Vera


Vera - 01.12.1999, Side 48

Vera - 01.12.1999, Side 48
r Kvennadeild Landspítalans L í ár er kvennadeild Landspítalans 50 ára og hefur því starfað samfleytt Kvensjúkdómalæknar kvennadeildar: f. v. Þóra Steingrimsdóttir, Tanja Þorsteinsson, Hildur Harðardóttir, Hulda Hjartardóttir, Ragnheiður I. Bjarnadóttir og Anna Þ. Salvarsdóttir. Á myndina vantar Þóru F. Fischer. i frá árinu 1949. Fyrir opnun kvenna- deildarinnar þurftu konur á höfuð- borgarsvæðinu að fæða börn sín heima eða á fæðingarstofum sem Ijósmæður ráku í borginni. Fæðing- arheimili Reykjavíkur var einnig starfrækt í um það bil þrjátíu ár en því var lokað fyrir nokkrum árum. Mikil þróun hefur átt sér stað innan læknisfræð- innar sl. 50 ár. Þjónusta við konur með kvensjúk- dóma hefur vitaskuld tekið stórstígum framförum á þessu tímabili og í dag er hægt að gera smá- sjáraðgerðir sem engan hefði dreymt um fyrir 50 árum. Nú er hægt að hjálpa mörgum sem eiga við ófrjósemi að stríða á glasafrjóvgunardeild Land- spítalans og nú er mögulegt að bjarga lífi margra fyrirbura sem hefðu ekki lifað af fyrir tíma há- tækninnar. Ákveðið fyrirkomulag, svonefnt MFS- prógramm, hefur notið mikilla vinsælda undan- farin ár á fæðingardeild Landspítalans. Það bygg- ir á þeirri hugmynd að betra sé fyrir konuna að sama Ijósmóðir fylgist með meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. I kjölfar aukinna kvenréttinda á þessari öld hafa konur nú haslað sér völl í stétt kvensjúk- dómalækna. Á kvennadeild Landspítalans eru nú starfandi 18 sérfræðingar í fæðingum og kven- sjúkdómum, þar af eru sjö konur. Fyrsta konan sem kom til starfa sem sérfræðingur er Þóra F. Fischer. Hún kom árið 1982 eftir framhaldsnám í Bandaríkjunum og Þýskalandi og hefur starfað á kvennadeildinni síðan, mest í fæðingarlæknis- fræði og fósturgreiningu. Næst kom Anna Þ. Sal- varsdóttir, 1985, en hún er sérmenntuð í Svíþjóð I krabbameinslækningum kvenna. Þá kom Ragn- heiður Inga Bjarnadóttir 1994 eftir framhaldsnám í Bretlandi og starfar hún við almennar kvenlækn- ingar og fæðingarhjálp. Hildur Harðardóttir kom árið 1996 eftir framhaldsnám I Bandaríkjunum og starfar hún við almennar kvenlækningar, fæðing- arhjálp og fósturgreiningu. Þóra Steingrímsdóttir kom árið 1998 eftir framhaldsnám í Svíþjóð og Hulda Hjartardóttir 1998 eftir framhaldsnám í Bretlandi og starfa þær báðar sem almennir kven- sjúkdóma- og fæðingalæknar. Loks er Tanja Þorsteinsson sem fékk sérfræðiréttindi árið 1997 og starfar mest á glasafrjóvgunardeild. Af þessari upptalningu má sjá að það hafa ekki aðeins orðið breytingar á kynjasamsetningu lækna kvennadeildarinnar heldur einnig aldurs- breyting og má segja að ný kynslóð sé að taka við. Á síðustu árum hafa einnig bæst við tveir karlkyns sérfræðingar, þannig að kynslóðaskipti eru að eiga sér stað. Hildur Harðardóttir kvensjúkdómalæknir segir að mörgum konum finnist ekki skipta máli hvort læknirinn sé karlkyns eða kvenkyns, mestu máli skipti að trúnaðarsamband ríki og gagnkvæmt traust. Hún segir að yngri konur nefni gjarnan að þær vilji frekar kvenkynskvensjúkdómalækni og sé það að einhverju leyti kynslóðabundið því þetta sé fyrsta kynslóðin sem elst upp við kvenlækna I öllum sérgreinum. Eldri kynslóðin átti ekkert val á sínum tíma og þekkir því ekki það að eiga valkost, þeim finnist því að læknirinn eigi að vera karlmað- ur. Hildi finnst aðalatriðið vera að konur geti val- ið. Þær eigi að geta valið sér þann kvensjúkdóma- lækni sem þær treysta, hvort sem hann er karl eða kona. vsv Fóa feykirófa Pumalína Islandia Yggdrasill Rammagerðin Gallerí!// Epal Græna Smiðjan Islenska handverkshúsið Fjölskyldu og húsdýragarðurinn Kjarvalstaðir Gallerí Ash Víkurprjón Heilsuhornið Dótakassinn Krummafótur 463 1424 48 • VERA

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.