Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 3

Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 3
Hverjir hafa lagt sitt á vogarskálar jafnréttis? Hverjir hafa unnið jafnréttis- baráttunni gagn og hverjir ógagn? Sendu VERU ábendingar. AÖ konur þekki tilfinningar sínar Það er staðreynd að hér á landi er neytt mun meira af svokölluðum geðdeyfð- arlyfjum en í nágrannalöndunum. Sú staðreynd hlýtur að benda til þess að ís- lendingar þjáist meir af þunglyndi og kvíða en aðrar þjóðir. Neysla þessara lyfja hefur þrefaldast hér á landi á sl. fimm árum. Á sama tíma er sagt að ýmis ytri skilyrði hafi batnað - oft nefnt góðæri í daglegu tali. Helmingi fleiri konur en karlar neyta geðdeyfðarlyfja hér á landi. Það er þörf á að hafa áhyggjur af þeirri staðreynd. Hún segir okkur að það sé ekki allt með felldu í samfélagi okkar. Ef fjölda kvenna tekst ekki að komast í gegnum daginn örðu vísi en með hjálp lyfja sem bæta andlega og tilfinningalega líðan þeirra þarf að gera eitthvað í málinu. Vandinn er orðinn það stór að heilbrigðisráðuneytið skipaði nefnd til að kanna ástæður þessarar miklu neyslu og finna leiðir til að minnka hana. Kostnaður hins opinbera af nýrri tegund geðdeyfðarlyfja var 700 milljónir króna á sl. ári, en heildarkostnaður vegna þunglyndisraskana landsmanna er talinn vera a.m.k. 2,4 milljarðar. Það er umhugsunarvert að ekki skuli gert átak í forvörnum vegna þessa sjúkdóms, eins og t.d. er gert þegar um hjarta- og æðasjúkdóma er að ræða. Er þunglyndi feimnismál? Er það vegna þess að þar er um að ræða til- finningar sem svo auðvelt er að loka augunum fyrir og við erum ekki vön að ræða um? Breyting á lögum um meðferð opinberra mála sem ganga í gildi 1. maí 1999. Þar er m.a. kveðið á um að lög- reglu sé skylt að tilnefna réttargæslumann ef rannsókn máls beinist að kynferðisbrotum og brotaþoli óskar þess. Einnig að ávallt skuli tilnefna réttargæslumann ef brotaþoli hefur ekki náð 18 ára aldri þegar rannsókn hefst. Fleiri breytingar á lögunum eiga einnig að gera þolendum kynferðisbrota auðveldara að sækja mál sín fyrir dómstólum. Kærunefnd jafnréttismála fyrir úrskurð i máli séra Yrsu Þórðardóttur sem hún höfðaði gegn biskupi íslands vegna ráðningar í stöðu prests á Sel- tjarnamesi. Kærunefndin telur að Yrsa hafi að minnsta kosti jafnmikla menntun og karlmaðurinn sem ráðinn var, en hann hafði nýlokið guðfræðiprófi, og að starfsreynsla hennar sé meiri og falli betur að umræddu starfi en hans. Kærunefnd beinir þeim tilmælum til biskups íslands að fundin verði viðun- andi lausn á málinu. Tilvera í Grundarfirði hópur mæðra sem starfað hefur í þrjú ár og stendur fyrir starfi með unglingum. Starfið miðar að því að fræða unglingana um ýmsa þætti lífsins sem kalla mætti lifsleikni og eru ekki á námskrá skólanna. Haldnir em fundir, námskeið og farið á veit- ingahús eða skemmtanir með unglingunum. í viðtali við Ásu Guðmundsdóttur sálfræðing kemur fram að lágt sjálfsmat veld- ur konum mikilli vanlíðan og að sjálfstyrking sé ein mikilvægasta forvörn gegn ýmsum tilfinningalegum vandamálum. Hún bendir á hve ólíkt kynin eru mótuð, hvernig stelpum er kennt að vera umburðarlyndar og ýta sínum óskum til hlið- ar því þarfir og óskir annarra séu mikilvægari. Þetta viðhorf hefur mótað konur allt of mikið og allt of lengi. Þess vegna er mikilvægt, nú ekki síður en fyrir 36 árum þegar Betty Friedan skrifaði bók sína The Feminine Mystique, að konur þekki tilfinningar sínar og viti hvað þær vilja sjálfar, í stað þess að láta aðra segja sér það. Það er þörf fyrir vitundavakningu meðal ungra kvenna. Baráttunni er ekki lokið. mínus Félagsmálaráðherra fyrir að leggja niður starfshóp sem gera átti tillögur að leiðbein- andi reglum um starfsmat, áður en hópurinn hafði lokið verkefni sfnu. Fulltrúar ASl og BSRB mótmæltu ákvörðun ráðherra harölega og telja að hún auki hættu á að kynhlutlaust starfsmat muni eiga erfitt uppdráttar hér á landi á næstu misserum. Ríkisstjórnin fyrir að verja ekki meira fé til félagsmála en raun ber vitni. I bæklingi sem Skrifstofa jafnréttismála gaf út kemur fram að út- gjöld til félagsmála eru lægst hér á landi, í samanburði við löndin 17 á Evrópska efnahagssvæðinu, eða 19% af land- framleiðslu. 116. sæti er Grikkland með 19,8% en Danir eru í 1. sæti, meö 34,3%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.