtök-
um.
„Á hverjum miðvikudegi í nokkrar klukkustundir, allt
frá 1991, hafa meðlimir Women in Black staðið svart-
klæddar og þögular á torgi í miðborg Belgrad með
kröfuspjöld. Þær standa I svörtu því að í mörgum hér-
uðum fyrrverandi Júgóslavíu þurfa konur að vera í
svörtu alla sína ævi eftir að náskyldur karl í fjölskyld-
unni deyr. Sumar konur hafa þurft að klæðast svörtu I
allt að sextíu ár.” Women in Black klæðast svörtu og
vilja með því snúa svarta litnum úr kúgunartæki feðra-
veldisins yfir í tákn um styrk kvenna.
Hrund komst að uggvekjandi niðurstöðu við rann-
sóknir sínar. „[ heildina hefur staða kvenna í fyrrverandi
Júgóslavíu versnað í kjölfar stríðsins því nú kveða nýj-
ar stefnur og lög ríkisstjórnanna á um auknar feðra-
veldishugmyndir og íhaldssemi. Lagalegur réttur
kvenna hefur minnkað auk þess sem heimilisofbeldi
hefur aukist mjög. Sem dæmi um lagasetningar hefur
réttur kvenna til að kæra heimilisofbeldi og fara I fóstur-
eyðingar verið skertur og foreldrar eru hvattir til að ala
börn sín upp í feðraveldishugmyndum.”
Konur voru mjög mikilvægar í andspyrnunni gegn yf-
irvöldum í stríðinu en áróður ríkisstjórnanna hefur haft
sín áhrif. „Með aukinni þjóðernishyggju og áherslu á
feðraveldishugmyndir er ýtt undir þá hugmynd að kon-
an sé tákn menningarinnar og „verndarengill hefðarinn-
ar.” Það leiðir til afturhaldssemi gagnvart stöðu
kvenna.” Það verður erfitt fyrir fólk í fyrrverandi ríkjum
Júgóslavíu að byggj a aftur upp líf sitt. „Fólk hefur
misst sex ár úr lífi sínu. Margir finna sér ekki leið til að
halda áfram - það er ekki búið að gera uþp stríðið.
Sumum finnst sem þeir eigi sér ekki neitt líf lengur. Og
í augum fólks í fyrrverandi Serbíu er stríðinu í Bosníu
ekki lokið því að ríkisstjórn Serbíu heldur uppi stöðug-
um þjóðernisáróðri.” [Síðan þetta viðtal var tekið hafa
hersveitir NATO hafið loftárásir á Serba og stríð brotist
út í Kosovo. Þetta er hryggileg sönnun þess að stríðinu í Júgóslavíu er ekki
nándar nærri lokið.j
Hrund lauk samtali sínu við Veru með því að segja: „Ég skrifaði þakkar-
bréf til fólksins sem hjálpaði mér þegar ég lauk við ritgerðina. Einn af þeim
skrifaði mér til baka og óskaði mér til hamingju og sagði hvað ég væri
heppin að búa á íslandi. Hann var ekkert bitur, hann vildi bara minna mig
á það hvað ég væri heppin að búa í landi þar sem ekki geysar stríð og al-
menn velmegun ríkir. Við gleymum þessu of oft og mættum vel minnast
þess við og við hvað við höfum það í raun og veru gott.”
MYNDLISTASKOLINN
THE REYKJAVÍK SCHOOL OF ART
I REYKJAVI K
HRINGBRAUT 121 • 107 REYKJAVÍK • SÍMI 551 1990
V 0 R- 06 SUMARNÁMSKEIÐ 1999
INNRITUN STENDUR YFIR
Hyndlistaskólinn í Reykjavík, Hringbraut 121 ( JL-hOsinu).
Opið FrA 10 - 18, SÍHI 551 1990 OG 551 1936, FAX 551 1926
BARNA- 06 UN6LIN6ANÁMSKEIÐ
A NÁMSKEIÐUNUM MUNU reyndir kennarar barna- og
UNGLINGADEILDA SKÓLANS LEIÐBEINA OG LEGGJA FYRIR FJÖLBREYTT
VERKEFNI TENGD NATTÚRU OG MENNINGU ÝMISSA ÞJÓÐA.
6 - 10 Ara kl. 09:00 - 12:00 (VIkunAmskeID. 5 SKIPTI alls)
10 - 12 Ara kl. 13:00 - 16:00 (VlkunAmskeid. 5 skipti alls)
31. ma! - <1. jún 1 • 7. JÚN! - 11. JÚNl • 19. JÚN1 - 18. JÚNl • 21. JÚNl • 25. jún!
13 - 16 Ara KL.13:00 - 16:00 (TveggjaviknanAmskeið. 5 SKIPTI alls)
31. MAI - 11. JÚNl • 19. JÚN! - 25. JÚN!
NÁMSKEIÐ FYRIR FULLORÐNA
Namskeið I FULLORÐINSDEILDUM 17. MAÍ - 4. JÚNÍ ( 3. VIKUR).
KENNSLA ÞRISVAR í VIKU ( MÁN. . Þ RI . , FIM.) KENNSLUSTUNDIR ALLS 45.
í SLENSKAR JURTIR OG B LÓM)
( ath! 2. VIKUR 25.05-03.06
ÞRIÐ., MIÐ.. FIM.)
Keramik. RENNSLA
ÆfjngatÍmar/fyrirlestrar
Ll STASAGA
KL , , 17: 30 - 21 : 25 ÞORRI HRI NGSSON
KL , , 17: 30 - 21 : 25 I NGÓLFUR ÖRN ÁRNARSSON
K L . 17: 30 - 21 : 25 Eggert Pé TURSSON
K L . 17: i 30 - 21 : 25 SVANBORG MATTH1ASDÓTTIR
Valgerður BERGSDÓTTIR
K L . 17 : 30 - 21 : 25 Guðbjörg KÁRADÓTTIR
K L . 20 : 00 Aðalsteh 1N INGÓLFSSON
;ra MYND L I S T J VRMA NNA Á NÁTTÚRU í SLANDS
1A 2 . . 9 . OG 16 JÚNÍ .
49