Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 33

Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 33
Anna Ólafsdóttir Björnsson Lífið er dámsamlegt og það er myndin líka Þessi vetur ætlar að verða með þeim eftirminnilegri fyrir kvik- myndaáhugafólk. Ýmsir hafa kvartað undan því að meðalmennska einkenni kvikmyndauppskeru síðasta árs. Það sýnir vel hversu gjarnt fólki er að setja samasemmerki milli „kvikmynda” og amer- ískra kvikmynda. Sem betur fer eru fleiri að gera kvikmyndir en ameríkanar. Fyrst var það danska Veislan sem ég fjallaði um í síð- asta blaði og síðan margverðlaunaða ítalska myndin ,,La Vita e Bella” eða „Lífið er dásamlegt” sem fór á alþjóðamarkað 1998 en ítalskan markað 1997. Það er dálítið magnað að þessar tvær eftir- minnilegustu kvikmyndir síðustu ára skuli báðar fjalla um alvarleg- ustu mál sem hugsást geta með mikilli hlýju og húmor. En ekki eru þær líkar að öðru leyti en því að báðar eru fantagóðar. Fyrirsjáanleg umfjöllun Það dróst eitthvað svolítið hjá mér að sjá myndina „La Vita e Bella” eftir Roberto Benigni. „Drífðu þig á hana,” sögðu velviljaðar vinkonur mínar og vinir og auðvitað var ég alltaf á leiðinni. Eftir að hafa séð Roberto Benigni taka á móti Óskarnum, hoppa og skoppa eftir virðulegum bekkjunum, sagði ég við sjálfa mig að þetta mætti nú ekki dragast öllu lengur. Þegar ég loks sá hana fyr- ir skemmstu var hún enn sýnd í A-sal. Svo ég býst við að þið sem þetta lesið og hafið ekki séð myndina getið enn horft á hana í skikkanlega stórum sal. Þessi mynd hlýtur auðvitað að njóta sín hvar sem er. Endilega sjáið hana ef þið getið. Ég bjóst við góðu og umfjöllunin er að því leyti fyrirsjáanleg. En þrátt fyrir það kemur myndin um margt á óvart. Tvær hliðar á sama peningi Fyrir hlé brosir maður blítt út í annan og líður svo undravel og undiraldan I myndinni er varla farin að gera vart við sig. Myndin minnir jafnvel lítið eitt á gamla eftirlætismynd, „Kraftaverkin í Mila- no” eftir Vittorio de Sica, sem ég hlýt að hafa nefnt áður í pistlum mínum. Eftir hlé tekur við stanslaust áreiti en húmorinn hverfur ekki og það er hnífskarpt háðið sem er mestur styrkur myndarinnar. Ljúfleikinn hverfur ekki einu sinni en ekki láta ykkur dreyma um að fara að sofa strax eftir myndina. Flún er einfaldlega of áleitin til að slíkt sé hægt. Þáttur Benigni Þáttur Robertos Benignis sem er leikstjóri, aðalleikari og hug- myndasmiðurinn á bak við handritið er síst ofmetinn. Hann er geysivinsæll og nánast goðsögn í heimalandi sínu og á að baki margar ágætar myndir, m.a. í samstarfi við Jim Jarmusch og Jim Starck sem kom við sögu myndar Friðriks Þórs, „Á köldum klaka”. Svo á hann reyndar þann vafasama heiður að hafa leikið son bleika pardusins í misheppnaðri framhaldsmynd Blake Edwards fyrir nokkrum árum. En það er hægt að fyrirgefa honum allt eftir frammistöðuna í „Lífið er dásamlegt”. Handritið er gert eftir hug- mynd Benignis. Hugmyndin kviknaði með óbeinum hætti út frá sögum sem faðir hans sagði honum úr vinnubúðum fasista í seinni heimsstyrjöldinni. En Bengnini segir í nýlegu viðtali: „Ég var ekki að hugsa um föður minn þegar ég fékk hugmyndina en djúpt í huga mér var faðir minn ósjálfrátt mjög mikilvægur hluti hugmynd- arinnar.” Benigni og systur hans þrjár heyrðu sögur af martröðinni í vinnubúðunum strax í bernsku sinni eftir stríð en: „ég held að hann hafi verið hræddur um að hræða okkur svo hann sagði okk- ur hrikalega ógnvekjandi sögur. En hann fór fljótlega að segja þær á fyndinn hátt. Og þegar við fórum að hlæja að sögunum hans gerði hann það líka, og þá hætti hann að fá martraðir, losnaði und- an ánauðinni, frelsaðist.” Góður leil<.ur - en handritið gerir útslagið Leikararnir í myndinni eru hver öðrum betri. Eiginkonan, kennslu- konan Dóra, er Nicoletta Braschi, en þau Benigni eru einnig gift í veruleikanum. Maður sér stundum bregða fyrir afskaplega eðlilegu umburðarlyndi í augnaráði hennar í myndinni þegar fíflalæti bónd- ans eru mjög frumleg. Það skyldi þó aldrei vera ? Soninn valdi Bengini í hlutverkið vegna þess að honum fannst drengurinn svo ótrúlega ólíkur öllum börnunum I sjónvarpsauglýsingunum og víst er um það að drengurinn, Giorgio Cantarini, skilar sínu vel. Frænd- inn Guido, í meðförum Giustion Durano er líka eftirminnilegur. Benigni, sem hreppti tvær Óskarsverðlaunastyttur fyrir myndina, bæði fyrir leik sinn og fyrir bestu erlendu kvikmyndina, er þó óum- deild stjarna myndarinnar. En þrátt fyrir að margir eigi góðan leik í myndinni er það hugmyndin hans Benigni og handritið, sem gerir þessa mynd að því sem hún er. 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.