Vera


Vera - 01.12.1999, Side 53

Vera - 01.12.1999, Side 53
starfsverkefni hennar og Þorvaldar Bjarna Todmobile-manns á erlendum vettvangi. Þar af leiðandi eru textarnir á ensku, flestir samdir af Selmu en með aðstoð Sveinbjörns I. Baldvinssonar. Þeir falla vel að lögunum en eru sumir ekki eins spennandi aflestrar, eins og algengt er. Lögin hans Þorvaldar á Selmu-disknum eru flest í ágætum Evró-vissjón- poppstíl, en inn á milli örlar á Todmobile-áhrifum og eru meira að segja tvö gömul Todmobile-lög á disknum: Lommér að sjá, sem nú nefnist Play my game, og Stelpan, sem hefur fengið nafnið Laurie. Auðvitað finnst gömlum Todmobile-adáanda frumútgáfurnar rokkaðri og skemmtilegri en þetta er yfirlýst poppplata og fín sem slík. Þorvaldur er góður lagasmiður og músikant og Selma fersk og fagleg. Þá er það undantekningin og rúsínan ( þessum pylsuendanum: Páll Óskar sem líka er á alþjóðlegu poppnótunum á enskusyngjandi plötunni Deep inside Paul Oscar. Sjálfur segir hann að þetta sé diskóplata, og það er hún, ( gamla evrópska diskóstílnum á margan hátt en með nýrra „sándi". Orðið diskó tengir maður dansi og gleði og sumir jafnvel of mikilli gleði og lauslæti og hommum. Þetta veit Páll Óskar manna best, enda sérfræðingur í diskói og mörgu öðru. En diskóplatan hans Palla er langt frá því að vera full af gleði. Tónlistin er að vlsu bæði melódísk og danshæf en textarnir eru því al- varlegri. Það mætti kalla Deep inside „concept"-plötu, eða plötu með sögu- þræði og/eða vissu mark- miði, og hér er Páll Óskar einu sinni enn að vinna gegn fordómum gegn samkynhneigð. En hann gerir það ekki með árás- um á hina fordómafullu heldur frekar persónuleg- um, geðfelldum textum sem reyndar mættu stundum vera betur samdir. En PÓ flytur text- ana vel og hef ég ekki heyrt hann syngja betur en á þessari nýju plötu. Páll Óskar er alltaf sami stllistinn - diskóplata skal það verða og þá er llka strax frá upphafi stefnt að því að öll smáatriði séu í þeim anda. Hin ýmsu blæbrigði af diskó-purpura-fjólulit prýða fylgirit disksins (servéttuna), letrið silfrað og Páll sjálfur í pallíettu-diskóskrúða. Þetta er diskódansplata með Ijúfu yfirbragði en sterkri meiningu. Alvarleg diskóplata. Drengurinn er sjarmör með viti! Ef þú vilt gera vel við viðskiptavini þína eða félaga Y Jómfrúin --- EKTA -- DANSKT SMURBRAUÐ SM0RREBR0D LÆKJARGATA 4 • 101 REYKJAVfK • SfMI: 551 0100 • FAX: 551 0035 VER A 53 skemmtileg tilbreyting.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.