Vera


Vera - 01.12.1999, Side 6

Vera - 01.12.1999, Side 6
K v E N N-A^ _r f CA Konur eru mikilvægar í efnahags og atvinnulífinu Hlutur kvenna í eigin atvinnurekstri er í engu samræmi við mikla þátttöku þeirra í atvinnu- lífinu. Stuðningur sem leiði til fjölgunar fyrirtækja kvenna og aukinnar þátttöku þeirra í at- vinnurekstri, treystir stöðu íslensks atvinnu- og efnahagslífs. Þetta var meginforsenda fyrir starfi nefndar sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra skipaði í janúar 1997 og hafði það hlutverk að meta þörf fyrir sérstakar stuðningsaðgerðir sem tækju mið af þörfum kvenna í atvinnurekstri. Jónína Bjartmarz lögfræðingur átti sæti í nefndinni og hún er formaður Félags kvenna í atvinnurekstri (FKA) sem stofnað var sl. vor. í niðurstöð- um nefndarinnar var einmitt lagt til að stofnað yrði félag eða tengslanet kvenatvinnurek- enda með stuðningi stjórnvalda. Jónína rekur Lögfræðistofuna sf. ásamt manni sínum, Pétri Þór Sigurðssyni hæstaréttarlögmanni. Þau eiga tvo syni, 10 og 14 ára, og Jónína er for- maður samtakanna Heimili og Skóli, auk þess að vera varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn. „Það var gaman að fá að taka þátt í þessu nefnd- arstarfi," segir Jónína í samtali við VERU. „Okkar niðurstaða var sú að það væri þörf á stuðningi við konur í atvinnurekstri vegna þess að það hefði mikið gildi fyrir efnahags- og atvinnulífið, en ekki út frá jafnréttishugsuninni. Mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja og gildi kvenna í efnahags- og atvinnulífinu er mjög til umræðu bæði á evr- ópska efnahagssvæðinu og í Bandaríkjunum. En konur eru ekki hrifnar af því að litið sé öðruvísi á þær sem atvinnurekendur heldur en karla og þeim finnst lítilsvirðandi að talað sé um sérstöðu kvenna. Þarsem fjölskylduábyrgðin hvílir þyngra á konum en körlum lögðum við í nefndinni til að þessu yrði snúið við og talað um sérstöðu karla að hafa ekki þessa fjölskylduábyrgð. Við töluðum því ekki um sérstöðu kvenna heldur gildi þeirra og mikilvægi fyrir heilbrigt atvinnulíf," segir Jónína þegar hún rifjar úm starf nefndarinnar og aðdrag- andann að stofnun FKA. „Félagið á að virka sem tengslanet kvenna innbyrðis og jafnvel að vera vettvangur viðskipta- tengsla. 260 konur gerðust félagar á stofnfundin- um en félagskonur eru nú orðnar 460. Til að fá nánari upplýsingar um fyrirtækin sem þær reka sendum við út spurningalista því nöfn fyrirtækj- anna gáfu oft ekki til kynna um hvers konar starf- semi væri að ræða. Ekki hefur verið ákveðið hvort þessar upplýsingar verða opnar öllum, t.d. á Net- inu, eða aðeins dreift á meðal félagskvenna. Markmið félagsins eru að gæta hagsmuna kvenna í atvinnurekstri, efla samstöðu og sam- starf þeirra á milli og vinna að því að konur í at- vinnurekstri verði markhópur fyrir banka og lána- stofnanir og myndi þrýstihóp um hagsmunamál kvenna." Fræðsla um fyrirtækjarekstur Jónína segir að markmið félagsins sé líka að bjóða upp á ýmsa fræðslu til félagskvenna. Hún segir að þó að ýmis fræðsla um rekstur fyrirtækja standi fólki af báðum kynjum til boða, sé reynslan sú að konur komi frekar þegar boðið er upp á sérstök námskeið fyrir þær. „Það kom t.d. í Ijós hjá Iðn- tæknistofnun sem oft bauð upp á námskeið um stjórnun og rekstur fyrirtækja. Það kom kannski ein kona en þegar boðið var upp á sérstök nám- skeið fyrir konur þá fylltust þau. Konur virðast leita eftir öðru en karlar og það virðist þurfa að höfða sérstaklega til þeirra." Jónína segir að þarfir félagskvenna séu mjög mismunandi hvað námsefni snertir. Sumar eigi nánast ekkert ólært en vonast sé til að þær miðli reynslu til hinna. „Konurnar eru mjög mis langt komnar I rekstri sínum. Eftir að hafa kynnt mér þetta svolítið finnst mér mikilvægast að byrja á að bjóða upp á námskeið í notkun Internetsins þvf margar félagskonur eiga eftir að kynna sér mögu- leika þess betur og nýta sér þá. Mér finnst líka mikilvægt að kynnt verði mismunandi rekstrar- form fyrirtækja, kostir og gallar með tilliti til skatta o.fl. því margar konur reka fyrirtækin á eig- in kennitölu og virðisaukaskatti. Það er nauðsyn- legt að þær þekki möguleikana og geti tekið til í rekstri sínum miðað við hvað passar þeim. Þriðja námskeiðið gæti svo verið um markaðs- mál. Þá hef ég í huga að fá konur sem reka mark- aðsfyrirtæki og eru félagskonur til að kynna fyrir hinum hvað mikilvægast er að gera í markaðsmál- um. Það er áberandi hvað konur sem eru að byrja með rekstur hugsa lítið um markaðsmál. Þær vinna og vinna en of lítil markaðssetning vill oft hamla þeim." Velta 16 milljörðum með 4000 manns í vinnu Þó að konur reki aðeins um 18% fyrirtækja hér á landi hefur komið í Ijós í könnun að velta fyrir- tækja félagskvenna í FKA er um 16 milljarðar og þær eru með um 4000 manns í vinnu. „Okkur finnst þetta mikilvægar staðreyndir sem við viljum koma á framfæri og reyna að opna á áhrif þessara kvenna, bæði gagnvart stjórnvöld- um og bönkum og lánastofnunum. Við viljum að litið sé á konur í atvinnurekstri sem áhugaverðan markhóp en ekki konur sem séu að dútla einhvers staðar því það fer svo lítið fyrir þeim." Jónína leggur áherslu á að FKA hafi ekki verið stofnað til höfuðs körlum og ekki til að koma I staðinn fyrir eitthvað annað. Þegar stjórnin var mynduð voru valdar konur úr félögum kvenna í atvinnurekstri sem eru starfandi, þ.e. Business and Professional Women (BPW), Netinu og Félagi Brautargengiskvenna. „( þessum minni félögum er fullt af kröftugum konum og okkur fannst sjálf- sagt að tengja reynslu þeirra við þetta nýja félag. Þær verða eftir sem áður I öðrum félögum, hvort sem það eru hrein kvennafélög eða blönduð fé- lög. FKA hefur hins vegar þá sérstöðu að vera félag þeirra sem eiga og reka fyrirtæki, einar eða með öðrum, en ekki t.d. kvenna sem eru i yfir- manns- eða stjórnunarstöðum." Stuðningsaðgerðir Þegar við vfkjum aftur að niðurstöðu nefndarinn- ar segir Jónína að lagt hafi verið til að þrennt yrði gert til að styðja atvinnurekstur kvenna. I fyrsta lagi að efla Lánatryggingasjóð kvenna og kynna hann fyrir félagskonum. Sjóðurinn var stofnaður fyrir nokkrum árum til nýsköpunarverkefna og 6 • VERA

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.