Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 34
að skapi [
kvenna j
„Menntun er mesta auðlind
samfélagsins, en aukin mennt-
un er lítils virði, nema hún auki
visku heilsteyptra manna”. Svo
ritaði breski hagfræðingurinn
Schumacher fyrir fjórðungi ald-
ar. Schumacher var vitki. Hann
sá fyrir það sem aðrir sáu síðar.
Þar munu eftir
undursamligar
gullnar töflur
í grasi finnask,
þærs í árdaga
áttar höfðu.
Valgerður H. Bjarnadóttir, verkefnisfreyja Menntasmiðjunnar á Akureyri
Erindi flutt á ráðstefnu KRFÍ: Menntunin; mátturinn og dýrðin ?
essi orð eru aftur höfð eftir konu fyr-
ir meira en þúsund árum. Sú kona,
ónafngreind eins og milljónir systra
hennar, var völva. Hún sá fyrir það sem við
erum að byrja að sjá. Hún sá endalok eins
tíma og byrjun annars, og þar sá hún að við
mundum þurfa að leita eftir og finna hin
upprunalegu gildi, hinar gullnu töflur sem
goðin höndluðu forðum. Þetta er reyndar
mín túlkun á orðum völvunnar í Völuspá, og
að ætla sér að túlka það helga kvæði kann
að vera hroki, en ég vel að líta á orð völv-
unnar sem gullnar töflur í grasi, brunn fyllt-
an svörum við svo mörgum grundvallar-
spurningum nútímans.
Á árunum 1993 - 95 átti ég því láni að fagna
að vera annar fulltrúi íslands í norrænum
starfshópi eða Þankatanki um fullorðins-
fræðslu. Hlutverk okkar var að skilgreina
hæfnikröfur komandi tíma og setja fram
hugmyndir að innihaldi og skipulagi sí-
menntunar framtíðarinnar, sérstaklega með
tilliti til þróunar í Evrópu. Við val í þennan
starfshóp var leitast við að safna saman
fólki með sem ólíkastan bakgrunn til að
tryggja heildstæða niðurstöðu. Þar sátu
saman kennarar og rannsakendur, félags-
fræðingar, starfsmannastjóri risafyrirtækis-
ins ABB, formaður TCO eins stærsta stétt-
arfélags Norðurlanda (sem nú er reyndar
ráðherra), forstjóri LEGO, blaðamaður, rit-
höfundar, fiðlusnillingur, eðlisfræðingur, rit-
arar, kvenréttindakonur, söguskoðarar og
dreymendur. Og það ómögulega gerðist. í
öllum meginatriðum vorum við sammála.
Niðurstöðurnar, sem birtar voru í skýrslunni
Gullnar töflur í grasi, voru m.a. þessar.
Hæfnikröfur framtíðarinnar, sem í raun er
þegar orðin nútíð, eru :
• Alþjóðlegur skilningur
• Tungumálaþekking
• Tákngreining
• Samskiptahæfni
• Þátttökuvilji
• Sveigjanleiki
• Heildræn hugsun
• Opinn hugur og löngun til að vera í sífelldri
þróun og námi
Það er ekki fólk með mjög sérhæft lang-
skólanám sem verður eftirsóknarverðast,
heldur fólk sem hefur víðtæka þekkingu og
á auðvelt með að skynja heildir; fólk sem
kann að eiga bein og skilvirk samskipti; fólk
sem er svo sjálfsstyrkt að það þarf ekki að
eyða orku sinni í valdabaráttu; fólk sem ber
svo mikla virðingu fyrir sjálfu sér að það á
auðvelt með að bera virðingu fyrir öðrum;
fólk sem þekkir svo vel eigin menningu og
hefur svo skýra sjálfsmynd að það á auðvelt
með aö umgangast og skilja fólk sem hefur
gjörólíkan menningarbakgrunn; fólk sem
ekki eyðir tíma og orku í að gera ómeðvituð
mistök vegna þess að það þekkir takmark-
anir sínar ekki nógu vel; fólk sem vinnur verk
sín af öryggi vegna þess að það þekkir
hæfileika sína; fólk sem getur aðlagað sig
að breyttum aðstæðum án þess að missa
sjálfstæði sitt og sérkenni. Fólk sem hefur
tilfinningu fyrir fegurð og lifandi umhverfi.
34