Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 38
Bláa lónið - ný og glæsileg baðaðstaða
Bláa lónið hefur verið vinsæll baðstaður ferðamanna síðan það var opn-
að almenningi árið 1986. Undanfarin ár hefur aðsókn gesta í lónið auk-
ist til muna, alls heimsóttu 171.650 gestir Bláa lónið í fyrra. Núverandi
baðaðstaða annar ekki þeim gífurlega fjölda gesta sem nú fer í lónið og
því hefur verið ráðist í miklar umbætur á staðnum. í maí verður opnað-
ur nýr og glæsilegur baðstaður með stórglæsilegri baðaðstöðu.
F
Reykjanesskaganum eru mikil há-
hitasvæði. Hitaveita Suðurnesja rek-
ur varmaorkuver í Svartsengi þar
sem 240 gráðu heitum jarðsjó er dælt upp af
allt að 2000 metra dýpi. Jarðsjór þessi er
saltvatn að tveimur þriðju hlutum en fersk-
vatn að einum þriðja. Efnahvörf eiga sér stað
er jarðsjórinn kemst í snertingu við bergið
sem umlykur lónið og stuðlar þetta að ein-
stakri efnasamsetningu baðvatnsins. Jarð-
sjórinn er notaður til upphitunar á ferskvatni
og framleiðslu á rafmagni. Síðan er honum
hleypt út úr orkuverinu, út á hraunbreiðuna
við orkuverið 80 gráðu heitum. Kísileðja sem
fellur út hefur smám saman fyllt í sprungur í
hrauninu og myndað bláa lónið.
Bláa lónið er í raun einstakt náttúrufyrir-
bæri. Á leiðinni frá Reykjanesbraut að lóninu
blasa við hraunbreiður á báða bóga. í björtu
veðri er úfið, mosavaxið hraunið hrikalegt og
einkar fagurt. í augum erlendra ferðamanna
er þetta umhverfi afar framandlegt og fyrir
þreyttan ferðalang, sem e.t.v. kemurfrá landi
þar sem vatn er sparað og sjaldnast vel heitt,
er bað í Bláa lóninu einstök reynsla. Vatnið
og eðjan í botni lónsins er sérlega gott fyrir
viðkvæma og þurra húð og því fara exem-
og psoriasis sjúklingar gjarnan í lónið sér til
heilsubótar. Hefur orðrómur um lækninga-
mátt lónsins fyrir löngu borist út fyrir lands-
steinana og því koma margir erlendir ferða-
menn gagngert í lónið til að fá bót meina
sinna. Margar gerðir af snyrtivörum eru nú
framleiddar úr þeim efnum sem vatnið og
eðjan hefur að geyma undir vörumerkinu
„Blue Lagoon”. Þær eru einkum ætlaðar fólki
með húðvandamál en eru einnig góðar fyrir
aðra því náttúruleg efnasamsetning þeirra
viðheldur eðlilegum raka húðarinnar. Allir
njóta góðs af því að baða sig í lóninu. Það er
góð slökun falin í því að liggja eða svamla í
vel heitu vatninu og saltbragð vatnsins er
hressandi. í Bláa lóninu má sjá fólk á öllum
aldri, börn fara sér til gamans, unglingar sér
til afþreyingar og fullorðnir sér til upplyfting-
ar, endurnæringar og heilsubótar. Þá er
gaman að sjá til sumra gestanna sem eru
svo hugulsamir að nudda ferðafélaga sína
upp úr hvítum leirnum.
Magnea Guðmundsdóttir markaðsstjóri
Bláa Lónsins hf. fræddi útsendara VERU
nánar um breytingarnar sem staðið hafa fyr-
ir dyrum. Hún segir að mikið hafi verið lagt í
nýja 2700 fm byggingu sem hýsir fullkomna
búnings- og baðaðstöðu sem rúmar allt að
900 manns auk funda- og ráðstefnuaðstöðu.
Veitingar verða framreiddar í glæsilegum sal
umluktum sjö metra háum glerveggjum með
útsýni yfir blátt lón og stórbrotið umhverfið í
kring. Baðlónið sjálft er 5000 fm með sléttum
botni og jöfnu og þægilegu hitastigi. Hluti
baðlónsins er yfirbyggður.
Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt hjá Vinnu-
stofu Arkitekta hf. hefur haft yfirumsjón með
verkinu fyrir hönd Vinnustofunnar. Hún segir
að hið sérstæða umhverfi Bláa lónsins hafi
38
Magrtea markaðsstjóri B\áa Lónsins