Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 53

Vera - 01.04.1999, Blaðsíða 53
Eftirmáli þýðenda Undanfarin ár hafa sögur amerískra blökkukvenna vakið athygli bæði lesenda og bókmenntagagn- rýnenda víða um heim og er Alice Walker ein þeirra kvenna sem fengið hefur mikið lof fyrir ritstörf sín. Alice er afkastamikill rithöfundur en auk skáldsagna hefur hún gefið út Ijóðabækur, smásagnasöfn og skrifað fjölda greina um ýmis málefni. Skáldsagan Purpuraliturinn, sem kom út árið 1985, er þó líklega þekktasta verk hennar en hún hefur verið þýdd á islensku og mörg önnur tungumál. Einnig hefur bandaríski leikstjórinn Steven Sþielberg gert kvikmynd byggða á sögunni sem sýnd hefur verið hér á landi. Eftirmynd Dóttur er ein af þekktari smásögum höfundar. Hún lýsir á áhrifa- mikinn hátt sambandi föður og dóttur á dögum þrælahalds í Suðurríkjum Banda- hkjanna. í sögunni leggur Alice sérstaka á- herslu á tengingu stúlkunnar við náttúruna með því að lýsa skynjun hennar á um- hverfinu; því sem hún finnur, heyrir, sér og snertir. Faðirinn virðist hins vegar ekki vera í neinum tengslum við náttúruna. Tákn- myndir valds og trúar eru vopn hans er dóttirin kemur heim þar sem hann situr á veröndinni og les Biblíuna með byssuna innan seilingar. Faðirinn telur það hlutverk sitt að dæma dóttur sína og tekur þannig sæti hins almáttuga Guðs sem hefur vald til þess að gefa líf og deyða. Keðjuverkandi kúgun í skrifum sínum hefur Alice tekið á ýmsum málefnum blökkufólks er varða menningu þeirra og þjóðfélagsstöðu og hefur hún meðal annars gagnrýnt kynþáttamisrétti suðurríkjanna í nafni kristinnar kirkju og bókstafstrúna sem réttlætir eignarrétt karlmannsins á konunni. Hún hefur verið málsvari fyrir kynstofn sinn og barist fyrir breyttu viðhorfi í garð hans án þess að reyna að fegra ímynd svertingja en staða blökkukonunnar er henni þó fyrst og fremst hugleikin. Alice bregður tvímælalaust nýju Ijósi á blökkumannasamfélagið í þessari sögu með sýn sinni á sifjasþell. Hún sýnir mikla djörfung með þessu efnisvali þar sem kynferðislegt ofbeldi föður gegn dóttur hefur af augljósum ástæðum verið þaggað niður af karlrithöfundum bókmenntasög- unnar. Um leið afhjúpar hún dökkar hliðar á svertingjasamfélaginu og kallar þannig á reiði blökkumanna er hún beinir sjónum sínum að ofbeldi innan svarta kynstofns- ins. En tilgangur hennar er fyrst og fremst sá að benda á blökkukonuna sem fórnar- lamb og endahlekk í kúgunarferli þar sem hvíti maðurinn kúgar svarta manninn sem bregst aftur á móti við valdaleysi sínu og vanmætti með því að kúga svörtu konuna. Það er því blökkukonan sem að lokum neyðist til að bera þá byrði sem aðrir hafa varpað frá sér og ekki að ástæðulausu sem hún hefur verið kölluð „múldýr heims- ins”. Byggt á útvarpsþætti í umsjá þýðenda sem sendur var út á Rás 118. maí 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.