Vera


Vera - 01.12.1999, Page 52

Vera - 01.12.1999, Page 52
A N D R F A JÖNSDÓTTIR S K R I F A R T Ó N L I S T A I þ j ó ó I e g t í s I e n s k t Jæja góð augu, þá er enn einu sinni komið að íslenska jólaflóð- inu, sem eins og yfirleitt er öflugra en það í fyrra og jafnvel kröft- ugra á flestum sviðum en svartsýnustu menn óttuðust. Sem betur fer fyrir mig er stefna þessa blaðs að sinna bara kvenkyns tónlist- armönnum þannig að auðveldara er að koma til skila því efni sem hellist yfir mann til hlustunar á þessum árstíma. Að vísu verður undantekning gerð þar á nú, einn karlmaður í hópnum, þ.e.a.s. sem sólóstjarna, því að strákarnir eru með mismarga putta í stelpuplötunum. Við byrjum á plötu sem er runnin undan rifjum konu sem setti áberandi spor í íslenzka poppsögu með því að stofna Grýlurnar, sem sagt Ragnhildar Gísladóttur. High North heitir skífan en sveit- in Human body orchestra og felur nafnið í sér hljóðfæraskip- an: leikið er á mannslíkamann, ekki bara röddin notuð heldur allur skrokkurinn barinn - með eða án klæða... Þessi frum- stæða aðferð er svo blönduð nútíma tölvutækni og búk- hljóðin mögnuð og margend- urtekin svo að úr verður alls- konar hrynjandi sem minnir á frumtónlist t.d. Afríkubúa og Inúíta, gamla íslenska tónlist en líka svona raddaðan jabad- aba-söng sem vinsæll var á 7. áratugnum og rétt yfir á þann áttunda: Sergio Mendez & The Brazil '66, Ray Coniff kórinn og fleira slíkt huggulegt, en sá stíll hefur verið að skjóta upp kollinum aftur á þessum áratug (Mike Flowers Pop). Auk búksláttar er Ragga Gísla aðal-raddgjafinn á High North en aðrir búksláttarmenn og raddarar eru Eyþór Gunnarsson, Egill Ólafsson, Jakob Magnússon, Mark Davies, Simon Whitaker og Michael Ormiston. Tólf lög eru á skífunni, níu á Röggumáli, tveir með enskum textum eftir Sjón og loks eitt íslenskt fornlegt eftir Þórarin Þorláksson, þar sem Hamrahlíðarkórnum er skeytt inn í lagið syngjandi Island, farsældar frón. Hér er sem sé mikill tónlistarhræringur á ferðinni en vel hrærður og kekkjalaus: skyr, haframjöl, sykur, og mjöður og súrmeti með. Vonandi verða nógu margir í plötukaupum sem kunna að meta jöfnum höndum pitsu og skyrhræring, eða hrútspunga og franskar, því það er svo allt of algengt að tónlistarfólk sem þorir að standa undir því að vera sérviturt og frumlegt fái ekki nægan stuðning til að halda áfram og þróa sitt hugarfóstur til áfram- haldandi útgáfu. Annars er þessi plata alþjóðlegri en flestar vegna málleysis- ins, ef svo má segja um raggískuna, tungumál sem enginn skilur ekki og Ragnhildur var byrjuð að bregða fyrir sig strax í Grýlunum snemma á 9. ára- tugnum. Sem sagt heimstónlist. Emiliana Torrini og Selma eru líka alþjóðlegar á nýju plötunum sínum því enska er löngu viðurkennd sem popptungumálið. Það er þó ekki nóg að syngja á ensku, tónlistin þarfað vera athyglisverð á þessum stóra markaði, eða eins grípandi og hið daglega popp, og þar heyrast mér þær standa ágætlega að vígi, hvor í sínum flokki. Byrjum á Emiliönu. Hér heima þekkjum við Emil- iönu sem stelpuna með frá- bæru röddina sem kenndi landanum að meta Melanie upp á nýtt, getur þanið sig næstum eins og Shirley Bassey (eins og heyrist á plötunni hans Sigtryggs Sykurmola, eða Dip: Hi- camp meets lo-fi) og verið undurblíð eins og hún er reyndar á mest allri þessari nýju plötu sinni, Love in the time of science Það er einmitt þessi næstum stöðuga blíða sem olli því að í fyrstu var ég ekkert ánægð með þessa nýjustu Emiliönu, fannst lögin vera svo keimlík, tónlistarstíllinn of Bjarkarlegur og ég saknaði lægða og hæða af fyrri plötum Emiliönu. En, gott fólk, hin fallega rödd Emiliönu bræðir allt og fyrirfram neikvæð afstaða gagnrýnandans verður að hjómi. Þvi oftar sem ég hlusta verð ég heilaþvegn- ari og það er ekki bara röddin sem heillar mig, heldur líka hvernig Emiliana fer með texta í söng. Þannig að vísindi gagnrýnenda fá ekki kveðið niður ást- sæla rödd Emiliönu. Aðalaðstoðarmaður Emiliönu á nýju plötunni er Roland Orzabal, fyrrum liðsmaður Tears for fears, syngur líka bakraddir og af öðrum hljóðfæraleikur- um læt ég nægja að nefna hér Sigtrygg Baldursson sem lemur húðir í nokkrum lögum. Þá er það konan sem kom Islandi eiginlega á topp- inn í Evrólagasýningunni í vor. Þorvaldur Bjarni Þor- valdsson á auðvitað lagið sem hún söng en ég er viss um að frammistaða Selmu á sviðinu var ekki lítill þáttur I þessari vel- gengni. Selma er bæði falleg og sæt og hvað sem hverjum finnst er það ekki lítið atriði í poppbransanum. Hún dansar og leikur með stíl og hefur auk þess ágæt- is poppsöngrödd. Þessi fyrsti marglaga diskur hennar heitir I am og er sam- 52 • VERA

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.