Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 17
neðan ákveðið þak: Glerþakið sem þær hafa
svo oft rekið sig harkalega uppundir.
Konurnar „fá að vera með” ef þær eru
þægar, en ef þær vilja breyta, mótmæla eða
beita öðrum aðferðum en hefðin segirtil um,
þá verður fyrir þeim grjóthart glerið. Það er
ekki nóg með að vinnutími stjórnmálafólks
sé óhentugur konum (mikil fundaseta um
kvöld og helgar, hentar illa fyrir þann sem
tekur mesta ábyrgð á börnum og heimili),
heldur er kerfið sjálft valdapíramídi sem
gerður er af körlum, fyrir karla. Við þeim
„valdastrúktúr” verður ekki auðveldlega
hróflað. Konur sem „boðnar eru velkomnar”
inn í þetta kerfi rekast á ótal hindranir, bæði
sýnilegar og ósýnilegar. Þær fá sem sagt
sæti en takmörkuð völd:
„Konur geta vissulega fengið að vera and-
lit valdsins, en þær fá aldrei að vera heilinn
á bak við ákvarðanirnar.” (bls.69)
Það er sannarlega þörf á að gefa út svona
bækur þar sem blákaldar staðreyndir tala,
því konurnar sem þarna segja frá hafa
kynnst fyrirstöðunni af eigin raun. Þá er ekki
hægt að segja eina ferðina enn að allt svona
tal sé bara „kerlingavæl og hystería” en til
slíkra fullyrðinga er gjarnan gripið til að kæfa
tal kvenna um takmarkaðan framgang þeirra
í stjórnmálum sem og öðru. í þessari bók eru
ólýðræðislegar staðreyndir gerðar sýnilegar
og er það vel. En þókin er ekki aðeins hróp-
andi gagnrýni á feðraveldið, hún tekur líka á
því sem konur mættu betur gera sér og sín-
um málstað til framdráttar. Flestar konurnar
tala um að það bráðvanti þverpólitíska sam-
stöðu kvenna. Þær þurfa að koma sér upp
alvöru tengslaneti sem gerir þær sterkari.
Þær verða að eiga bakland hver í annarri,
hvar sem þær standa í flokki eða atvinnu.
Þær þurfa að byggja upp „kvenkyns kol-
krabba” með klær út um allt þjóðfélag og
„konur verða að fara að kannast við það að
þær vilji völd.” (bls:67)
En það er ekki alltaf nóg að vilja. Það
er hægara sagt en gert fyrir kvenmann að
komast í „toppstöðu” þar sem völdin og
peningarnir eru:
„Jafnvel þótt við séum orðnar svona
margar í pólitíkinni eru valdamestu stöðurn-
ar fráteknar fyrir karlmenn.” (Helena Nils-
son, þls.120)
Á málþingi um konur í stjórnmálum sem
nýlega var haldið ( Ráðhúsinu urðu gestir
svo sannarlega varir við að karlar sleppa
ekki svo auðveldlega völdunum þó þeir tali
fjálglega um nauðsyn þess að fjölga konum
á þingi. Þegar Friðrik Sóphusson (sem þá
var að hverfa úr fjármálaráðherrastólnum)
var spurður að því hvers vegna hann tæki nú
ekki af skarið og segði: „Hér er laus ráð-
herrastóll fyrir konu,” varð fátt um svör og
helst þau að hann réði engu um það einn.
Hvers vegna getur Sjálfstæðisflokkurinn þá
ekki riðið á vaðið og sýnt sögulegt frum-
kvæði á þessu sviði? Hvað er í veginum?
Skilgreining þessara
ósýnilegu hindrana hefur
reynst konum gríðarlega
sterkt vopn í baráttunni og
þær hafa komið sér upp
táknmáli sem þær geta
notað sín á milli þegar
þær sjá aðferðunum beitt.
Og hvers vegna flytja karlarnir sig úr póli-
tíkinni yfir í stórfyrirtækin?
í bókinni er komið inn á það hvort valda-
kerfi feðraveldisins sé kannski alltaf skrefi á
undan og völdin „hlaupi alltaf í burtu” þegar
konur koma á svæðið. Við vitum að völdin
hafa færst í auknum mæli út i atvinnulífið, í
stórfyrirtækin þar sem fjármagnið er. Eru
pólitíkusar kannski í auknum mæli strengja-
brúður hagsmunaaðila og hafa þá engin
raunveruleg völd? í það minnsta eru konur
sjaldséðir ráðamenn í valdamestu fyrirtækj-
unum, Evrópusambandinu og öðrum bákn-
um sem leggja línurnar. Við getum þá velt því
fyrir okkur hvort baráttan fyrir fleiri konum á
þing sé fyrirfram töpuð og að nær væri að
berjast fyrir framgangi kvenna í stjórnir stór-
fyrirtækja. Slagorð kvennabaráttu framtíðar-
innar gæti því orðið eitthvað á þessa leið:
„Fleiri konur í kolkrabbann!”
Ekki stjórnmálamenn heldur
kynverur
Ég verð að játa að margt af því sem fram
kemur í þókinni kom mér verulega á óvart.
Ég hefði satt að segja aldrei trúað því að
konur þyrftu að úthella svo miklu blóði, svita
og tárum til að klífa hið pólitíska fjall og kom-
ast svo að raun um að völdin eru lítil sem
engin þegar upp er komið. Sumar kvenn-
anna voru oft þvingaðar til að greiða atkvæði
gegn eigin sannfæringu því ýmist réð vilji
flokksins eða málin voru fyrirfram afgreidd á
bak við tjöldin. Ekki hélt ég heldur að það
tiðkaðist í „siðmenntuðum nútíma stjórnmál-
um” að fólk kæmi fram hvert við annað af
þeim dónaskap sem opinberast í þessari
bók. Slík framkoma felur í sér skýr skilaboð:
Konur eru ekki teknar alvarlega:
„Það er gott að ungu konurnar eru með
núna og læra almennilega að drekka og
ríða.” (Athugasemd sem Hanna Zetterberg
fékk þegar hún var nýbyrjuð á þingi. bls. 52)
„Það var komið fram við mig eins og ég
hefði ekkert á milli eyrnanna. Einu sinni
beindi svæðissjónvarpið myndavélinni að
brjóstunum á mér.” (Ria Edin, bls.43).
Þannig eru konur afvopnaðar með skila-
boðum um að þær séu engir stjórnmála-
menn heldur fyrst og fremst kynverur. Og
eldri konurnar eru „breytingaskeiðsherfur.
”En það er einnig unnið gegn þeim með
ýmsu öðru móti og sérstakur kafli er í bók-
inni um „drottnunaraðferðirnar” sem óspart
eru notaðar á konur í pólitík og einnig úti í
samfélaginu. Skilgreining þessara ósýnilegu
hindrana hefur reynst konum gríðarlega
sterkt vopn í baráttunni og þær hafa komið
sér upp táknmáli sem þær geta notað sín á
milli þegar þær sjá aðferðunum beitt. Og
það virðist ekki veita af að styrkja þær sem
koma nýjar inn. Það kemur oftar en einu
sinni fram í bókinni að ungar konur lifa gjarn-
an í þeirri blekkingu að jafnrétti ríki í þjóðfé-
laginu. Þær sem fara út í pólitík verða því fyr-
ir hálfgerðu áfalli þegar þær finna harkalega
að raunin er allt önnur. Það er ein af ástæð-
unum fyrir brotthvarfi ungra kvenna úr
stjórnmálunum. Þessi bók er því gott vega-
nesti fyrir nýliðana því þær hljóta að vera
betur undirbúnar til að takast á við vandann
ef þær vita hverju þær geta átt von á og læra
ef þeim eldri og reyndari hvernig best er að
bregðast við.
Ann-Sofie Ohlander er ófeimin við að
segja hlutina hreint út og hvetur ungar kon-
ur óspart til dáða:
„Fyrsta kjörtímabilið er verst. Það þarftu
að vita svo þú gefir sjálfri þér annað tæki-
færi.” (bls.85).
„Haidið áfram, en gerið minni kröfur til
ykkar sjálfra. Þið skuluð ekki gleyma því
hvað það er mikilvægt að þið eruð þarna.
Þið eruð ekki bara einstaklingar heldur
tákn.” (bls. 88).
Fyrirmyndirnar skipta vissulega miklu máli
í baráttu kvenna því:
„Við getum fyrst þær gátu.” (bls 91) En
það eru ekki eingöngu aðrar stjórnmálakon-
ur sem þessar sterku konur líta til. Sérstakur
kafli fjallar einmitt um fyrirmyndir þeirra og
það er gaman að sjá hversu fjölþreyttur sá
hópur er: T.d. Mandela, Móðir Theresa, Gro
Harlem Brundtland, Simone de Beauvoir og
allar hverdagshetjurnar, að ógleymdum
mæðrum og ömmum sem eru sterkari fyrir-
myndir en við gerum okkur grein fyrir:
„Það var mamma, ég vissi það bara ekki.”
(Vigdís Finnbogadóttir bls:78).
Lína langsokkur og Lotta í Skarkalagötu,
ásamt poppstjörnum eins og Nínu Hagen,
áttu stóran part í mótun yngri kvennanna og
það minnir okkur uppalendur á hversu miklu
það skiptir hverslags bókmenntir og tónlist
við kynnum fyrir börnum okkar:
„Litla barnið í mér hvílir enn í hlýju og
sterku fangi Línu langsokks.” (Maria Hern-
gren bls. 81).
17