Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 44
Við megum ekki fórna náttúrunni fyrir
orkuna
Solveig Magnúsdóttir hefur
starfað í Álfalandi sem er
skammtímavistun fatlaðra
barna í 11 ár. Áður vann hún
ýmis konar skrifstofustörf.
Hún segir það eiga betur við
sig að sinna fólki en tölum og
peningum. Starfið er vakta-
vinna sem skiptist í morgun-
og kvöldvaktir. Solveig er frá-
skilin og á tvo uppkomna syni
sem fluttir eru að heiman.
Með vinnunni í Álfalandi hefur
hún starfað sem leiðsögu-
maður útlendinga á sumrin.
„Ég vil sjá breytta stefnu í virkjunarmálum.
Við megum ekki fórna náttúrunni fyrir ork-
una. Ég er mjög á móti þessum náttúru-
spjöllum því þau mistök verða aldrei leiðrétt.
Með því að framleiða alla þessa orku er ég
hrædd um að á endanum neyðumst við til að
selja hana mun ódýrar en ráð var fyrir gert í
upphafi. Ég hef sterka tilfinningu fyrir landinu
okkar af því ég hef verið leiðsögumaður er-
lendra ferðamanna. Þessir ferðamenn koma
hingað til þess að njóta óspilltrar náttúru og
fegurðar sem aðeins ísland hefur upp á að
bjóða. Ef við förum offari í virkjunarfram-
kvæmdum erum við jafnframt að spilla fyrir
ferðaþjónustunni. Sem leiðsögumaður má
maður aldrei vera hlutdrægur heldur aðeins
segja frá staðreyndum. Ég hef samt fundið
það að útlendingar verða undrandi þegar
fyrirhugaðar virkjanir eru ræddar. Á liðnu
kjörtímabili hefur alltof mikil áhersla verið
lögð á virkjanaframkvæmdir.
Hækka skattleysismörk og
fjöiga skattþrepum
Ég vil að lægstu launin hækki án þess að
skriðan fari af stað. Lægst launuðu hóparnir
sitja alltof neðarlega í launastiganum. Það
þarf líka að hækka skattleysismörkin og
fjölga skattþrepum. Það er talað um góðæri
og uppgang í þjóðfélaginu en samt eru
margir sem rétt skrimta á laununum. Ég finn
ekki fyrir þessu margumrædda góðæri í
minni buddu. Hins vegar hefur sýnilega
dregið úr atvinnuleysi og kaupmáttur hefur f
líklega aukist lítillega. Hópar einsog aldraðir
og öryrkjar eru samt of illa settir og þar þarf
að bæta úr. Það er dýrt að lifa í þessu landi
og fólk þarf að leggja virkilega hart að sér til
að endar nái saman. Það á sérstaklega við
um unga fólkið sem er að koma undir sig
fótunum. Það þarf að styðja betur við fjöl-
skyldurnar sem hafa börnin á framfæri. For-
eldrar eiga að hafa meiri tíma með börnum
sínum.
Sjálf er ég í félagslega íbúðakerfinu og sá
kostur hentaði mér vel á sínum tíma. Ég kem
ekki til með að eignast mikið í íbúðinni enda
á ég ekki að hagnast í þessu félagslega
kerfi. Lánin eru til langs tíma með lágum
vöxtum sem er gott fyrir fólk með lágar tekj-
ur.
Það hafa verið gerðar stórkostlegar breyt-
ingar á högum fatlaðra síðustu tuttugu ár. Nú
búa fötluð börn í foreldrahúsum eins og önn-
ur börn. Það þarf að koma enn frekar til
móts við fjölskyldur fatlaðra með fleiri pláss-
um í skammtímavistun. Það fylgir því gífur-
legt álag á alla fjölskylduna að sinna fötluð-
um heima, stundum í húsnæði sem er alls
ekki byggt með þeirra þarfir í huga. Stefnan
hefur verið að leggja niður stofnanir og fjölga
sambýlum. Ungum fötluðum einstaklingum
á að vera kleift að flytja að heiman einsog
jafnaldrar þeirra gera jafnan. Það þarf að
fjölga sambýlum eða bæta við öðrum úr-
ræðum því það eru margir sem bíða.”
■b
e
.c
LU
c
■2>
co
Þarf að gera átak í meðferð sifjaspellsmála og fíkniefnamála
Sigríður Einarsdóttir starfar sem smur-
brauðsdama í Múiakaffi. Hún hefur
starfað hjá sama vinnuveitanda í 12 ár
og starfaði áður hjá fyrirtækinu í Veit-
ingahöllinni. Hún er 45 ára gömul, í
sambúð og á tvo uppkomna syni. Hún
er fulltrúi starfsfólks í veitingahúsum í
nýja stéttarfélaginu Eflingu sem varð til
við samruna Dagsbrúnar, Framsóknar,
Sóknar og Félags starfsfólks f veitinga-
húsum.
„Það sem brennur mest á mér og mínum er
hve illa er komið í dómsmálum og lögreglu.
Þar á ég við hvernig unnið er í sifjaspellsmál-
um og fíkniefnamálum. Það þarf að gera stór-
átak í þessum málaflokkum. Reyndar eru ný
lög frá Alþingi í sifjaspellsmálum sem taka
eiga gildi frá 1. maí og vonandi verða þau til
bóta. í þessum nýju lögum er gert ráð fyrir að
þolendur fái skipaðan sérstakan réttargæslu-
mann. Fram til þessa hafa sifjaspellsmál,
rannsókn þeirra og meðferð verið í hryllilegum
ólestri. Reynsla þeirra sem hafa þurft að
ganga í gegnum málarekstur af þessu tagi er
ólýsanleg. Það hefur allt verið gert til þess að
gera þolendum erfitt fyrir í þeim tilgangi að
þeir gefist upp og þegi bara. Kerfið hefur gert
allt til þess að koma í veg fyrir að mál nái fram
að ganga. Það þarf ekki bara nýja þingmenn
og nýjan dómsmálaráðherra. Að mínu mati
þarf að skipta alveg út öllu battaríinu og byrja
á ný með hreint borð. Ég óttast það að þrátt
fyrir ný lög sem eiga að bæta úr verði sama
fólkið að vinna með sama gamla hugarfarinu.
Það þarf meira en lög til að breyta hugsunar-
hætti fólks og gamalgrónum viðhorfum. Það
er engu líkara en verið sé að þegja málin í hel.
Það er ekki aðeins þolandinn sem líður fyrir
þetta ofbeldi heldur allir þeir sem að honum
standa. *
Ráðamenn þessa lands hafa verið virkilega
sofandi yfir hættunni sem fylgir fíkniefnunum.
Að mínu mati þarf að gera fíkniefnamál og
það sem þeim tengjast að kosningamáli. Eitt-
hvað sem berjast verður fyrir. Það hefur örlað
á þessari umræðu hjá stjórnmálamönnum en
það er ekki nóg að vera með góð fyrirheit.
44