Vera - 01.08.2000, Side 9

Vera - 01.08.2000, Side 9
H V F P Steinunn: „Það þjónar engum tilgangi að tala um að það hefði átt að gera hlutina svona eða hinsegin. Við erum stödd hér í núinu og framundan eru, ja mér finnst þetta reyndar svolítið óspennandi tímar. Það er ekkert virkilega kraftmikið í gangi, ekkert eins og ég upplifði sem krakki í kringum kvennafrídaginn. Núna er ekkert sem brennur eins mikið á, af því þetta laga- lega og formlega er í höfn. Það er ákveðið tómarúm og það verður fróðlegt að sjá hvað gerist á næstunni. Ég er mjög ánægð með þetta skref sem var tekið varðandi fæðingarorlof fyrir feður. Það er hinsvegar eitt sem hefur ekkert verið í umræðunni og það er að inn í þessum pakka eru ákveðnir hlutir sem skerða rétt tiltekinna kvennahópa. Það á að verða þannig að all- ir sem eru á vinnumarkaði fái greidd 80% af launum í fæðingarorlofi úr svokölluðum fæðingarorlofssjóði. I dag eru stórir hópar kvenna, ekki allar konur en stórir hópar, sem halda 100% launum í sex mánuði. Ég er ekki að segja að þetta sé eitthvað alslæmt en þarna er verið að taka rétt af ákveðnum hópi til þess að jafna út fyrir heildina. Síð- an á auðvitað eftir að koma í ljós hvort karlar nýti sér þennan rétt. Um það þarf einhvernveginn að ná upp samstöðu í þjóðfélaginu. Ef það gerist að karlar fari bara alls ekkert í fæðingarorlof, það verði áfram þessir örfáu skrítnu karlar sem Olaf- ur talaði um, hvar stöndum við þá?“ Olafur: „Hér segir Kvennalistakonan okkar að það sé verið að skerða réttindi kvenna. Samkvæmt túlkun Hæstaréttar á fyrri lög- um og reglum sem giltu um opinbera starfsmenn og réttindi þeirra til fæðingar- orlofs þá átti þessi réttur líka við um karla. Þannig að enn er verið að ganga út frá því að þeir sem taka fæðingarorlof séu kven- fólk. (Steinunn: Það er þannig í raun.) Segjum nú að þetta viðhorf hefði orðið ofan á þegar menn voru að velta því fyrir sér hvort konur og vinnufólk hefðu þroska til að velja sér fulltrúa á þing; hvort þetta fólk myndi nýta sér kosningaréttinn ef það Draumur okkar Bríeta væri að firma stráka sem tækju kynja- baráttu alvarlega, á sínum eigin forsendum. Hvernig getum við annars orðið jafningjar? T STFFNIJM Vlf)? fengi hann. Guð hjálpi okkur, hvar værum við í dag? Þorgerður: „Það sem mér finnst jákvætt við þetta nýja frumvarp er að þetta er við- urkenning af hálfu hins opinbera á því að jafnréttismálin þurfi stýringu. Fyrir nokkrum árum voru viðbrögðin gjarnan þau að ríkið ætti ekki að skipta sér af einka- lífi fólks. Þau rök heyrðust ekki núna í um- ræðunum um fæðingarorlofsfrumvarpið. Olafur: „Já, já, við skulum ekki tala neina tæpitungu um það. Sumir segja að þetta sé 100% hagsmunamál barnanna. Það er alls ekki þannig, fæðingarorlofslögin eru ná- kvæmlega það sem þú segir, mjög mikil- vægt stjórntæki í jafnréttismálum." Þorgerður: „Það sem maður hnýtur um er að lögin eru frekar ósveigjanleg, rétturinn fellur niður eftir 18 mánuði, þá er barnið eins og hálfs árs. Ég gerði könnun á körlum í fæðingarorlofi Gegnum súrt og sœtt fyrir Reykjavíkurborg og min niðurstaða var sú að það þarf að vera mjög sveigjanlegt til þess að karlar taki það, ekki síst þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref. Þessi lög gefa ekki mikinn sveigjanleika og eru mikið á forsendum vinnuveitanda sem þarf að samþykkja fyrirkomulagið og hefur eigin- lega úrslitavald um hvernig það er tekið." Olafur: „Ég held að þarfir karlmanna í þessum efnum séu alveg þær sömu og þarf- ir kvenna þegar farið er ofan í kjölinn á því. Og ég held einmitt að bindingin og þessi tímamörk séu ákveðið tækifæri karla gagn- vart vinnuveitandanum — til þess að segja: Ef við getum ekki haft þetta svona þá fellur rétturinn niður og þá nýt hvorki ég þess né barnið, þetta eru lögin, ég á þennan rétt." Þorgerður: „En karlmenn erlendis hafa líka sagt frá því að þeir hafi verið beittir þrýstingi á vinnstað, færðir til í starfi, lækkaðir í tign og fleira. Það þarf nefnilega kjark í þetta. Alveg eins og fyrstu Rauð- sokkurnar þurftu kjark, þrek og áræði þá þurfa þeir karlar kjark sem ætla að ryðja brautinna og það er opin spurning hvern- ig það tekst." Roald: „Ég held að margir karlar vilji nýta sér þetta en þeir lenda kannski í því á vinnustöðum að vera litnir hornauga af því þeir eru að fara heim til barnanna sinna. Það er ákveðin samfélagslegur þrýstingur sem heldur þeim í skefjum. Það þarf alltaf hugrekki til að standa upp á móti meiri- hlutanum en um leið og karlar fara að hugsa um fæðingarorlof sem mannréttindi sín þá munu málin þróast á jákvæðan veg. Steinunn: „Ég er ansi hrædd um að marg- ir karlmenn þekki ekki þennan nýfengna rétt og ég hef áhyggjur af því að ef ekki er staðið rétt að málum muni fáir karlar nýta sér hann. Þá sitjum við uppi með óbreytt ástand, nema 20% skerðingu á réttindum tiltekinna hópa sem í kjarasamningum voru búnar að berjast lengi fyrir þessu. Og það er auðvitað ekki ásættanlegt." Olafur: „Það er rétt að upplýsa það að í skúffu gömlu karlanefndarinnar, sem ekki er lengur til, eru metnaðarfull drög að víð- tækri kynningarherferð í kringum þetta mál. Við skulum vona að ný karlanefnd, hvernig sem hún nú verður skipuð, haldi áfram með það." Þorgerður: „Mér finnst samt megi vara við því að smætta jafnréttisumræðuna niður í fæðingarorlof karla. Orlofsréttur karla hef- ur verið við lýði í nágrannalöndum okkar í áratugi án þess að byltingarkenndar breyt- ingar hafi orðið á hlutverki karla. Mér finnst þetta spurning urn að ryðja úr vegi formlegri hindrun." Roald: „Þetta er líka spurning um að karl- ar viti af þessu sjálfir. Það er alltof mikið um að einliver jafnréttisfrumvörp séu sam- þykkt á þingi án þess að almenningur geri sér grein fyrir um hvað þau snúast." VERA • 9

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.