Vera


Vera - 01.12.1999, Side 34

Vera - 01.12.1999, Side 34
Aðalheiður Birgisdóttir er þrítugur Hafnfirðingur sem rekur hjóla- og snjóbrettaverslunina Týnda hlekkinn á Laugavegi ásamt þremur öðrum og er best þekkt undir heitinu Heiða í Týnda hlekknum. Hún stundar snjóbrettaiþróttina af miklu kappi og hefur náð eftirtektarverðum árangri. Heiða hefur unnið flestar snjóbrettakeppnir sem hún hefur tekið þátt í en gerir þó ekki mik- ið úr því. Hún segist ekki vera mikil keppn- ismanneskja í sér og stundi snjóbretti meira sér til gamans. Á sumrin taki sjór- inn við með brimbrettaiðkun sem er til- tölulega ný hér á landi. Síðastliðið sumar fór Heiða ásamt kærasta sínum, Rúnari, til Suður- \ Frakklands á strendur þar sem \ m brimun (surfið) á sér lengri sögu og hefð. Heiða lætur sér ekki Inægja ofangreindan lífsstíl og nær að pakka inní önnum kafið líf sitt tíma fyrir hönnun á fatnaði undir heitinu Nikita i sem er eingöngu seldur í Wl\ Týnda hlekknum. Sauma- stofan Prýði á Húsavík sér um saumaskapinn wkJfjft j ffi'I | en Heiða er að skoða *'/ I Mi / I I \ aðra möguleika, s.s. að framleiða fatn- // aðinn á erlendri grundu. Slíkt myndi auðvelda markaðs- setningu á Nikita fatnaði erlendis. Eft- ir þetta stutta innlit hjá Heiðu í Týnda Hlekknum er greini- legt að konur hafa gert sig gildandi í lífsstíl sem við fyrstu sýn virðist tilheyra strák- unum.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.