Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 41

Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 41
þjóðanna. En eru Sameinuðu þjóðirnar ennþá til? Eru þær ekki orðnar að leikfangi í höndum stórveldisins sem eftir er? ísrael gerir árás á Suður-Líbanon. Heyrast mótmæli frá Sameinuðu þjóðunum? Nei. - Tyrkland rænir andófsmanni, leiðtoga Kúrda, með hjálp leyniþjónustu ísraels og Bandaríkjanna. Mótmæla Sameinuðu þjóðirnar? Nei. - Tyrkland ræðst inn í Norður-írak til að drepa Kúrda. Mótmæla Sameinuðu þjóðirnar? Nei. I skýrslunni kemur fram að auður þriggja ríkustu ein- staklinga í heiminum er meiri en samanlagðar þjóðartekjur 48 fátækustu þróunarlandanna. Fyrir hvað stendur MFÍK? argir hafa heyrt minnst á MFÍK eða Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna án þess að vita mikið meira um fyrirbærið. Reynum að bæta úrþví. Þetta eru kvennasamtök, sem stofnuð voru árið 1951. Þau láta tii sín taka varðandi ýmis málefni í samfélaginu, einkum það er varðar konur og börn. Samtökin eru þekkt fyrir að vera róttæk íjákvæðri merkingu þess orðs og tala hreint út úr pokanum. Styrkur samtakanna felst í því að þau eru frjáts og óháð. MFÍK er aðildarfélag að Alþjóðasambandi iýðræðissinnaðra kvenna sem stofnað var í París árið 1945. Stofnendur þeirra samtaka voru konur í 41 iandi, sem áttu það sameiginlegt að hafa lifað af hrylling seinni- heimsstyrjaldarinnar. Sumar höfðu tifað af vistina í fangabúðum nasista og margar komu úr röðum virkra andspyrnukvenna. Þessar konur fylltust nýrri von við lok stríðsins og þær strengdu þess heit 8. mars 1945 að leggja sitt af mörkum til heimsfriðar. Nú eiga 112 félagasamtök kvenna í 91 landi aðild að samtökunum. Fljótlega eftir stofnun Alþjóðasamtakanna fóru þau að fylgjast með störfum Sameinuðu þjóðanna og urðu samtökin virk í störfum þeirra með tillögurétt í ýmsum málaflokkum. Það var t.d. fuiltrúi Aiþjóðasamþands lýðræðissinnaðra kvenna, Herta Kuusinen, 100.00 kr. lágmarkslaun Opinn fundur haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur þann 8. mars 1999 á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti, krefst þess við stjórnvöld að framfærsluvísitala á einstakling, sem í dag er um 100 þúsund krónur, verði lögbundin sem lágmarkslaun og lífeyrir í landinu. Annað er ekki boðlegt fimmtu ríkustu þjóð heims. Ályktunin var samþykkt einróma. Annars vegar eru þjóðir sem eru útilokaðar frá samfélagi þjóðanna, eins og írak, Júgóslavía, Lýbía og Kúba - og hins vegar eru lönd sem leyfist allt af því að þau eru örugg um stuðning utanríkisráðherra (slands og annarra álíka. Við berum ábyrgð. Við erum ekki áhorfendur í fjarlægð. Árið 1998 fékk íslenska ríkið um það bil 150 miljónir króna í greiðslur fyrir flug herflugvéla Bandaríkjamanna um loftsögu íslands (hér er einungis um gegnumflug að ræða, ekki frá Finnlandi, sem bar fram tillöguna um alþjóðlegt kvennaár. Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna hafa frá upphafi starfað í anda og samkvæmt markmiðum Aiþjóðasamtakanna og lagað þau að isienskum aðstæðum. Kostir þess fyrir lítið félag hér uppi á íslandi að vera í tengslum við stór alþjóðleg samtök eru augljósir. Þannig tekst okkur að fá meiri yfirsýn yfir heiminn en okkur tækist upp á eigið eindæmi héðan af skerinu, með þann fréttaflutning sem við þúum við. Markmið MFÍK er að sameina íslenskar konur til baráttu fyrir: - Alheimsfriði og afvoþnun - Frelsi smáríkja gegn allri ágengni stórvelda - Hlutleysi íslands í hernaðarátökum og gegn hvers konar erlendri ásælni - Að herstöðvar á Islandi verði lagðar niður - Vináttu og samvinnu kvenna í öllum löndum heims - Réttindum kvenna - Réttindum og vernd barna - Menningarmálum og almennum mannréttindum Núverandi formaður MFÍK er Eygló Bjarnardóttir. Féiagskonur i MFÍK hafa í vetur staðið fyrir fundaröð undir yfirskriftinni FJÖLSKYLDU þær vélar sem hafa átt viðkomu í Keflavík). ísland hagnast á hernaðarátökum í heiminum hvort sem er í írak, Bosníu eða Kosovo. Síðan er grátið krókódílatárum og safnað peningum fyrir áfallahjálp og saumavélar handa stríðshrjáðum konum. Samúð gagnvart konum er iðulega hræsni. Auðvitað hefur Alþingi íslendinga samþykkt fjárveitingar til múslimakvenna í Bosníu og það ertrúboð á vegum íslendinga einhvers staðar í Afríku. EN ef við stæðum í raun og veru með konum, þá hefðum við ekki stutt Bandaríkin i að koma Talibönum til valda í Afganistan og gert þeim kleift að niðurlægja konur og troða á mannréttindum þeirra. Ef við stæðum með konum, þá styddum við ekki einræðisríki eins og Saudi-Arabíu og Kúveit, þar sem konur hafa engin réttindi. Ef við viljum standa með konum þá liggur stuðningur okkar ekki í því að senda þeim peninga eða sendinefnd, heldur í því að berjast fyrir lýðræði í viðkomandi landi þannig að konurnar geti sjálfar barist fyrir réttindum sínum. STEFNA ÓSKAST. Fundirnir eru haldnir í MÍR-sainum við Vatnsstíg 10. Miðvikudaginn 19. maí verður fjallað um Ástæður brottfaiis úr skóla - hvað verður um unglingana? Fundirnir eru öllum opnir og hefjast kl. 20. Við hvetjum konur til að koma og leggja okkur lið. Mikilvægi frjálsra og óháðra félagasamtaka er síst minna nú en áður. MFÍK hafa látið til sín taka varðandi ýmis mál samfélagsins. Styrkur samtakanna felst íþví að þau eru frjáls og óháð. Lýðræðið hefur þörf fyrir slík samtök, enda nærist iýðræðið á gagnrýnni hugsun. Vöggusængur, vöggusett. Póstsendum Skúlavörðu.stÍK 21 Sími 551 4050 Rcykjavík 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.