Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 16

Vera - 01.08.2000, Blaðsíða 16
JbL R P T V !ÖbNhDN Uul / I -Ð ? V I T) ' H ir svo tíðir að jaðrar við að þeir þyki sjálfsagður hluti tilverunnar og fjölskyldumunstrið er að verða svo flókið að liggur við að taka ætti upp ættfræði sem skyldufag í leikskóla, að ekki sé nú talað um þau áhrif sem þetta hefur á börnin okkar. Hætt er við að mörg hver hafi brenglaðar hugmyndir um fjölskylduna er fram líða stundir. Astæður breytts fjölskyldumunsturs eru margar en sumar liggja þær að mínu mati í mismunandi uppeldi okkar og foreldra okkar og öllum þeim tækifærum sem okkur bjóðast í lífinu í dag allt frá unga aldri. Grasið virðist alltaf grænna í garði nágrannans. Það er viðbúið að verði árekstrar þegar annar aðilinn er alinn upp sem lyklabarn en hinn var með heimavinnandi móður. Að ekki sé talað um barn með fleiri en eina fjölskyldu og hvor annarri flóknari. Að grunn- inum skal hyggja ef vel á að byggja. Þar held ég að hnífurinn standi í kúnni í dag. Það eru ekki bara foreldrar sem vinna úti, heldur afl og amma og jafnvel langamma. Ég held við þurfum að einbeita okkur betur að þörfum barna okkar og sýna þeim meiri skilning, stuðning og aðhald. Það að vanda grunninn breytir því ekki að stelpur alast upp við að vera kvenlegar, sætar og finar og þykir ekki gott ef þær eru stór- ar og stæðilegar, frekar en strákar séu kallaðir sætir og finlegir. Svona vorum við alin upp og ef við breytum engu munum við ala sömu viðhorf í okkar börnum. Gerðar hafa verið athyglisverðar til- raunir í leikskóla í nágrenni Reykjavíkur þar sem börnum var skipt í deildir eftir kyni. Stelpum var kennt að ærslast eins og strákar gera og strákar voru látnir baða fætur hver annars og kennt að vera blíðlegir og góðir hver við annan. Þetta gafst vel, stúlkurnar urðu framfærnari og hættu að láta strákana vaða yfir sig. Þetta sýnir einn möguleikann sem við höfum á að jafna mun kynjanna í framtíðinni svo allir eigi jafna möguleika frá upp- hafi. Mjúki maðurinn í dag hefði ekki átt upp á pallborðið hjá bændum á Hornströndum hér áður og fyrr.Við lifum á breytt- um tímum. Flest höfum við upplifað að hitta ungling á götu og vera ekki viss hvort það er strákur eða stelpa. I dag er algengara að bæði kynin gangi jafnt í störf heimilisins og í þjóðfélaginu, ekki síður en í sömu fötunum. Það verður ekki fyrr en eftir eina til tvær kyn- slóðir að mínu mati sem jafnvægi fer að komast á jafnrétti og sam- stöðu milli kynjanna, þegar barnabarnabörn rauðsokkunnar og barnabörn mjúka mannsins fara að búa saman. I fyrirmyndar þjóðfélagi framtíðarinnar munu foreldrar geta valið hvort bæði vinna úti eða annað. Konur eru að skapa sér traustari sjálfsmynd, verða sjálfstæðari og finna sér ný hlutverk með aukinni menntun og í störfum utan heimilis. Unglingar nú- tímans eru virkari í þjóðfélaginu en áður og þeir hafa sjálfir risið upp gegn þeirri ímynd að þeir séu óalandi ofbeldisseggir og eru til fyrirmyndar, alla vega hér í bæ. Karlmenn eru farnir að hugsa á öðrum nótum, þeir eru að mýkjast og farnir að sækja í hefðbund- in kvennastörf og farnir að gera kröfur til jafnréttis sér til handa. Segið svo að jafnréttisbaráttan hafi ekki getið gott af sér til handa öllum mannverum. Þrátt fyrir allt eru konur sterkari og verða alltaf sterkari því þær hafa, meðal annars, fram yfir karlmenn að geta rætt málin eins og við hér í dag. Þær geta viðurkennt veikleika sína og gert eitthvað í því. Ég er bjartsýn á framtíðina þó ekki megi sofna á verðinum og hlakka ég til að sjá framtíðarheimili byggt afkomendum rauð- sokkunnar og mjúka mannsins. Þá fyrst kemst jafnvægi á hlutina. I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.