Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 15

Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 15
Notkun geðdeyfðarlyfja á Norðurlöndum 1993-1997 (1998) 6(J100Olb/dag 0 N06AX Oonur oeödeylöaftyl ■ N06AG MAO btokkarar t kenni sér um allt sem miður fer, t.d. þegar um kynlífsvandamál er að ræða. Ungar stúlkur þurfa oft ekki nema tvö til þrjú skipti hjá sálfræð- ingi til að standa á eigin fótum - standa með sjálfum sér. Þær þurfa þara að fá að heyra að það sé allt í lagi með þær!” Lyfin kenna ekki neitt Þær ískyggilega háu tölur sem hér koma fram um neyslu Islendinga á geðdeyfðarlyfjum leiða talið að því hvað lyfin gera í raun og veru. „Lyfin kenna fólki ekkert, þau geta dempað eða örvað tilfinningar en þau kenna engar leiðir til að takast á við lífið,” segir Ása. „ Nýju lyfin gera fólk ekki eins sljótt og eldri lyfin en bent hefur verið á að þau hafa líka alvarlegar aukaverkanir. Þau hafa verið gagnrýnd fyrir að gera fólk hlutlaust, fólki verður sama um það sem er að gerast í kringum það og það hljóta að teljast minni lífsgæði en ella, þó að lífsgæðin aukist að sjálfsögðu ef lyfin draga úr örvæntingu. Talað er um að lyfin valdi kyndeyfð og þá hef ég heyrt að eiginmennirnir kvarti um áhugaleysi kvennanna fremur en að þær kvarti sjálfar.” Ása segir að sálfræðingar noti hugræna nálgun á þunglyndi með því að skoða tengslin á milli hugsana og tilfinninga. Þeir velta fyrir sér hvaða hugsanir valda þunglyndi og hvernig fólk leysir vandamál sem upp koma. „Talað er um verkefnismiðaðar lausnir og tilfinningamið- aðar varðandi það hvernig fólk bregst við verkefnum. Sumir sérfræð- Mataræði og þunglyndi. Kolbrún Björnsdóttir, grasalæknir, rekur læknastofu í Kjörgarði, við Laugaveg í Reykjavík. Margir halda sjálfsagt að grasalæknar fáist eingöngu við lækningu líkamlegra kvilla en svo er ekki. Þeir líta á líkama og sál sem eina heild, ólíkt því sem hefur tíðkast innan hefðbundinnar læknisfræði á Vesturlöndum. Grasalæknar álíta einnig að sumar þeirra fæðutegunda sem flestum finnst sjálfsagt að við neytum daglega séu afar óhollar fyrir líkama og sál. Kolbrún segir fólk m.a. leita til sín vegna þunglyndis og segist hún hafa ýmis ráð við því. Hún nefnir fyrst kaffið. Það segir hún að sé afar slæmt fyrir þunglynda, því það veiki svo taugakerfið. Oft valdi það svefntruflunum og ef fólk gengur um vansvefta í langan tíma líður því afar illa og verður þunglynt í kjölfarið. Þá segir Kolbrún að hvítur sykur sé aðalfíkniefni nútímamannsins. Sykurinn segir hún valda þreytu og veikja ónæmiskerfið. Líkamlegur slappleiki valdi svo oft þunglyndi. Kolbrún á í fórum sínum margar tegundir af jurtum sem hún ráðleggur fólki með léttvæg þunglyndiseinkenni að neyta, en sé um alvarleg einkenni að ræða ráðleggur hún fólki að taka jurtirnar inn ásamt lyfjum frá geðlækni. vsv ingar telja að munur sé á milli kynjanna hvað þetta varðar, þ.e. að konur noti tilfinningalegar lausnir en karlar verkefnamiðaðar. Konum hættir til að ásaka sjálfar sig og telja að þær hafi gert eitthvað rangt ef eitthvað kemur upp í lífinu, á meðan karlar horfa hlutlausar á mál- r „Giftir karlar hafa mun lægri tíðni þunglyndis en ógiftir en T oðru mali gegmr um konur. Viða a Vesturlondum hafa giftar kon- ur sambærilega eða jafnvel hærri tíðni á þunglyndi en ógiftar. Þetta er þó breytilegt eftir þjóðlöndum og í sumum löndum þar sem staða giftra kvenna er mikils metin er tíðni þunglyndis lægri hjá gift- um konum. Makamissi, hjónaskilnaði og sambúðarslitum fylgir oft þunglyndi og ekki síður hjá körlum en konum.” Hatldóru Ólafsdóttur geðlæknis í ritinu in, telja t.d. að eitthvað í umhverfinu geti valdið vandanum fremur en eitthvað sem þeir gerðu eða gerðu ekki. Svona hugsanir geta valdið þunglyndi hjá konum. Karlar leita frekar í áfengi á meðan þær fá ró- andi pillur. Sumir hafa velt fyrir sér hvort að á bak við hvort tveggja geti legið sömu orsakir. Verkefni sálfræðinga er að hjálpa fólki að takast á við tilfinningar sínar án þess að nota áfengi eða pillur. Lífið er fullt af erfiðum verkefnum sem við þurfum að takast á við. Við þurfum að spyrja okkur: Ætla ég að láta mig ganga fyrir eða ætla ég að hugsa um hina? Konur eru ekki aldar upp til þess að láta sjálfar sig ganga fyrir, þær taka yfirleitt tilfinningar annarra fram yfir sínar eigin. Kannski er það þetta viðhorf sem við verðum að breyta?” EÞ Úr grein Heilsufar kvenna. grindavIk 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.