Vera - 01.12.1999, Qupperneq 71
13 Q K A D Q M A B.
jólabœkurnar
Tfmageymar
Kaririar
LINN ULLMANN
Áður en ])ú sofnar
Áður en þú sofnar
eftir Linn Ullman
Mál og menning
1999
Áður en þú sofnar er
fyrsta skáldsaga Linn
Ullmann, sem er eins og
nafnið ber með sér dóttir Liv Ullmann og Ingmar
Bergman. Sagan varð strax metsölubók í Noregi
enda er hér á ferðinni áhugaverð og fyndin frá-
sögn. Hún segirfrá Karin Blom sem lýsir fjölskyldu
sinni fyrir lesendum eða eins og segir aftan á bók-
inni: „Áður en þú sofnar er saga fjölskyldu henn-
ar, allt frá því Rikard afi hennar setti á fót sauma-
stofu I New York á þriðja áratugnum. Karin segir
frá af ósvikinni frásagnargleði og sveiflast milli
fantasíu og raunsæis á sannfærandi hátt - furðu-
sögur, neyðarleg atvik og djúp alvara renna hér
saman I áhrifamikilli frásögn af hinni sérstæðu og
skrautlegu Blom-fjölskyldu, þar sem ástin er í
brennidepli: hjónabandið, framhjáhald, skuld-
bindingar, þrár, heiðarleiki og svik."
f gegnum frásögn Karinar kynnumst við móð-
ur hennar, Anni, sem þráir slfellda athygli og
sættir sig illa við minnkandi karlhylli og fölnandi
fegurð. Einnig er til staðar hin viðkvæma Julie,
systir Karinar, sem giftist ung en kemst að því að
hjónabandið er ekki dans á rósum. Selma, móð-
ursystir Anni, er öldruð gribba sem gerir sér far
um að vera andstyggileg við alla: „Selma þolir
ekki að sjá nokkurn mann. Henni finnst fólk fyrir-
litlegt, aumt, heimskt, hlægilegt, smátt - en hún
er þó enginn þunglyndismannhatari. Þvert á móti.
Það er heiftin sem heldur Kfinu í henni." (28). Rik-
ard Blom, afi Karinar, yfirgaf Noreg ungur að
árum til þess að freista gæfunnar I landi tækifær-
anna - Ameríku - og telur að öll svör við gátum
lífsins sé að finna í hnefaleikum. June, eiginkona
Rikards, fann ástina en gat ekki lifað lífi mannsins
sins.
Karin sjálf er hörð af sér og sérstaklega lagin
við að næla í karlmenn þótt ekki hafi hún erft tak-
markalaust aðdáttarafl móður sinnar. Það kemur
reyndar ekki að sök því aðdráttaraflsleysið bætir
hún upp með klækjum og söng. Karin er ólík
móður sinni og systur að þvl leyti að hún er eng-
um háð, sérstaklega ekki karlmönnum. Hún er að
mörgu leyti lík afa slnum Rikard sem gat ekki
bundist föðurlandinu einhverjum óþarfa tilfinn-
ingaböndum þegar velmegun beið hans í fram-
andi landi.
Einnig erum við kynnt fyrir heilum hóp af
aukapersónum sem krydda og flækja líf fjölskyld-
unnar; Alexander, sem skilur ekki Julie konu sína
og heldur framhjá henni; Val Bryn, varasöm vin-
kona; Sander, sonur Alexanders og Julie; Fritz
frændi sem ælir í fjölskylduveislum svo ekki sé
minnst á hóp af mislukkuðum kærustum Karinar.
Öllu þessu fólki bregður fyrir mismikið í sögunni
án þess þó að mynda línulega frásögn eða heild.
Það eina sem rammar söguna inn eru tveir tíma-
geymar sem grafnir eru í jörð, 1939 og 1998, í
fyrsta og síðasta kafla.
Líkt og ameríska þjóðin, sem árið 1939 setti
saman tímageyminn Coupley, hefur Karin tínt til
þau atvik og þær persónur sem henni finnst ein-
kennandi og lýsandi fyrir sina fjölskyldu og eru
henni kærkomin. Má segja að um sé að ræða tvo,
og jafnvel tvenns konar, tímageyma I sögunni. i
bæði skiptin eru spönnuð nokkur ár ( senn. Ann-
ars vegar er um að ræða dvöl Rikard Blom I New
York á árunum fyrir seinni heimstyrjöldina og hins
vegar brúðkaup Julie árið 1990 og helstu atburði
fram til 1998.
Ekki er hægt að segja að dregin sé upp heild-
armynd af þessari fjölskyldu og er framtíð hennar
afar óljós. I staðinn kemur Linn Ullmann með brot
sem varpa Ijósi á hina óræðu heildarmynd - líkt
og hlutirnir í tímageyminum. Lesendur fá afskap-
lega litið að vita um sambönd Karinar við menn-
ina sem hún fangar - aðeins hvernig hún fer að
því. Einnig kynnast lesendur Julie fyrst og fremst í
gegnum hjónband hennar og Anni í gegnum út-
litið.
Titill bókarinnar - Áður en þú sofnar - vlsar til
tímabilsins milli svefns og vöku, áður en farið er
inn I annan heim. I samræmi við það vega mörg
atriði ( bókinni salt milli hins raunverulega og
óraunverulega, raunsæis og fantasíu svo oft er
ómögulegt að vita um hvort er að ræða. Einnig
má segja að um sé að ræða vísun í andartakið
sem skilur nútíðina frá framtiðinni; þegar augna-
blikið hefur verið fryst og tímageymirinn grafinn.
Framtiðin er óráðin og mun ávallt koma á óvart
og það gerir þessi saga einnig. Þótt stundum virð-
ist vanta (tarlegri upplýsingar um persónur og af-
drif þeirra er það frekar dæmi um færni Ullmann
að takast svona vel að fanga lesendur inn í sög-
una heldur en nokkuð annað. I öllu falli er um
skemmtilega lesningu að ræða sem veitir hress-
andi sýn á Iffið.
Ásta Gísladóttir, bókmenntafræðingur
,Sirn
ae Bea
Heimsg
Rith
T
one
iTivoir
<
emínisti
I tilefni af 50 ára útgáfuafmæli tímamóta-
verksins Hitt kynið, eftir franska heimspek-
inginn og rithöfundinn Simone de Beauvoir,
stóð Rannsóknastofa í kvennafræðum fyrir
málþingi þann 19. mars sl. Nú eru erindi
þingsins ásamt íslenskri þýðingu á inngangi
Beauvoir að Hinu kyninu komin út á bók
sem ber titilinn Simone de Beauvoir.
Heimspekingur-Rithöfundur-Femínisti.
Þrátt fyrir að Hitt kynið sé orðið fimmtugt á það
enn fullt erindi við samtímann. Það er é marg-
an hátt tímalaust verk því það hefur hleypt lífi í
og endurnýjað femlnismann allt fram á þennan
dag. Rannsókn Simone de Beauvoir á stöðu
kvenna markaði eiginlegt upphaf feminískra
fræða á 20. öld og má segja að Hitt kynið sé
nokkurs konar stofnskrá kvennabaráttu okkar
tfma. Þetta áhrifamikla verk, sem mun likast til
vera minnst sem eins af byltingarritum þessar-
ar aldar, hefur engu að siður verið umdeilt.
Beauvoir, þessi framúrstefnukona aldamóta-
kynslóðarinnar, fór eigin leiðir í lifi sinu og
verki. I Hinu kyninu leggur hún megináherslu á
frelsi kvenna og að þær njóti réttar til jafns við
karla. Hún andmælir því að hlutskipti þeirra
sem „hitt kynið" skerði möguleika og tækifæri
þeirra. Af þeim sökum gagnrýnir hún hug-
myndir um áskipaða hlutverkaskiptingu kynj-
anna sem byggja á liffræðilegu kyni. Með hinni
fleygu setningu „maður fæðist ekki kona,
heldur verður kona" vildi Beauvoir sýna fram á
að kyn væri ekki „liffræðileg örlög" sem
dæmdu konur til ófrelsis.
I ritinu Simone de Beauvoir. Heimspekingur
- Rithöfundur - Femfnisti er leitast við að meta
nú f aldarlok framlag Simone de Beauvoir til
heimspeki, kvenna- og kynjafræða, bók-
mennta og kvennabaráttu. Höfundar efnis eru
Sigríður Þorgeirsdóttir, Irma Erlingsdóttir, Dag-
ný Kristjánsdóttir, Sigríður Dúna Kristmunds-
dóttir og Vilhjálmur Árnason. Torfi H. Tulinius
þýddi innganginn að Hinu kyninu.
VERA •
71