Vera - 01.04.1999, Síða 56

Vera - 01.04.1999, Síða 56
Viðtal: Þórunn Eymundsdóttir Nú á dögunum fór fram úr- slitakeppni Morfís, ræðukeppni framhalds- skólanna. Sigurliðið var frá Menntaskólanum á Akureyri' og vann það með meiri stigamun en sést hefur í úrslitum í manna minnum (eitthvað um 380 stig- um). í liðinu voru þrjár stelpur og einn strákur, ég fór á stúfana og hitti fyrir þær stöllur Aðalheiði, Höddu og Þórhildi, hann Kjartan Smári var fjarri góðu gamni en sendi þó kærar kveðjur. Stelpurnar eru allar mjög heill- andi og sterkir karakterar og ó- hemju orkumiklar. Aðalheiður, liðstjórinn þeirra, á 10 mánaða gamlan son en gat þó fundið tíma til að sinna undirbúningnum og keppninni en þetta er, að þeirra sögn, gríðarlega tímafrekt ferli. Hadda er einnig að taka þátt í uppsetningu leikfélags MA á Kab- arett og svo er hún í 5. sæti á framboðslista Samfylkingar á Norðurlandi, þær eru báðar að fara að útskrifast í vor. Þórhildur er í 2. bekk. Stressið fyrir keppnina var gífurlegt og sögðu stelpurnar Aðalheiður Jóhannesdóttir mér að þau hefðu ælt reglulega, þegar dregið var út og svo áður en þau gengu í púltið. Hadda Hreiðarsdóttir Jæja stelpur, var þetta erfitt? H: Nei þetta var mjög létt, haha. Þeir voru mjög auðveld bráð þessir MH-ingar. A: Við héldum að við vissum fyrirfram hvernig þeir yrðu, svo komu þeir okkur svo- lítið á óvart, ég verð nú eiginlega að viðurkenna það. Hvert var deiluefnið í úrslitakeppninni? H: Hlutleysi, við vorum á móti því í öllum myndum. Eruð þið þá með fyrirfram skrifaðar ræður eða... A: Já, það er mínúta sem er óundirbúin... H:.. Þá erum við með spurningar og svör skrifuð á staðnum... A: þau eru best samin á staðnum Þ: þá getum við vitnað svo rosalega yel f þá (andstæðingana). Var þetta hreint strákalið hjá þeim? A: Já, liðstjórinn í MH liðinu mætti í kvendragt á keppnina, ég veit ekki alveg hvernig ég á að túlka það... H: Nei, veistu af hverju? Það var af því að við sögðum í viðtali við Moggann, sem við fórum í með þeim, að sama hvernig færi við værum allavegana fallegra liðið! Þetta fékk svona rosalega á þá að liðstjórinn mætti í dragt! Þeir stóðu bara ekki undir því að vera fjórir karlmenn í liðinu, þeir urðu að jafna þetta einhvernveginn út. A: Hann var mun grennri en ég, ég tapaði algerlega í kvenleika. Þ: Hann var þvílík hörmung ha ha ha... H: Ég samt fattaði þetta ekki alveg, eins og ef ég hefði mætt í einhverjum íshokkí bún- ing og bara...(leikur alvöru karlmann í ís- hokkí búning). A: Já, þetta var rosalega skemmtileg keþpni en hann fór nú úr dragtinni eftir hlé. Já er það, hann hefur gefist upp á að vera kona? A: Já, hann hefur ekki höndlað þetta! Finnst ykkur munur á því hvernig strákarnir 5G Myndir: Sóley Lilja Brynjarsdóttir

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.