Vera


Vera - 01.12.1999, Side 16

Vera - 01.12.1999, Side 16
Karólína S t e f á n s d ó 11 i r, f é I a g s r á ð g j a f i á Akureyri Áhrif klámvæðingar á fjölskyIduheiIbrigði í nóvember sl. héldu jafnréttisnefnd Akureyrar, félagsmálaráð og áfengis- og vímuvarnanefnd fund um nektardansstaði og klámvæðingu. Meðal frummæl- enda var Karólína Stefánsdóttir, félagsráðgjafi á heilsugæslustöðinni á Akureyri. Innlegg félagsráðgjafa á Norðurlandi í umræðuna um klám og vændi hefur vakið athygli því þar er á ferðinni fagfólk sem hefur aðstöðu til að meta áhrif þess sem gerist í samfélaginu á fjölskyldur og tilfinningalegt heilbrigði. Ég vil byrja á því að þakka aðstandendum þessa fundar fyrir að boða til þessarar mikilvægu og tímabæru umræðu um klámvæðinguna og hvers konar spegill hún er fyrir ástandið í okkar samfé- lagi og hvað við getum gert til að bregðast við því. I starfi mínu sem fjölskylduráðgjafi heilsugæsl- unnar og sem móðir og kona í þessu bæjarfélagi verð ég í vaxandi mæli vör við þau eitrunaráhrif sem þetta ástand hefur á fjölskyldulíf, líðan, sam- skipti og sjálfsmynd einstaklinga og þá ekki síst unglingana okkar. Þetta er eins og meinsemd sem smátt og smátt hefur grafið um sig í okkar þjóðfélagi í skjóli markaðshyggjunnar en hefur nú blásíð upp með ógnarhraða mitt í okkar bæjarlífi. Mér finnst afar mikilvægt að við vogum að horfa í þennan erfiða spegil til að ná okkur út úr því meðvitundarleysi og þöggun sem hér hefur ríkt, voga að horfa á hvað þetta segir í raun hversu langt við erum leidd I sjálfsblekkingunni, að vanrækja okkur sjálf og fjölskylduna sem í raun skíptir okkur öll mestu máli til að við getum við- haldið heilbrigði okkar og þroskamöguleikum. Á hátiðarstundu tölum við um fjölskylduna sem hornstein samfélagsins. Fjölskyldan er í raun það lifstré sem við öll fæðumst af en ber í dag al- varleg einkenni vanrækslu og kreppu þrátt fyrir vaxandi þekkingu nútímans á mikilvægi hennar bæði fyrir heilsu og velferð okkar sem einstak- linga og fyrir samfélagíð sem heild. Heilbrigð fjöl- skyldutengsl eru okkur öllum mikilvæg til að við náum að þroskast og halda heilsu, náum að þekkja og virða okkur sjálf, vogum að mæta og vinna úr tilfinningalegum sársauka og áföllum sem á veginum verða. Þetta er forsenda þess að við náum síðan að byggja upp heilbrigð samskipti víð aðra. Vanræksla er meinsemd nútímans Vaxandi tilfinningaleg og félagsleg vandamál, vaxandi ofbeldi, vaxandi misnotkun á bæði áfengi, vímuefnum og manneskjum meðal annars í formi klámvæðingar eru allt myrkir speglar fyrir okkar sjélf, fyrir okkar samfélag sem við verðum að horfa vel í til að reyna að sjá hvað það er sem hindrar okkur í að geta betur hlúð að og virt okk- ur sjálf og þetta lífstré okkar - fjölskylduna. Fagfólk sem vinnur með fjölskyldur og börn horfa almennt á vanræksluna sem hina miklu meinsemd nútímans, vanrækslu gagnvart börn- um, foreldrum og fjölskyldum sem birtist á ýmsan hátt í menningu okkar og þjóðfélagsgerð. Horft er á tilfinningalega vanrækslu sem meg- inrót meinsins þar sem hún orsakar afneitun og lokun á tilfinningalegan sársauka og skerðir um leið getuna til að skilja bæði sjélfa sig og aðra. Þessi tilfinningablinda sem hefur fylgt okkur frá myrkum miðöldum elur af sér sjúkdóma í margs- konar mynd, skapar óheilbrigða spennu og fíkn og vanhæfni í samskiptum sem birtist meðal ann- ars í höfnun, hroka, kúgun, ofbeldi, misnotkun, þar á meðal klámi. I markaðshyggju og hraða nútímans verður þessi myrki arfur enn flóknari við að eiga og hindrar okkur í að verða nógu meðvituð um gildi þess að þekkja og virða okkur sjálf og þar með fjölskylduna, hindrar okkur í að mynda okkur ábyrga skoðun. ( þessari firringu allri virkar oft átakaminnst að láta sig fljóta með straumnum og leyfa markaðsöflunum að mata sig á skoðunum. Ef við erum ólæs á tilfinningar, bæði okkar eigin Mér finnst afar mikilvægt að við vogum að horfa í þennan erfiða spegil til að ná okkur út úr því meðvitundarleysi og þöggun sem hér hefur ríkt, voga að horfa á hvað þetta segir í raun hversu langt við erum leidd í sjálfsblekkingunni... og annarra, er hægt að telja okkur trú um svo margt. Manneskja sem er alin upp við tilfinningalega vanrækslu, kúgun eða kynferðislega misnotkun upplifir djúpa höfnun og lærir að hafna sjálfri sér, frysta eigin tilfinningar. Hún festist ósjaldan í nið- urrifsvítahring ef samfélagið býður ekki upp á þann stuðning sem hún þarfnast til að ná aftur tökum á tilverunni. Rannsóknir hafa sýnt að margar af þeim konum sem selja sig inn i klám- iðnað og vændi hafa verið misnotaðar eða illa vanræktar sem börn. Rannsóknir sýna einnig að börn sem hefur verið misboðið með klámi sýna svipuð einkenni og viðbrögð og þolendur kyn- ferðislegrar misnotkunar. Við getum svo velt þvi fyrir okkur hvað það gerir f raun barninu hið innra og sjálfsvirðingunni að misbjóða sjálfum sér með klámi, þótt fullorðinn teljist og hvaða sársauka og niðurlægingu það veldur aðstandendum, maka, foreldrum og börnum. Tilfinningablinda ríkir í samfélaginu Klámvæðingin virðist mér þannig enn eitt birting- arformið á þessari tilfinningablindu sem er ríkj- andi í samfélaginu og sem hefur gert það að verk- um að við höfum ekki náð að kalla hlutina sínum réttu nöfnum, lokum augunum fyrir að við erum að misbjóða okkur sjálfum og því nána í samskipt- um kynjanna, vega að möguleikum barna og unglinga til að þroska með sér heilbrigða sjálfs- mynd og siðferðiskennd. Öll þekkjum við söguna um nýju fötin keisar- ans, höfum ef til vill hlegið að heimsku fólksins að sjá ekki blekkinguna, að láta plata sig. Dáðst að sakleysi og einlægni barnsins sem vogaði að sjá. Á íslandi er bannað samkvæmt lögum að út- breiða klám og vændi og vera með ósiðlegt at- hæfi á opinberum stöðum. Flest þekkjum við klám þegar við sjáum klám og erum í raun með- vituð um að það er afskræming á eðlilegu kynlífi. Við þekkjum muninn á listdansi og klámsýningum 16 • VER A

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.