Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 56

Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 56
Viðtal: Þórunn Eymundsdóttir Nú á dögunum fór fram úr- slitakeppni Morfís, ræðukeppni framhalds- skólanna. Sigurliðið var frá Menntaskólanum á Akureyri' og vann það með meiri stigamun en sést hefur í úrslitum í manna minnum (eitthvað um 380 stig- um). í liðinu voru þrjár stelpur og einn strákur, ég fór á stúfana og hitti fyrir þær stöllur Aðalheiði, Höddu og Þórhildi, hann Kjartan Smári var fjarri góðu gamni en sendi þó kærar kveðjur. Stelpurnar eru allar mjög heill- andi og sterkir karakterar og ó- hemju orkumiklar. Aðalheiður, liðstjórinn þeirra, á 10 mánaða gamlan son en gat þó fundið tíma til að sinna undirbúningnum og keppninni en þetta er, að þeirra sögn, gríðarlega tímafrekt ferli. Hadda er einnig að taka þátt í uppsetningu leikfélags MA á Kab- arett og svo er hún í 5. sæti á framboðslista Samfylkingar á Norðurlandi, þær eru báðar að fara að útskrifast í vor. Þórhildur er í 2. bekk. Stressið fyrir keppnina var gífurlegt og sögðu stelpurnar Aðalheiður Jóhannesdóttir mér að þau hefðu ælt reglulega, þegar dregið var út og svo áður en þau gengu í púltið. Hadda Hreiðarsdóttir Jæja stelpur, var þetta erfitt? H: Nei þetta var mjög létt, haha. Þeir voru mjög auðveld bráð þessir MH-ingar. A: Við héldum að við vissum fyrirfram hvernig þeir yrðu, svo komu þeir okkur svo- lítið á óvart, ég verð nú eiginlega að viðurkenna það. Hvert var deiluefnið í úrslitakeppninni? H: Hlutleysi, við vorum á móti því í öllum myndum. Eruð þið þá með fyrirfram skrifaðar ræður eða... A: Já, það er mínúta sem er óundirbúin... H:.. Þá erum við með spurningar og svör skrifuð á staðnum... A: þau eru best samin á staðnum Þ: þá getum við vitnað svo rosalega yel f þá (andstæðingana). Var þetta hreint strákalið hjá þeim? A: Já, liðstjórinn í MH liðinu mætti í kvendragt á keppnina, ég veit ekki alveg hvernig ég á að túlka það... H: Nei, veistu af hverju? Það var af því að við sögðum í viðtali við Moggann, sem við fórum í með þeim, að sama hvernig færi við værum allavegana fallegra liðið! Þetta fékk svona rosalega á þá að liðstjórinn mætti í dragt! Þeir stóðu bara ekki undir því að vera fjórir karlmenn í liðinu, þeir urðu að jafna þetta einhvernveginn út. A: Hann var mun grennri en ég, ég tapaði algerlega í kvenleika. Þ: Hann var þvílík hörmung ha ha ha... H: Ég samt fattaði þetta ekki alveg, eins og ef ég hefði mætt í einhverjum íshokkí bún- ing og bara...(leikur alvöru karlmann í ís- hokkí búning). A: Já, þetta var rosalega skemmtileg keþpni en hann fór nú úr dragtinni eftir hlé. Já er það, hann hefur gefist upp á að vera kona? A: Já, hann hefur ekki höndlað þetta! Finnst ykkur munur á því hvernig strákarnir 5G Myndir: Sóley Lilja Brynjarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.