Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 55

Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 55
að stytta grilltímann. Þá er ýmis skelfiskur góður á grillið. Humar í skel er gott að grilla en gætið þess að grilla hann ekki of lengi þá verður hann þurr og bragðgæðin versna. Sama má segja um hörpudisk og rækjur. Það má þræða upp á spjót og grilla ferskt eða marínerað. Grænmeti Margt grænmeti er hægt að grilla og vantar mikið á að við fslendingar séum nógu dug- leg hvað það varðar. Sumt grænmeti getur verið gott að forsjóða áður en það er sett á grillið. Þannig má t.d. forsjóða rófur, sætar kartöflur eða venjulegar kartöflur og setja í sneiðum á grillið. Kartöflur eru gjarnan sett- ar í álpappír og grillaðar og er það góður kostur. f kartöflurnar er hægt að setja kryddaða súrmjólk eða AB-mjólk ( stað smjörs ef takmarka skal kaloríurnar. Maís, smámaís, sveppir, tómatar, paprikur, kúrbít- ur, laukur, eggaldin og margt fleira er sérlega gott að grilla. Ef grænmeti er grillað og hlut- ur þess er u.þ.b. einn þriðji af matardisknum náum við að fækka kaloríum verulega en það er brýnt fyrir marga að huga að því að halda kaloríunum niðri. Hvítlauk er sérlega gott að grilla og passar hann með ýmsum mat; fiski, kjöti og öðru grænmeti. Hollusta hvítlauks er margsönnuð en hvítlaukur er sótthreinsandi og örfar ónæmiskerfið og getur lækkað blóðþrýsting og blóðfitu. Ávextir Ávextir eru ekki síður góðir á grillið. Ban- ana er hægt að setja beint á grillið eða í ál- pappír. Perur eða epli er hægt að setja beint á grillið eða í álpappír og þá er e.t.v. hægt að setja örlitið af góðum líkjör með í álpappírinn. Þá má búa til ávaxtaspjót með mismunandi ávöxtum á, s.s. jarðaber, vín- ber, mandarínur, ananas, perur, og grilla. Þetta má borða með hunangsbættu jógúrti eða ís. Brauð Að lokum er sérlega gott að grilla brauð. Með einföldum hætti má útbúa brauðdeig og forma á mismunandi vegu og setja á grillið. Brauðdeig má vera með lyftidufti eða geri, allt eftir því sem maður vill sjálfur. Auðveldast er að gera brauð með lyftidufti en hér kemur ein auðveld uppskrift: 1 stór bolli hveiti 1 stór bolli heilhveiti 1/2-1 tsk salt 2-3 tsk lyftiduft kalt vatn eftir þörfum (ca. 1dl stór bolli) Þurrefnunum er blandað saman og vatni bætt við og hnoðað þar til deigið loðir ekki lengur við borðplötuna. Skiptið deiginu í hæfilega bita og formið þunnar flatar kökur. Brauðið er grillað í stutta stund á hvorri hlið. Þær lyfta sér vel og mynda holrúm að innan. Þær má borða beint af grillinu eða fylla með magurri sósu og grænmeti eða smjöri fyrir þá sem ekki þurfa að hugsa um kaloríurnar. Einfaldara getur það ekki verið. Möguleikarnir eru óteljandi það er bara að opna hugann fyrir nýjum hlutum og hafa á- ræðni til að prófa. Gangi ykkur vel. Höfuiiífur er matvœla- og lueríngarfrœðingur og er upplýsingastjóri hjá Rannsófutarstofnun fisítiðnaðarins. Námskeið Rauða kross íslands • Almenn skyndihjálp • Sálræn skyndihjálp • Barnfóstrunámskeið • Námstefna um neyðarvarnir • Sendifulltrúanámskeið • AlþjóðamáL og alþjóðastarf • Mannúð og menning • Námskeið URKÍ • Slys á börnum • Leiðbeinendanámskeið Auk fjölda annarra námskeiða Nánari upplýsingar og skráning hjá Rauða krossi íslands og deildum um allt Land. Þú getur ekki alltaf treyst því að aórir þekki réttu vióbrögðin við slysum og öðrum áföllum. Þú gætir einmitt lent í þeirri aðstöóu að Lif og andleg velferð annarrar manneskju séu háó þvi að þú bregðist rétt við á réttu andartaki. Ertu búinn undir það? Þaó getur borgað sig að kunna að bregóast við því óvænta í lífinu. Hringdu og pantaðu bækling um námskeiðin okkar. Rauði kross íslands Efstaleiti 9, 103 Reykjavík. Sími 570 4000 heimasíða: www.redcross.is Netfang: central@redcross.is 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.