Vera


Vera - 01.12.1999, Side 24

Vera - 01.12.1999, Side 24
Við Héraðsdóm Reykjavíkur var tekið á móti kransi, svo og hjá rikissaksóknara og dómsmálaráðuneyti. unga voru óleyst og enda þótt það væri fyrst og fremst hvíti minnihlutinn sem hafði framið brot gegn svarta meirihlutanum var þó fjöldi mála á hinn veginn. Það var því Ijóst að einhvern veginn varð að ná niðurstöðu og setja einhvern loka- punkt þannig að þjóðin ætti sér einhverja mögu- leika saman í framtíðinni. Það sem mér fannst at- hyglisvert við málsmeðferðina var sú áhersla sem lögð var á viðurkenningu brotanna af hálfu brota- manna gagnvart þeim sem brotið hafði verið gegn og á að sannleikurinn kæmi í Ijós. Það var öllum Ijóst að dauðir urðu ekki endurlífgaðir og að hörmuleg reynsla margra yrðí ekki máð burt en þetta var þó viðleitni til að færa hið sanna í Ijós og kannski bera einhver smyrsl á sárin í sumum tilfellum. Allur gangur var svo á, eftir eðli brot- anna, hvert framhaldið var gagnvart hinum seku. Ýmis brot sem talist gátu pólitísk brot leiddu til sakaruppgjafar, önnur voru þess eðlis að hvorki var ástæða né möguleiki á slíku. Það merkilega við þessa aðferð er ef til vill sú hugsun að þessi sérstöku brot verði ekki leyst á hefðbundinn hátt í réttarkerfinu og því leituðu menn lausna sem hentað gátu þeim aðstæðum sem þarna voru fyrir hendi. Verðum að leita nýrra leiða Ég tel að við stöndum frammi fyrir þeim veruleika á (slandi nú að við verðum að leita nýrra leiða til að takast á við kynferðisafbrot gegn börnum um- fram það sem sagði hér að framan um fræðslu. Þar með er ekki sagt að rjúka eigi til og gefa barnaníðingum upp sakir eða yfirfæra Suður-Afr- íku módelið yfir á kynferðisafbrot gegn börnum á Islandi, til þess eru aðstæður of ólíkar, en hug- myndafræðina að baki má eflaust nýta að mörgu leyti. Hins vegar verðum við að skoða hvernig unnt er að veita þeim börnum sem ekki njóta neinnar réttarverndar í dag þá sjálfsögðu vernd sem þau eiga rétt á. Ef 90% kæra leiða ekki til sakfellingar er réttarkerfið einfaldlega ónýtt hvað þennan málaflokk snertir og þá ber okkur að leita nýrra leiða. Fyrsta skrefið tel ég vera að kanna hver raun- verulegur vilji og hagsmunir þolenda eru. Hvað skiptir þolendur mestu máli, er það að sannleikur- Ég leyfi mér að fullyrða að það er himinn og haf milli þeirra krafta sem notaðir eru í þessa tvo brotaflokka, fíkniefnabrot annars vegar og kynferðisafbrot gegn börnum hins vegar. Ég vildi sjá sams konar áherslu lagða á að upplýsa kynferðisafbrotin og gert er varðandi fíkniefnabrotin. inn komi fram og þá gagnvart hverjum? Er það að gerandinn verði kallaður til ábyrgðar og þá gagn- vart hverjum, þolandanum, samfélaginu eða hvort tveggja? Eru það meðferðarúrræði? Fyrir þolanda, geranda og jafnvel enn fleiri? I fyrrnefndu svari við fyrirspurn á Alþingi kom fram að stuðningur við og meðferð barna sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi er lítil sem engin. Áætlað er þar að a.m.k. 50 börn á ári þarfnist meðferðar sem getur verið með ýmsu móti, einstaklingsmeðferð, hópmeðferð, fjöl- skyldumeðferð svo eitthvað sé nefnt. Hjá þeim konum sem starfað hafa hjá Stíga- mótum frá upphafi liggur fyrir mikil þekkíng á kynferðisafbrotum gegn börnum. Ég tel nauðsyn- legt að sú þekking verði nýtt við mótun nýrra úr- ræða, sem fyrst og fremst taka mið af raunveru- legri þörf og vilja þolenda. Við getum ekki sætt okkur lengur við þennan smánarblett á íslensku samfélagi. Það hefur sýnt sig að sé vilji fyrir hendi þá er unnt að ná árangri í baráttu við einstaka afbrota- flokka. Við höfum séð það nú að undanförnu hvað mikið hefur verið að gerast í málum er varða fíkniefnasölu. Mikil áhersla hefur verið lögð á að ná brotamönnum og til þess varið miklum mann- afla og fjármagni og er það vel. Þá eru ýmsar meðferðarstofnanir fyrir unga fíkniefnaneytendur, sem eru þolendur í þessum málum. Þrátt fyrir að langt sé í land með að fullnægja þörfinni er þó verið að vinna í málaflokknum. Ég leyfi mér að fullyrða að það er himinn og haf milli þeirra krafta sem notaðir eru í þessa tvo brotaflokka, fíkniefna- brot annars vegar og kynferðisafbrot gegn börn- um hins vegar. Ég vildi sjá sams konar áherslu lagða á að upplýsa kynferðisafbrotin og gert er varðandi fíkniefnabrotin. Með þessu er ég á eng- an hátt að gera lítið úr þeirri ógn sem börnum og ungmennum stafar af fíkniefnum, einungis að eðlilegt sé að einhvers samræmis sé gætt. Ég leyfi mér því að kalla eftir hugmyndum þeirra sem málin þekkja og vona að í kjölfar þeirr- ar miklu umræðu sem verið hefur geti einhver sá vettvangur skapast, opinber eða óopinber, þar sem unnið verður að leit að lausnum sem eru í samræmi við þarfir þolenda. Átt þú fjársjöð? Skjöl einstaklinga og félaga eru ómetanlegar heimildir um mannlíf og sögu Reykvíkinga varðveittu eigin sögu og kynslóðar þinnar - Haföu samband ef þú ert meö skjöl sem gætu átt erindi á skjalasafn Borgarskjalasafn Beykjavíkur Skúlatúni 2, 105 Reykjavík, Sími: 563 2370, Netfang: borgarskjol@rvk.is 24 • VER A

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.