Vera


Vera - 01.12.1999, Qupperneq 7

Vera - 01.12.1999, Qupperneq 7
I a T V I N N U J—L F I N M Impra er ný þjónustumiðstöð frum- kvöðla og fyrirtækja sem tók til starfa á Iðntæknistofnun siðastliðið / bókinni Atvinnurekstur kvenna er að finna niðurstöður nefndar sem mat þörf fyrir sérstakar stuðningsaðgerðir sem tækju mið af þörfum kvenna i atvinnurekstri. VERA • 7 Fyrsti handhafi FKA viðurkenningarinnar var Hillary Clinton. Við afhendinguna, f.v. Brynhildur Þorgeirs- dóttir listakona, Edda Sverrisdóttir i Flex, Hillary, Jónina Bjartmarz formaður FKA og Dagný Halldórsdóttir i Skimu. vor. Þar er sérstaklega miðað að því að þjónusta athafnakonur og stuðla að þekkingaruppbyggingu þeirra. Lögð er áhersla á að veita konum sem hyggja á atvinnurekstur aðstoð við stofnun fyrirtækis. Tilgangurinn er fyrst og fremst sá að gera konur færari um að vinna að sinni hug- mynd, leiðbeina þeim um hvar hægt er að afla sér þekkingar og koma á samstarfsneti milli kvenna í sam- tekur að sér ábyrgð á lántökum til helmings á við banka. Að mati Jónínu hefur kynning á þessum sjóði verið of lítil sem sýnir sig m.a. í því að lána- möguleikar þar eru ekki að fullu nýttir. I öðru lagi að koma á fót upplýsingamiðstöð fyrir atvinnurekendur sem legði áherslu á að styrkja konur, vegna þess hvað þær eru fáar, en væri að öðru leyti fyrir bæði kynin. „Þetta hefur verið gert með stofnun IMPRU, sem er þjónustu- miðstöð fyrir fyrirtæki og frumkvöðla og hefur aðsetur á Iðntæknistofnun. Þar starfar góður hópur af faglærðu fólki og meðal þeirra er Hulda Halldórsdóttir sem er I hlutastarfi fyrir FKA. Þriðja tillaga nefndarinnar var svo að stjórn- völd myndu styðja við stofnun félags kvenna I at- vinnurekstri. Félagið myndi síðan starfa sjálfstætt að hagsmunamálum kvenna I atvinnurekstri en iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið aðstoða við stofnfundinn og styrkja rekstur félagsins og starf- semi næstu tvö til þrjú árin, m.a. með starfs- manni. Síðan er meiningin að félagið bendi á hvað þurfi að gera enn frekar til að efla eigin at- vinnurekstur kvenna, þ.e. bæði til að fjölga fyrir- tækjum kvenna og stuðla að því að þau sem fyrir eru eflist og dafni." FKA viðurkenningin Jónína segir mikilvægt að konur í atvinnurekstri verði sýnilegri en þær hafi verið, m.a. til að vera öðrum konum fyrirmyndir. Þegar haldnir eru fundir f FKA er fundarstjóri og fyrirtæki hennar auglýst sérstaklega og fyrirhugað er að kynna fé- lagskonur í Frjálsri verslun á næstunni. Stjórn FKA ákvað í sumar að veita viðurkenningu árlega til aðila sem hafa unnið sérstaklega vel að hagsmun- um kvenatvinnurekenda og verið þeim hvatning eða fyrirmynd. „Við ákváðum að einskorða þetta ekki við bærilegri stöðu. Konur sem þegar eru í atvinnurekstri geta einnig feng- ið leiðsögn varðandi framtíðarmögu- leika fyrirtækja sinna. Þá er miðað að því að veita persónulegan stuðning og hvatningu, auka hæfni í áætlana- gerð og stjórnun og koma á sam- starfsneti kvenna í atvinnurekstri. Impra er leiðandi í mótun stuðn- ingsverkefna fyrir konur í atvinnu- rekstri, hvetur þær til nýsköpunar og er miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir konur. Nýverið var farið af stað með verkefnið „Reynslunni ríkari", fræðsluverkefni ætlað konum á landsbyggðinni. Þegar hafa á þriðja tug kvenna tekið þátt í verkefninu og sýna kannanir mikla ánægju með það. Jafnframt rekur Impra fjölmörg verkefni fyrir Nýsköpunarsjóð sem eru ætluð einstaklingum og fyrir- tækjum um land allt. Heimasíða Impru er á slóðinni www.impra.is og eru netföng starfsmanna þar. All- ir sem áhuga hafa eru hvattir til að hafa samband. konur, það er sem sé mögulegt að karlmaður fái þessa viðurkenningu því þeir geta að sjálfsögðu unnið málefnum okkar gagn, og eins fyrirtæki eða stofnun. Hins vegar var enginn vafi í okkar huga þegar við vissum að Hillary Clinton væri væntanleg til landsins að veita henni fyrstu viður- kenninguna. Hvergi í heiminum hefur verið stofn- aður annar eins fjöldi af fyrirtækjum kvenna og í Bandaríkjunum. Konur hafa stofnað þar fleiri fyrirtæki en karlar undanfarið, enda hefur Clinton stjórnin unnið markvisst að því að hvetja konur til þess og þar vitum við hvaða áhrif Hillary hefur haft, fyrir utan allt sem hún hefur gert fyrir hags- munamál kvenna almennt. Sjálf er ég mikill aðdá- andi hennar eftir að hafa lesið bók hennar, It takes a village. Þar lýsir hún sýn sinni á sam- félagið, hugsjón sinni fyrir betri heimi og sam- ábyrgð samfélagsins. Hún leggur t.d. áherslu á samfélagslega ábyrgð fyrirtækja sem mér finnst mjög athyglisverð." I stjórn FKA sitja auk Jónínu: Aðalheiður Héð- insdóttir, Kaffitári ehf., gjaldkeri; Dagný Halldórs- dóttir, Skimu ehf., varaformaður; Edda Sverris- dóttir, Versluninni Flex, meðstjórnandi; Hansína B. Einarsdóttir, Skref fyrir skref ehf., meðstjórnandi; Hildur Petersen, Hans Petersen hf., ritari og Linda Pétursdóttir, Baðhúsinu ehf., meðstjórnandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.