Vera


Vera - 01.12.1999, Page 30

Vera - 01.12.1999, Page 30
Við vinnslu lokaritgerðar minnar um stöðu kvenna á tímum stjórn- arfarsbreytinganna í Austur-Evr- ópu ferðaðist ég víða um Austur- Evrópu og tók viðtöl við konur úr ýmsum starfsstéttum, m.a. við vændiskonur, til að öðlast betri innsýn í þjóðfélagslegar aðstæð- ur þeirra en þá sem ég gat feng- ið úr bókum. Ég hafði kynnt mér að fyrir eða á meðan á stjórnar- farsbreytingum stendur hafa konur oft gengið í hreyfingar eða pólitíska hagsmunahópa af ástæðum sem eru nátengdar fé- lagslegu kynhlutverki þeirra. Ég taldi mig einnig vita að viss blindni ráðamanna gangvart kynferði og áhrifamætti þess á ákvarðanir og gjörðir þegnanna hefði einkennt stjórnafarsbreyt- ingarnar í Austur-Evrópu. Ég hafði engu að síður háleitar hug- myndir í farteskinu um að goð- sögnin sem ríkti um stöðu kvenna á tímum ríkissósíalismans ætti við einhver rök að styðjast og að konur myndu taka virkan þátt í myndun lýðræðislegra stjórnarhátta. Ég komst hins veg- ar að því að erfitt er að seilast til valda og eða gerast þátttakandi í pólitískum hreyfingum þegar launin nægja ekki til að brauð- fæða eigin fjöldskyldu. í Berlín kynntist ég mörgum vændiskon- um frá Austur-Evrópu sem sögðu mér að fyrir stjórnarfarsbreyting- arnar hefðu þær lifað mjög eðli- legu fjölskyldulífi eða verið vel á veg komnar með að Ijúka há- skólanámi.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.